Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 5

Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 5
ELEKTRONl ...— Málga^u F. í . S. =- I. árg. Iteykjavík, apríl 15)15. 1. tbl. JElí með birtisl fyrsta blaðið af „Elektron“, er pað gefið úl af „Fjelagi íslenzkra símamanna“ (E. í. S.). Fyrst um sinn er œtlasl til að blaðið komi út annan bvern mánuð og verður stærðin sii sama og bjer. Kappkostað mun verða að bafa blaðið sem fjölbreyilast og sem bezt við bœfi lesenda. Aðallega mun það flytja greinar og frjettir um jirðritun og firðtölun, en þar að auki mun birtast ýmislegt, sem snertir rafmagnsjrœðina yfnieitt. Pess skal getið, að greinar í blaðið verða á- valt teknar með þökkum. Hvað er Tolt, Ampere...? Fyrir þá lesendur blaðsins, sem lítið hafa kynt sjer i afmagnsfræði áður, setjum vjer lijer skýringu á ein- ingum þeim, sem gengið er út frá við ýmsar rafmagnsfræðislegar mælingar, og eru þessar þær helztu : Fyrst er hin svonefnda C. G. S. ein- ing (centimeter-gramm-sekúndu-ein- ing). A henni grundvallast allar hinar einingarnar. Hún er alveg óháð og óhagganleg, og er hægt að mæla alt með henni. Hraðaeiningin er sá hraði sem líkami hefur þegar lrann fer 1 cm. á sek. Aflseiniv-jin er það afl, sem þarf lil þess að láta líkama, sem vegur 1 gr., fá 1 cm. hraða á sek. (1 hraða- eining), með því að láta aflið verka á hann í 1 sek. Aflseiningin heitir Dyn ; er það komið af gríska orðinu dunamis, sem þýðir afl. 1 dyn= 0,00101937 gr.; lgr.=981 dyn. Eining- in fyrir vinnu heitir Erg ; og er það sú vinna, sem unnin er þegar 1 dyn verkar á 1 cm. fjarlægð, þ. e. a. s. þegar 1 dyn flytur 1 gr. um 1 cm. Erg er myndað af gríska orðinu ergon, sem þýðir vinna. 1 kg. samsvarar 981.000 erg. Einingar þessar hafa að eins vís- indalega þýðingu, daglega notum vjer aðrar hentugri, og koma þær hjer á eftir. Spenna. Fegar rafmagn streymir gegnum leiðara, tölum vér um spennn þess og straumstyrkleika. Svarar spenn- an til þrýsting vatns, í pípu, og straum- styrkleikinn til vatnsmagnsins. Spenna rafinagnsins er mæld í volt (til minn- ingar um ítalska eðlisfræðinginn Ales- sandro Volta, (1745 —1827). 1 volt er 9/io af spennunni hjá nýjum Daníell’s rafmagnsvaka, eða 108 C. G, S. ein- ingar — 108 táknar að talan 10 eigi að margfaldast 8 sinnum með sjálfri sjer (100.000.000). Litla talan er kölluð veldi, og er sagt að 10 sje í áltunda veldi. Dæmi: 102=100; 108==1000; 23=-2X2X2=8; 10.000=104 o. s. frv. Sje veldistalan negatív (—) merkír það að útkoman sje brot; t. d. 10_1 =0.1=Vio; 10-*=0.01=1/ioo; 0 001= í/iooo^IO-3 o. s. frv.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.