Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1999, Blaðsíða 9
Var ráðunautur fyrir í sýslunni þegarþú komst þar til starfa? Já, að nokkru leyti. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum hafði starfaði þar í hlutastarfi og aðallega við úttektir á jarðabótum. Þú hefur þá verið þátttakandi í þeirri byltingu sem íslenskur land- búnaður upplifði á þessari öld? Já, það má segja það. Ég lenti al- veg í upphafinu þegar ég vann á jarðýtu árið 1946, en það ár voru keyptar fyrstu tvær jarðýtumar í sýsluna. Fyrst komu TD-6 og TD-9 og siðar TD-14. Þetta voru Inter- national ýtur en svo komu fleiri gerðir, t.d. Caterpillar. Þegar ég tók við Ræktunarsam- bandinu var fyrsta verkið að koma framræslunni í gang. Við fengum fyrst gröfu ffá Vélasjóði en keypt- um síðan fljótlega gröfu sjálfir og síðan aðra til. Þetta voru víragröfúr en töluvert seinna komu vökvagröf- umar og við skiptum yfir í þær um leið og þær komu á markaðinn. Þessi útgerð gekk mjög vel enda áttum við tækin sjálfir og gátum skipulagt allt eftir eigin höfði. Nóg var af landi til að ræsa fram, en sumir bændur þurftu nokkum tíma til að átta sig á að þetta væri bæði ódýr og hagkvæm framkvæmd, þannig að þeir tóku ekki alveg nógu skarpt við sér. Þetta var töluvert breytilegt eftir sveitum en að því kom að allir urðu samstiga um að ná upp ræktuninni. Síðan var reynt að sjá til að það væri nógur véla- kostur, þ.e. jarðýtur, í jarðvinnsl- una. Seinna fengum við svo ripper- tönn á jarðýturnar til að komast of- an í jörðina þegar teknir voru fjár- húsgrunnar en þá komst í tísku að hafa vélgenga kjallara fyrir taðið. Þannig þurfti alltaf að vera að end- urnýja þessi tæki m.t.t. framþróun- arinnar. Um þetta leyti voru greidd veru- leg framlög út á bœði framrœslu og nýrœktir. Já, það var í fúllum gangi og létti mjög undir. Ég var þá að gera mér vonir um að með þessari ræktun og Fjárhúsin á Grundarási. aukinni heyöflun yrði hægt að tryggja heyforða hvernig sem tíðar- far yrði. Það fór hins vegar svo að eftir því sem heyöflunin varð meiri þá fjölgaði búpeningi, þannig að ásetningur lagaðist ekki nægilega fljótt. Hvernig var árferði á starfstíma þínum? Það var ágætt fyrstu árin en svo kom harðindakafli, fyrst rétt fyrir 1970, þegar hafís var landfastur í nokkra vetur, og svo í lok 8. áratug- arins. Einnig gerði Heklugosið bændum erfitt fyrir á sauðburði 1970. Ég man að samkvæmt fóður- birgðaskýrslum vantaði eitt árið sem svaraði 500 tonnum af fóður- bæti í eitt sveitarfélag í sýslunni. Arið 1980 skapaðist alvarlegt ástand í afréttinni í Miðfirði. Spretta var lítil en samtímis var mikið af fénaði í heiðinni. Það var rétt áður en fé stórfækkaði vegna kvótans. Þá stórsá á afréttinni, gras- rótin skemmdist og vatnið vann sig niður og það mynduðust skurðir í lægðum og framburður úr þeim. Sú grátbroslega saga gekk um það leyti að Bandaríkjamenn hefðu gert fyrirspum til íslands um það hvað væri að gerast þarna inn af Miðfirði. Þar sást svört lengja meðfram heiðargirðingunni á loft- myndum ffá gervitungli og vom þeir að velta fyrir sér hvort væri verið að byggja þarna flugvöll! Sem betur fer tóku menn sig á og fóru að reka seinna á afréttinn og taka búféð fyrr ofan á haustin þann- ig að þetta ástand varaði ekki lengi. Ég álit að afféttin sé ekki búin að ná sér enn og nær sér kannski aldrei að fúllu eftir þetta. Skorningamir standa eftir en ffamburðurinn úr þeim litaði mjög árnar í vorleysing- um og hafði jafnvel skaðleg áhrif á laxastofninn. Byggingaframkvœmdir? Lítið var um byggingu gripahúsa þarna á fyrstu árum mínum í starfi, upp úr 1953, þó að veitt væru fram- lög til byggingar. Ég man eftir að ég bjó til slagorð einu sinni, sem hljóðaði svo: „Efykkur vantar pen- ing þá skuluð þig byggja hlöðu“. Vegna þess að styrkurinn var hagkvæmur og stæðu menn að þessu sjálfir og undirbyggju bygg- inguna vel þá gætu þeir komist mjög vel frá þessu og jafnvel haft afgang. Auk þess myndi umhirða á heyjunum stórbatna. Mér dettur hér í hug að í blaði, sem ég gaf þá út, skrifaði ég grein um hvað ég teldi vera hlutverk ráðunauta. Þar nefndi ég m.a. að bæta kjör bænda og jafnframt lækka ffamleiðslukostnaðinn, sem átti þá að vera neytendum til hags- FREYR 12/99 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.