Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 6

Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 6
Stranni8tyrkleikinn er mældur í ampére. 1 ampére — 10_1 C. G. S. einingar — er styrkleiki þess straums, sem streymir með 1 volt spennu gegnum leiðara, sem hefur 1 »ohm« mótstöðu. íooo ampére heitir milli- ampére (milliamp.). Einingin dregur nafn sitt af franska eðlisfræðingnum André Marie Ampére (1775—1836). Einingin ampérestund er cins og nafnið ber meðsjer, pródúkt af straum- styrkleikanum og tímanum, sem straumurinn verkar. Mótstaða. Rafmagnið mætir altaf einhverri mótstöðu í leiðurum. Mót- staða þessi er misjafnlega mikil, og er hún mæld í ohm. 1 ohm — 109 (i. G. S. einirgar — er mótstaðan í kvikasilfurssúlu, sem er 106.3 cm. löng og 1 mm2 *) i þverskurð, og sje þungi hennar 14.521 gr., við 0 ° C. Td þess að átta okkur betur á þessu, skulum við nú taka 1 dæmi. 1 mm. koparþráður, sem er 49.3 m. langur, hefur mótstöðuna 1 ohm, við 0 ° C. hita. Sje hilastigið 20 ° C., ælli lengd þráðar úr sama efni að vera 46 m. til þess að hann hefði sömu mólstöðu og hinn (1 ohm). Miljón ohm heita megohn, og miljónasti hluti úr ohm mikroohm. Nafn einingarinnar er til minningar um þýzka eðlisfræðinginn Georg Simon Ohm (1789—1854), hann er höfundur hins svonefnda Ohm's lögmáls, verður minst á það seinna í grein þessari. Coulomb. Þegar 1 ampére streymir gegnum leiðara á 1 sek., segjum við að það sje 1 ampére-seknnda, öðru nafni nefnt Coulomb. Formúlan fyrir coulomb er C X t, þar sem C = straum- styrkleikinn i amp. og t = tíminn i sek.; sje C = 2 amp. og t — 8 sek., verður útkoman 16 coulomb. Nafn einingar- ') mma=fermillimeter. ínnar er lil minningar um franskan heimspeking', Charles Auguste Cou- lomb (1736 — 1806). 1 coulomb=10_1 C. G. S. einingar. 1 ampérestund = 3600 coulomb. Farad. Rými (knpacitet) kondens- ators*) er mælt i Farad. Ef við hlöð- um kondensator með 1 coulomb og ef hann af þeirri hleðslu fær 1 volt spennumismun millí klæðninganna, er kapacitet hans 1 farad; geti hann tekið á móti 2 coulomb er rými hans 2 farad o. s. frv. 1 farad, sem er 10-9 C. G. S. ein- ingar, er mjög stór eining og er því i hennar stað notuð önnnr minni, sem heitir Mikro-farad og er miljón- asti hluti af farad eða 10-15 C. G. S. einingar. Einingin er helguð minn- ingu enska eðlisfræðingsins Michael Faraday (1791—1867). Henry. íleiðsla (induktion) er mæld í Henry. Þegar íleiddi (indú- seraði) straumurinn er 1 volt og styrkleikinn breytilegur um 1 amp. á sek., er íleiðslan 1 henry. 1 henry er 10-9 C. G. S. einingar og er til minningar um ameriskan vísinda- mann, Joseph Henry (1797 —1878). __________[Frh.j. F. í. S. heitir fjelag ný-stofnað, meðal islenzkra símamanna á 1. flokks stöðvum landssímans. Markmið fje- lagsins er að efla hag og þekkingu stjetlarinnar, og ættu því allir starfs- menn landssímans á 1. Ilokks stöðvum — A og R — að ganga í það. Allar frekari upplýsingar því viðvíkjandi fást hjá ritara fjelagsins hr. Adolf Guðmundssyni á landssímanum í Reykjavík. *) Kondensator er á isl. »pjettari«. Hvað K. er geta menn sjeð i öllum eðlis- fræðislegum bókum.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.