Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 40

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 40
hefur og lengi verið draumur fram- sýnna manna að svo gæti einnig orðið hér. Þá fyrst gæti skógræktin náð verulegu umfangi þannig að nefna mætti atvinnugrein. Við það mundu leysast mörg ásteytingarefni tengd landnýtingu og skógrækt orð- ið i hverju héraði og á hverri jörð þar sem skilyrði leyfa, hluti að eðli- legri landnotkun. Leiðin til þessa hlaut þó margra hluta vegna að verða löng. Fyrstu skrefin voru tekin með svonefndri Fljótsdals- áætlun. Alþingi 1969 samþykkti að veita 500 þús. kr. til reynsluverk- efnis að rækta nytjaskóga á nokkr- um bújörðum í Fljótsdal. Aðdragandi að þessu var m.a. ályktun aðalfundar Skógræktarfé- lags íslands á Hallormsstað árið 1961 um að aðstoða bændur við að koma upp skógarteigum á jörðum sínum og síðan í áframhaldi af því umræður og samvinna stjórnar Skógræktarfélags íslands og Skóg- ræktar ríkisins um að móta hug- myndina og hrinda henni í fram- kvæmd. Árið 1965 kaus aðalfund- ur SÍ nefnd til að gera Fljótsdals- áætlun og höfðu menn þá ákveðið að heljast þar handa. Eftir að ljár- veiting fékkst voru strax árið 1970 og friðaðir 117,6 ha á fimm jörðum og hafin þar plöntun. Þó að frum- kvæðið kæmi í þessu máli ekki frá bændum, og þeir ekki sérlega virkir í íyrstu, hefur á því orðið breyting sem síðar verður getið. Bændaskógamir í Fljótsdal og hinir viðfeðmu lerkiskógar, sem Skógrækt ríkisins hefur komið upp á jörðunum út með Fljótinu, íyrir utan Hallormsstað, eru ef til vill þau dæmi sem áhrifarikust hafa orðið til að sannfæra menn um hvaða árangri er unnt að ná í nytjaskógrækt. Þama hefur bem og að því er virtist mögm snögglendi verið breytt í gróskumikið skóglendi með vaxandi botngróðri á tiltölulega fáum ámm. Það er ekki aðeins hinn gamli Hallormsstaðaskógur og nán- asta umhverfi hans með sinni miklu ljölbreytni og grósku sem heillar og er til þess fallinn að sannfæra vantrú- aða. Endurskoðuð landgræðsluáætlun Þegar fyrsta skeiði landgræðslu- áætlunarinnar var að ljúka var „samstarfsnefnd um landgrœöslu- áœtlun“, sem litið hafði eftir fram- kvæmdum þjóðargjafarinnar, falið að gera nýja áætlun á grunni þeirrar fyrstu. Landgræðslu- og land- verndaráætlun fyrir árin 1982-'86 var svo samþykkt á Alþingi árið 1982 í samræmi við tillögur nefnd- arinnar. Áætlunin var síðan lfam- lengd til 1991. I skógræktarkafla áætlunarinnar var gert ráð fyrir að ríflega fimmt- ungur þess ijár sem átti að fara til skógræktar skyldi ganga til héraðs- skógrcektaráœtlana. Með þessu voru fengnir peningar til átaks á fleiri stöðum en í Fljótsdal og kom þá hlutur Eyjafjarðar fyrst upp. Síðsumars árið 1981, þegar aðal- fundur Skógræktarfélags íslands var haldinn á Egilsstöðum og farið var með fundarmenn upp í Fljótsdal og Hallormsstaðaskóg, slógust með í þá för 35 bændur úr Eyjafirði sem gagngert voru komnir til að kynna sér skógrækt á Upphéraði. Til þessarar ferðar og þess áhuga, sem eyfirskir bændur þá sýndu má rekja að ári síðar hafði Skógræktar- félag Eyfirðinga forgöngu um að kannaður var, með stuðningi Skóg- ræktar ríkisins, vöxtur stafafuru og lerkis í Eyjafirði með nytjaskóg- rækt á bújörðum fyrir augum. Jafn- framt þessu var kannaður vilji bænda til að taka þátt í slíkri skóg- rækt og voru þá boðnir ffarn 900 ha lands sem menn voru reiðubúnir að taka til skógræktar. Eyfirðingar urðu þeir fyrstu sem nutu stuðnings samkvæmt lögum um nytjaskóg- rækt á bújörðum sem sagt verður frá hér á eftir. Þeir stofnuðu síðan fyrsta félag skógarbænda. Lög um ræktun nytjaskóga á bújörðum Árið 1984 var nýjum kafla bætt inn í skógræktarlögin: „Um rœktun nytjaskóga á hújörðunU (1. nr. 76 frá 30. maí 1984). Með þeim var skrefið stigið, skógrækt var í reynd viðurkennd sem búgrein og ákveðið að rétt væri að ríkið styrkti þá langtímafjárfest- ingu sem skógrækt hlýtur alltaf að verða, með verulegu ffamlagi til stofnkostnaðar. Lögin settu all ströng skilyrði fyrir því að veita mætti ffamlög. Jörðin þarf eðlilega að vera vænleg til skógræktar með tilliti til veðurfars og legu lands. Gera þarf bindandi samning um meðferð landsins og ræktunina og hún að vera undir effirliti Skóg- ræktar ríkisins. Framlag ríkisins til skógarbænda mátti nema allt að 80% af stofn- kostnaði við undirbúning skógrækt- arlandsins, þ.m.t. girðingar og vegagerð, kostnaður við plöntur og gróðursetningu. Þó að hér þætti all- vel af stað farið má geta þess að í skógarlöndum eins og t.d. Noregi og Svíþjóð voru hliðstæð framlög til plöntunar nýrra skóga þó all- verulega hærri eða á bilinu 90-95% og í vissum tilvikum enn hærri. - Engu að síður var þessum lögum vel tekið og í nokkrum héruðum brugðust bændur og búnaðarsam- bönd við og gerðu skógræktaráætl- anir með tilstyrk Skógræktarinnar. Bændaskógar eru því allvíða að vaxa upp á jörðum. Flestir bændur hafa hafist handa í Eyjafirði en einnig nokkrir i Suður-Þingeyjar- sýslu, í Borgarfirði og á Suðurlandi. Plöntun skógarbænda, sem njóta framlaga samkv. lögunum nam um 21% af heildarplöntun á landinu 1997 eða 693.137 plöntur. Héraðsskógar Lög um Héraðsskóga voru sett 1991, lnr. 32 ffá 21. mars 1991. Til- gangur þeirra er „að stuðla að rækt- un nytjaskóga á Fljótsdalshéraði og umhirðu þess skóglendis sem þar er fyrir og treysta með því byggð og efla atvinnulíf á Héraði, eins og segir í 1. gr., og enn ffemur að Héraðs- skógar merki í lögunum „sjálfstætt skógræktarverkefni um ræktun nytjaskóga á jörðum á Fljótsdalshér- 40 - FREYR 12/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.