Elektron - 01.04.1915, Page 10
ur botn er í öllu skipinu;. ruggkilir
eru á því og útbúnaður fyrir vatns-
seglfestu. Auk þverskiftingarinnar er
tveim botnrúmanna skift að endi-
löngu með vatnsþjettum vegg. — Aðal-
þilfarið er úr stáli, 25% sterkara en
Bureau Veritas heimtar. Er það al-
staðar, þar sem umferð er um það,
klætt nýuppfundinni húð, sem nefnist
»bitumastic« með einstakri vöndun,
sem ver stálið allri eyðingu og skemd-
um. Sama húð er á stáli annars-
staðar í skipinu, þar sem sjerstök
umferð er eða önnur hætta á eyðingu
eða skemdum. Kolabyrgin, sem eiga
að taka 250 smál., eru þaunig útbúin,
að nota má einnig fyrir aðrar vörur,
ef ekki þarf að fylla þau alveg af
kolum. Aðal-lestirnar eru með flytjan-
legum útbúnaði fyrir hrossaflutning,
með vatnsveitu o. s. frv. 5 lyftivindur
eru í skipinu, og er bægl að ferma
5 báta við skipshlið í einu; eru vind-
urnar mjög sterkar og kraftmiklar.
»Automatisk« lyftitæki fyrir ösku frá
vjelinni, hávaðalaus, Hæð siglutrjáa
00 fel og 70 fet. Kæli- og fryslirúm
ineð alt að 7 sliga frosli, 4000 rúm-
fet (kúbíkfet) að stærð; því má skifta
í þrent og hafa mismunandi kulda-
stig í hverju rúmi.
Á fyrsta farrými er ætlað rúm fyrir
60 farþega. Farþegarúmin 48 undir
þiljum, 12 á þilfari. A þiifarinu er
borðsalur stór, ofan á honum farþega-
þilfar og á því stór reykingasalur;
þar ofar stjórnpallur með mælingar-
herbeigi og herbergi skipsljóra.
A öðru farrými er ætlað rúm fvrir
84 farþega. Þar eru 28 farþegarúmin
og borðsalurinn undir þiljum, en lítill
reyksalur og rúm fvrir 6 farþega á
þilfari.
Farrýmin eru útbúin úr vönduðu
efni, snotur og þægileg, þó án íburðar.
Sjerstaklega góð loftrás er í þeim og
ýms smá þægindi, sem skipin skortir,
sem nú eru hjer.
Ralljós eru um alt skipið og 1
kastljós (search-light), sem lýsir langa
leið.
Skrúfan er úr bronce.
Vjelin er einkar vönduð með tví-
hitunarútbúnaði, sem sparar mjög kol.
Eyðslan er t3 smál. kola á sólarhring.
Ýmsir hlutar skipsins eru sterkari,
en kraflst er af Bureau Veritas, en
að öðru leyti smíðað samkvæmt fyrir-
mælum þess um sldp i bezta flokki.
Verð skipsins er um 580 þús. kr.
(Vísir).
Báti stjórnað með rafsegul-
bylgjum.
Maðúr er nefndur John Hays Ham-
mond, og er amerískur. Hann hefur
nú í nokkur ár gert tilraunir með
þráðlausa firðrilun og hvernig hún
verði notuð á sem margvíslegastan
hált. Frá firðritunarslöð sinni gelur
hann, með því að styðja á lykil,
stjórnað skipi, sem liann á, í 8 milna
(enskra) fjarlægð. Skipið, sem heitir
»Natalia«, er knúð áfrain með 40hesta
gasolinvjel. Með rafsegulbylgjunum er
bægt að setja vjelina á breyfingu,
stöðva hana og ennfremur stýra skip-
inu. Skipið hefur 2 siglutrje, er annað
þeirra mjög digurt, og með svart- og
hvítmáluðum hólkum á víxl; er það
til þess að skipið sjáist betur í fjar-
lægð, en þegar dimt er, er þetta siglu-
trje upplýst með rafljósum, svo að
einnig sje hægl að stjórna skipinu í
myrkri. Til þess að fylgjast með
skipinu og sjá hvaða leið það fer, í
myrkri, hefur Mr. Hammond afarstórt
kastljós, er ljósmagn þess 186,000,000
kerta, og gelur það kastað geisla 7