Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 6
Arangur
í framfarasókn gaf lífsfyllingu
Viðtal við Aðalbjörn Benediktsson,
fyrrv. ráðunaut Vestur-Húnvetninga.
Aðalbjörn Benediktsson er
einn af brautryðjendunum í
hópi héraðsráðunauta, en
hann var ráðunautur Vestur-Hún-
vetninga í 35 ár, á tímabilinu 1953-
1988, auk þess að gegna þar í sýslu
ijölmörgum öðrum trúnaðarstörf-
um. Aðalbjörn hefur lifað þá gríð-
arlega miklu byltingu sem orðið
hefur í íslenskum landbúnaði á
þessari öld, lengi sem virkur þátt-
takandi og baráttumaður fyrir fram-
forunum.
Aðalbjörn brást vel við beiðni
blaðsins um viðtal og fyrst var hann
beðinn um að segja á sér deili.
Ég er fæddur 23. júlí 1925 og ólst
upp hjá foreldrum mínum á Aðal-
bóli í Miðfirði, næstinnsta bæ í
Austurárdal. Faðir minn var Bene-
dikt Jónsson, ættaður úr Miðfirði,
og móðir mín var Ólöf Sigfúsdóttir,
einnig ættuð úr Miðfirði, af Berg-
mannsætt.
Fyrst þegar ég man eftir mér var
margt í heimili á Aðalbóli, trúlega
hátt í 20 manns a.m.k. á sumrin, og
búskaparlag allt í stórum dráttum
eins og verið hafði um langan aldur.
Við vorum tveir bræðurnir og engin
systir, bróðir minn, Jón, sem er
eldri en ég, fluttist norður að Höfn-
um á Skaga árið 1942 og stundaði
þar, auk hefðbundins búskapar,
hlunnindabúskap, þ.e. æðarvarp,
selveiði og hafði einnig töluverðan
trjáreka. Hlunnindin nýtir hann
sjálfur og á eitthvað af hrossum en
leigir jörðina að öðru leyti.
Búskapur á íslandi hefur löngum
staðið og fallið með fóðuröflun á
sumrin. Á Aðalbóli var engjahey-
skapur mikið stundaður, aðallega
uppi á hálsi. Þar voru slegnir brok-
flóar og heyinu rakað í fanga-
hnappa og voru 40-50 fong höfð í
skipulegum röðum. Síðan var hey-
ið bundið og flutt heim á hestum og
þurrkað heima á túni. Stærð fanga-
hnappsins byggðist á því hve loðið
var í kring og miðað við að bera
heyið ekki langar leiðir í fanga-
hnappinn. Sums staðar þarna var
ekki hestgengt og þá varð að bera
sáturnar til þangað sem hestar kom-
ust að þeim.
Brokið er sérkennileg planta á
margan máta, á sumrin er hún ekki
aðgengileg fyrir beitarfénað. Þá
eru aðrar plöntur betri til beitar, en
þegar kemur fram á vetur er efna-
innihald broksins orðin meira en
hinna og hún er orðið kjörplanta.
Þetta sást á beitarpeningi, ef hann
náði í brokið þá var honum borgið.
Hvað er Aðalból og þetta
heyskaparland hátt yfir sjó?
Tvö hundruð metra hæðarlínan
liggur um túnið á Aðalbóli, nokkru
fyrir neðan bæinn. Hálsinn er tölu-
vert hærri en fer þó ekki mikið yfir
300 metra. í Miðfirðinum eru víða
aflíðandi hálsar en flatt land þegar
kemur upp fyrir brúnirnar og þar er
votlendið.
Eftir sem áður hefur fé verið
beitt?
Já, alveg eins og mögulegt var,
hvern einasta dag sem fært var og
farið með það upp undir 30 mín-
útna gang. Yfirleitt var ekki staðið
yfir því en það kom þó fyrir og það
þurfti að sækja það. Einn vetrar-
Aðalbjörn Benediktsson. (Freysmynd)
6 - FREYR 12/99