Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 36

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 36
ollu byltingu vegna aukinna afkasta við slátt. Myndin er af bakkaljá með „ rakstrarkonu ", Ijágrind, sem einnig voru kallaðar Ijágreiður og spöruðu rakstur þegar slegið var á votengjum. var árferði mjög erfitt á árunum 1752-1757. Á þessum árum reyndi Magnús Ketilsson sýslumaður í Búðardal, á Skarðsströnd, mikill áhugamaður um ræktun og búnað- arframfarir, að plægja land og rækta tún með svipuðum aðferðum og tíðkuðust í öðrum löndum. Þá bárust margir plógar til landsins á árunum 1770-1780 fyrir tilstuðlan Konunglega danska landbúnaðarfé- lagsins og/eða dönsku stjómarinn- ar. Alvarlegasta tilraunin til kom- ræktar var gerð af Islenska akur- yrkjufélaginu (1770-1777). Það var stofnað á Alþingi 1770 og hlaut nokkurn stuðning stjómarinnar. Tveir ungir íslendingar höfðu verið sendir til Danmerkur og Noregs til að læra akuryrkju og voru þar í íjögur ár. Lítill árangur náðist þó af þessu og urðu þessar tilraunir og fleiri frekar til þess að veikja trú manna á því að hægt væri að rækta korn á íslandi með viðunandi árangri enda var árferði erfítt á þessum árum. Tilraunir þessar urðu heldur ekki til þess að kenna mönnum nýja tækni við túnrækt sem þó hefði verið það brýnasta í bættum bú- skaparháttum. Þúfnatilskipun og nýbýlalög Árið 1770 skipaði konungur sk. landsnefnd, sem að undangenginni athugun á högum landsmanna skyldi gera tillögur um það sem helst mætti verða þjóðinni til fram- dráttar. í áliti hennar var tekið á mörgu og m.a. lagðar til úrbætur í | verslunarmálum (afnám danskrar Torfi Bjarnason, skólastjóri i Ólafsdal 1880-1907, átti manna mestan þátt í verklegum framförum í búskap á sínum tíma. einokunar), efling fiskveiða og á sviði búskapar komrækt, túnaslétt- un, nýbýlastofnun, aukin garðrækt, skógrækt o.fl. Til þessara tillagna má rekja margar tilskipanir kon- ungs (löggjöf) sem áttu að leiða til framfara. Þekktastar hafa orðið til- skipun um jarðrækt, sn. þúfnatil- skipun frá 13. maí 1776 og tilskip- un um stofnun nýbýla, nýbýlalög I frá 15. apríl 1776. Jarðræktarlögin vom í formi fyrirmæla um að hver sjálfstæður bóndi skyldi slétta tún sín og friða þau með hleðslu garða, þ.e. grjót-eða torfgarða. Mennáttu að skila árlega ákveðnum fram- kvæmdum fyrir hvem verkfæran mann á búinu og þola sektir ef þeir stóðu ekki við þetta, en hljóta verð- laun ef vel var unnið og meira gert en tilskilið var. Athyglisvert er að í nákvæmum leiðbeiningum um verklag var eingöngu gert ráð fyrir að beita liandverkfœrum og hand- afli við þessar jarðabætur. Móðu- harðindin 1783-1784, sem brátt gengu yfir, lömuð þjóðina og urðu m.a. til þess að minna varð úr en til var stofnað, þó urðu þessi lög til einhverra úrbóta. Jarðræktarlögin vom að nafninu til í gildi til ársins 1836 en þeim var aldrei stranglega framfylgt. Það sem mestum árangri skilaði, af allri viðleitni til búnaðarframfara á þessum áratugum, vom tilraunir til matjurtaræktar og leiðbeiningar sem gefnar vom í framhaldi af þeim. Þeim til stuðnings komu svo fræútvegun og frægjafir frá Dan- mörku, sem Konunglega danska landbúnaðarfélagið, stofnað 1769, hafði umsjón með. Margirafþeim íslendingum, sem beittu sér mest fyrir búnaðarframformum á þessum tíma, vom einmitt bréffélagar eða styrktarfélagar í félaginu. Mesti frömuður garðyrkju á Is- landi var merkisklerkurinn Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal (1724- 1794). Hann hóf fjölþættar tilraun- ir til matjurtaræktar í Sauðlauksdal árið 1753, þar á meðal ræktun kart- aflna og innleiddi þar með kartöflu- rækt á íslandi, en auk þess kálrækt og gulrófnarækt. Um þessar til- raunir skrifaði hann merka ritgerð og varð einnig fyrstur til að skrifa alhliða leiðbeiningarit fyrir bændur (Atli 1780). Garðrækt breiddist þó fremur hægt út í fyrstu. Sem dæmi má nefna að árið 1804 höfðu um 300 bændur matjurtagarða en 13 ár- um siðar 1817 voru þeir 3466, sennilega á meira en þriðja hverju heimili. Þessi garðyrkja var hjá 36 - FREYR 9/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.