Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 11

Elektron - 01.04.1915, Blaðsíða 11
7 enskar mílur. Auðvitað eru það ekki venjuleg loftskeytatæki, sem Mr. Ham- mond notar, heldur eru það tæki, sem hann hefur endurbælt, ásamt að- stoðarmönnum sínum, því að hann er vellauðugur og þarf ekki að horfa í skildinginn til tilrauna. Nú hefur hann í smíðum annan bát, sem á að heita »Radio«. Er hann 40 feta langur, með 180 hesta vjelum, og á að gera 33 enskar mílur á kl.stundinni. — Mr. Hammond er að eins 25 ára. Þegar hann var í barnaskóla sagði hann, að hann einn góðan veðurdag skyldi gela stjórnað dauðum hlut með rödd sinni. Pelta þefur hann þegar gjört. Með þráðlausum firð- tölunartækjum, sem hann hefur gjört sjálfur, hefur hann getað stjórnað bátnum með rödd sinni. — Einbeittum vilja getur orðið mikið ágengt. Rafmagn. súrefni og rafmagns- súrefni. Fyrir löngu, þegar Franklín sýndi fram á ýmsan skyldleika með elding- unni og rafmagninu, hafði hann tekið eftir því, að bæði höfðu samskonar ilm, brennisteinskendan ilm. Þeir, sem eitthvað liafa fengist við tilraunir með rafmagni, hafa líklega orðið varir við ilm þennan, ef þeir hafa verið með rafmagnsvjel eða neistakefli. Stafar ilmur þessi af súrefnistegund, sem nefnd er ozon eða rafmagnssúr- efni. Það bætir mjög loftið og eyðir skaðlegum loftmyndunum. í borgum og göturn með mikilli umferð, verður maður þess ekki var. Ahald til þess að framleiða loftteg- und þessa, með rafmagni, hefur verið l'undið upp; er það margar málm- plötur, í kassa, sem hægt er að setja í samband við ratljós-leiðslur í hús- um. Áhald þetta eyðir ekki meiri straum, en venjulegur glóðarljóslampi, en framleiðir gnægð af þessu holla lofti, rafmagnssúrefni. í sambandi við þetta má geta þess, að vegna kaf- bátanna hafa verið gerðar miklar til- raunir til þess að framleiða súrefni á einfaldan og ódýran hátt. Hepnist það, gætu menn dvalið lengur í kaf- bátunum en þeir geta nú. Franskur vísindamaður, Jaubert að nafni, hefur fundið aðferð til þess, og er sagt að hún fullnægi öllum kröfum. Hann reyndf að finna eitthvert fast efni, sem likt og kalcium karbid, fram- leiðir acetylene gas, framleiddi súr- efni Hann valdi til þess yfirsýrt kalium, sem verður framleitt mjög ódýrt, með rafefnafræðislegri aðferð. Er efni þetta kallað Oxglithe, sem eiginlega þýðir súrsteinn, og er búið til i smástykkjum. Þegar það er leyst upp í vatni, framleiðir það súrefni. 50 eða 00 gr. nægja til þess að fram- leiða nægilega mikið súrefni handa einum kafara, í eina klukkustund. Rafmagnssúrefni má nota til þess að sótthreinsa vatn. í Petrograd er vatnið hreinsað með því; eru þar stórar verksmiðjur, til þess að fram- leiða rafmagnssúrefni. Hitt og þetta. Fljót afgreiðsla. Tveir amerískir simritarar, H. O. Turner og J. R. Linton, höfðu 7. jan. síðastl. afgreitt 1858 skeyti. Fj'rstu 5 klukkustundirnar afgreiddu þeir að meðaltali 111 skeyti á klukkustund- inni (1 skeyti er talið 20 orð og 1 orð 5 stafir).

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.