Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 21
ísbjörn í vetrarumhverfi. Ekki var talið ósennilegt að með þessum matarleifum hefðu getað borist tríkinur. Því var ákveðið að kanna hvort tríkínur leyndust í ís- lenskum svínum, sem fóðruð höfðu verið með matarúrgangi af þessum uppruna. I framhaldi af því voru fullorðin svín, sem slátr- að var í Reykjavík á árunum 1949- 1954, skoðuð með tilliti til tríkína. Var við þá skoðun beitt sömu vinnubrögðum og notuð voru í Danmörku við eftirlit á trikínum þar í landi og lögboðin var. Þrátt fyrir ítarlega leit fundust engar tríkínur við smásjárskoðun á sýnum úr öllum þessum svinum. Það verður því að álykta að ís- lensk svín hafi sloppið við að sýkjast þrátt fyrir fóðrun sem virt- ist vera nokkuð áhættusöm. Líða svo nokkur ár. Þá fréttist, sumarið 1963, að bjarndýr hefði verið lagt að velli norður á Hornströndum. Var hér um fullorðna birnu að ræða. Skrokkur af dýrinu hafði verið fluttur til Isafjarðar og kjötið boðið til sölu. Vegna forvitni og nýjungagirni fólks fengu kjötið færri en vildu. Strax og vitnaðist að bjarndýrakjötið skyldi notað til manneldis var þess farið á leit við settan héraðslækni á ísafirði að send yrðu sýni af kjötinu til rannsóknar. Sýni komu með fyrstu ferð, en örðugt var að greina hvaðan úr skepnunni það var tekið því að engin bein fylgdu. Við smásjárrannsókn við Til- raunastöðina að Keldum fannst að í kjötinu var urmull af tríkínum. Ekki var þó farið út í að tilgreina hve margar trí- kínur væru í hverju grammi af kjöti. Var hér- aðslækni strax gert viðvart um þessar rannsókn- ir og hann beð- inn að gera nauð- synlegar varúð- arráðstafanir en þá var búið að matreiða og borða megnið af kjötinu. Ekki er vitað til þess að neinum hafi orð- ið meint af að borða þetta mengaða ísbjarn- arkjöt enda þá venja að sjóða allt kjöt fyrir neyslu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem tríkínur eru staðfestar í kjöti hér á landi. Ekki kom það þó á óvart að tríkinur fyndust í bjarndýri sem væntanlega hefur komið frá Aust- ur-Grænlandi. Eftir síðari heimsstyijöld hófust rannsóknir á því hve útbreiddar trí- kinur væru í dýrum á Grænlandi. Kom þá í ljós að tríkínur fundust í furðu mörgum dýrategundum þar í landi þó að hundar, ísbimir og refir yrðu oftast fyrir barðinu á þeim. Það kom einnig í ljós að sjúkdóm- ur, sem talinn hafði verið eins kon- ar kjöteitrun, þar sem margir veikt- ust samtímis og Grænlendingar nefndu „rostungaveiki“, var af völdum tríkína, þar sem smitaðs rostungakjöts hafði verið neytt, illa eða ekki soðnu. Síðar var staðfest að víðar voru dýr smituð af tríkínum, t.d. í Al- aska, Kanada, Svalbarða og í Sí- beríu Kjöt af dýrum frá þessum löndum gat því verið varhugavert til neyslu, nema vel soðið. Öðru hvoru hafa bjarndýr verið skotin hér á landi, en eru nú frið- uð. Á Melrakkasléttu þótti ekki vegsauki að fella bjarndýr nema ef um sjálfsvörn var að ræða. Vöðvatríkína úr bjarndýri sem drepið var á Hornströnd- um sumarið 1963. FREYR 12/99 - 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.