Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 31

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 31
Verulegur þyngdarmunur kom fram á erlendu og íslensku tómöt- unum en það má að einhverju leyti skýra með því að erlendu tómatam- ir eru yfirleitt stærðarflokkaðir. Tómatar eru mjög þurrefnislitlir en þrátt fyrir það sáust talsverðar sveiflur í þurrefni eða allt frá 4% upp í 7% þurrefni. Erlendu tómat- arnir voru almennt þurrefttisríkari en þeir íslensku. Tómatar safiia litlu nítrati og voru flest sýnin á bilinu 0- 30 mg/kg. Ekki sást eins mikill ntunur á gæðunt tómata milli sum- ars og veturs eins og búast hefði mátt við en það má skýra með því að yfír vetrartímann vom raflýstir tómatar á markaði sem komu mjög vel út í gæðamatinu. Islensku tómatamir fengu betra meðaltal fyrir ytra mat en þeir erlendu, þ.e.a.s. höfðu færri galla. Algeng- ara var að framandi aukabragð kæmi fram í erlendum tómötum. Þessi munur er allur íslensku fram- leiðslunni í hag. Gulrætur vom ein þeirra græn- metistegunda sem vom tekin íyrir í verkefninu. Tekin vom alls 54 sýni af gulrótum og vom erlendu sýnin frá hinum ýmsu löndum. Meðalgul- rótin var um 75 grömm en meðaltöl íyrir hvert sýni vom allt frá því að vera frá 17 grömmum uppí 178 grömm. Afskurður var allt frá því að vera 0% á þvegnum pökkuðum gulrótum upp í að vera um 30%. Magn afskurðar hækkaði þegar leið á veturinn. Það skilaði sér svo í lægra ytra mati yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina. Erlendu gul- rætumar höfðu yfirleitt hærra þurr- efnisinnihald og skilaði það sér í minni safa í gæðamatinu. íslensku gulrætumar em yfirleitt sætari en þær erlendu en þrátt fyrir það höfðu þau erlendu sýni sem sett voru í sykrumælingu aðeins meira af vatnleysanlegum sykrum en þær ís- lensku. Sykrur voru þó aðeins mældar í sumum sýnum. Meiri safí og sætt bragð skilar sér svo í betri einkunn íyrir bragðgæði og betra gæðamati fyrir íslensku framleiðsl- una. Nítratinnihald í gulrótum virð- ist vera nokkuð breytilegt, eða allt frá 17 mg/kg upp í 403 mg/kg. Skynmat Skynmat með hópi dómara fór þannig fram þegar tómatar vom metnir: Hver dómari fékk heilan tómat þannig að bæði væri hægt að meta ytra útlit og bragð og safa. Skynmatið var framkvæmt þegar bæði íslenskir og erlendir tómatar voru á markaðnum. Helstu niður- stöður í ytra matinu vom þær að ís- lensku tómatarnir voru almennt dekkri á lit þrátt fyrir að hafa fengið svipaða einkunn og þeir erlendu fyrir þroska. Ekki reyndist vera munur á lögun og hlutfall óreglu- legra tómata var svipað. Fjöldi skráðra galla var nokkuð svipaður þar sem um helmingur var galla- laus. Rispur vom yfír helmingur skráðra galla fyrir erlendu tómatana en ójafh þroski var algengasti gall- inn fyrir íslensku tómatana. Hærra hlutfall af íslenskum tómötum fékk alveg gallaiaust í ytra mati. Þegar dómaramir voru látnir meta bragð og safa kom í ljós að íslensku tómatamir hafa meira einkennandi tómatbragð og em einnig talsvert safaríkari. Þetta kemur heim og saman við þær þurrefhismælingar sem gerðar vom á sýnunum. Einnig var algengara að dómararnir fyndu framandi aukabragð af erlendunt tómötum sem þeim fannst að ætti ekki heima í þeim. Þegar niðurstöð- umar vora teknar saman fyrir bragð og safa kom í ljós að marktækur munur kom fram á bragði tómat- anna, íslensku framleiðslunni í hag. Einnig var framkvæmt hópskyn- mat á gulrótum með þjálfuðum dómurum. Þar var notast við aðra aðferð. í staðinn fyrir að fá heilt stykki til að meta fengu dómararnir einsleitt gulrótarmix til að meta bragð og safa. Jafnframt fengu dómaramir lítinn gulrótarbita til að meta hversu stökkt sýnið var. Þetta var gert til að tryggja það að allir dómarar væm að meta eins sýni en talsverður munur getur verið á milli gulróta úr sama sýni. Niðurstöðum- ar vom ekki eins afgerandi og í tómatskynmatinu. Þó fengu ís- lensku gulrætumar hærri einkunn fyrir einkennandi bragð og safa. Þrátt fyrir þetta gáfu dómaramir ís- lensku og erlendu gulrótarsýnunum svipaða heildareinkunn. Nítrat Nítrat var mælt í öllum sýnum. Nítrat er eðlilegur þáttur í efna- skiptum plantna en ef það er ekki nýtt til fullnustu safnast það fyrir. Uppsöfnunin fer eftir áburðargjöf og fleiri þáttum eins og sólarljósi. Við ljóstillífun er nítratið notað til framleiðslu á öðrum efnum. Sól- skin leiðir því til lækkunar á nítrat- innihaldi blaðgrænmetis. Um síðustu áramót gekk í gildi ný reglugerð um hámarksgildi fyrir nítrat í salati. Astæðan fyrir þessari reglugerð er sú að ungböm eru við- kvæm fyrir miklu nítrati. í reglu- gerðinni er miðað við að nítratinni- 2. tafla. Samanburöur á íslensku og innfluttu græn meti. Fjöldi sýna Meðal- þyngd grömm Afskurð- ur % Þurr- efni % Nítrat mg/kg Gulrætur íslenskar 32 80 10 9,7 178 Innfluttar 22 68 8 10,1 129 Tómatar íslenskir 25 68 0 5,2 21 Innfluttir 14 99 6 5,8 29 FREYR 9/99 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.