Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 39

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 39
og sambands þeirra, Skógræktarfé- lags Islands. Hákon Bjarnason gaf þeim tóninn. Frœðslan hefur bæði beinst að eðli og gildi skógræktar fyrir landið og þjóðina og svo beinlínis verið fagleg kennsla í skógræktarstörf- um. Fjölþætt kynning bæði inn á við meðal félaga og út á við meðal óvígðra hefur ekki hvað síst verið mikilvæg til að benda á árangurinn af skógræktinni sem ár frá ári verð- ur stöðugt glæsilegri og jaíhframt til að benda á nær óþrjótandi verk- efni sem bíða. Aróður, eða barátta fyrir fram- gangi skógræktarmála í þjóðfélag- inu, var einkum framan af árum viðfangsefni Skógræktarfélags ís- lands og áhrif þess og ýmissa eld- huga innan raða skógræktarmanna oft mikil. Hákon var þar í farar- broddi og starfsmenn Skógræktar ríkisins fylgdu honum dyggilega í því efni. Um skeið bar töluvert á þeim leiða misskilningi sumra ágætra skógræktarmanna að barátt- an fyrir skógrækt hlyti að vera bar- átta gegn öðrum búskap í landinu, einkum sauðfjárrækt. Af því hlut- ust stundum árekstrar og all snarpar deilur. Þetta er sem betur fer að mestu liðin tíð. Enda flestar for- sendur fallnar. Þáttur ungmennafélagshreyfing- arinnar í landinu, einkum fyrri hluta aldarinnar, má ekki gleymast. Víða voru það ungmennafélögin sem reistu merkið og hófu skóg- rækt og skógffiðun. Síðar, eftir að héraðsskógræktarfélögin voru stofnuð, gengu mörg ungmennafé- laganna til liðs við þau beint eða óbeint. Ungmennafélagsreitirnir eru fjölmargir og þó að flestir séu smáir segja þeir ekki aðeins sína sögu heldur má margt af þeim læra um staðbundin vaxtarskilyrði. Markverð skref Hér verður stiklað á stóru og að- eins minnt á einstök markverð skref flest stigin á síðari hluta aldarinnar. Landgrœðslusjóður var myndað- ur með frjálsum framlögum kjós- enda þegar gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins árið 1944. Söfnunin átti að sýna hug sam- hentrar þjóðar til landsins á þeirri j sögulegu stundu, og er því minn- ingarsjóður um stofhun lýðveldis á Islandi. Landsnefhd lýðveldiskosn- inganna ákvað sjóðsstofnunina, en naut þar einkum atbeina Skóg- ræktarfélags íslands. Sjóðurinn hefur mörgu góðu komið til leiðar, m.a. stutt skógræktarfélögin í störfum og verið mikilvægur bak- hjarl Skógrækar ríkisins á ýmsum sviðum, en þó einkum með því að verja fé sínu til kaupa á trjáfræi. Fyrir stöðuga árvekni stjórnar- manna er sjóðurinn enn all stönd- j ugur, gagnstætt við marga hlið- stæða sjóði. Rannsóknarstöð í skógrœkt tók til starfa á Mógilsá í Kollafirði árið 1967, reist fýrir gjöf norsku þjóðar- innar í tilefni komu Ólafs V kon- ungs til íslands árið 1961. Stöðin hefur reynst skógrækt á íslandi æ mikilvægari eftir því sem árin hafa liðið. Þaðan hefur komið marghátt- uð þekking á mörgum þáttum skóg- ræktar, sem að gagni hefur komið. Þjóðargjöfin 1974 Þegar að því dró að þjóðin minnt- ist 11 alda búsetu sinnar í landinu voru uppi um það ýmsar hugmynd- ir hvað best væri við hæfi að gera að svo stóru tilefni og orðið gæti þjóðinni minnisstætt. Þá sat að völdum ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, mynduð, 14. júlí 1971, en í málefnasamningi hennar stóð m.a.: ,fið gera heildaráætlun um alhliða landgrœðslu og skipulega nýtingu landsgœða“. í nóvember 1971 skip- aði landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson í samræmi við þetta sjö manna nefnd; „Landnýtingar- og landgrœðslunefnd" er falið var að gera tillögur um slíka áœtlun. "í því efni skal miða við aö hœgt vœri að minnast 11 alda byggðar lands- ins með heildarátaki um land- grœðslu og gróðurvernd svo og al- hliða skipulagningu á notkun landsnytja ", eins og segir í skipun- arbréfinu. Eftir umfangsmikil störf og víðtæka gagnasöfnun, skilaði nefndin af sér ítarlegri skýrslu í janúar 1974 með fullbúinni tillögu til þingsályktunar. Þar var gert ráð fyrir að Alþingi ákvæði að á árun- um 1975-1979, að báðum árum meðtöldum, yrði varið einum milljarði króna af ríkisfé til land- grœðslu og gróðurverndar, til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu. í sundurlið- aðri áætlun um það hvernig fénu skyldi varið átti hlutur skógræktar- mála að vera 170 milljónir eða 16,5% allrar áætlunarinnar. Þetta varð svo eina ályktunin sem Alþingi gerði á hátíðarfundi sínum á Þing- völlum hinn 28. júlí 1974. Þjóðargjöfin frá 1974 var merki- legur áfangi fyrir margra hluta sak- ir. Aldrei hafði áður verið ákveðin viðlíka stór fjárveiting til þessara mála. Hún var verðtryggð og skyldi ekki skerða fastar fjárveitingar til málaflokksins sem verið höfðu. En mest var þó um verð sú viðurkenn- ing sem með þessu fékkst á því að landgræðsla og skógrækt væru hugðarmál allrar þjóðarinnar og á allra ábyrgð að búa landinu þann gróður sem það bestan getur borið. Eitt merkilegasta verkefnið, sem unnið var að fyrir þá peninga sem komu til skógræktar, nefndist „end- urskipulagning plöntuframleiðsl- unnar“. Fyrir þá var reist fyrsta virkilega stóra gróðurhúsið sem byggt var á Mógilsá, með öllum tæknibúnaði, til að rækta plöntur frá sáningu til plöntunar í fjölnota bökkum. Til þess húss má rekja upphaf þeirra stórfelldu tæknifram- fara sem orðið hafa i plöntufram- leiðslu hér á landi. Fljótsdalsáætlun - skipulögð skógrækt á bújörðum I skógalöndum, sem við berum okkur oftast saman við og höfúm helst til fyrirmyndar, er skógrækt og nýting skóganna búskapur, enda skógarnir tíðasti hluti bújarða. Sá FREYR 12/99 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.