Elektron - 01.03.1917, Qupperneq 5

Elektron - 01.03.1917, Qupperneq 5
ELE&TRON Í9 því er nefndin hjTggur, og skýrslur um verðlagið, eins og það var utan Reykjavíkur um það leyti, sem ófrið- urinn byrjaði, hefir nefndin eigi átt kost á að fá. Urn verðhækkun í Reykjavík af völdum ófriðarins hefir aftur á móti birtst skýrsla í Hagtið- indunum; má af lienni sjá, að frá 1889 og til 1914 hefir verðið hækkað á sumum nauðsynjavörum, t. d. rúg- mjöli, baunum, hrísgrjónum, jarðepl- um og kolum, en lækkað á öðrum, svo sem hveiti, kaffi, sykri og stein- olíu. Af þessu virðist þó ekkert með vissu verða ráðið um verðlagið utan Reykjavíkur, því að verið gelur, að hækkun hafi orðið minni tiltölulega á vöruverði á öðrum verslunarstöð- um sakir þess, að samgöngur hafa batnað og flutningsgjald lækkað þar meir en í Reykjavík. Það virðist því réttast, að byggja ekkert á þvi, að verð á útlendum vörum hafi alment liækkað að verulegum mun á árun- um frá 1889—1914. Hinsvegar hafa sumar þessara vörutegunda lækkað að mun, svo sem vefnaðarvara; en veruleg verðhækkun á þeirri vöru hlýtur að hafa talsverð áhrif á hag manna. En eins og áður er tekið fram, hefir innlend nauðsynjavara hækkáð mjög síðan 1889. Þá hefir og liúsa- leiga farið mjög hækkandi, vegna verðhækkunar á byggingarefni, og hækkandi vinnulaunum, og eigi síst fyrir vaxandi kröfur til belri liúsa- kynna. Þá hafa og kröfurnar farið mjög vaxandi að því er snertir hús- búnað og liíbýlahætti. Rreytingar þær, sem orðið hafa í þessum efn- um, t. d. síðan um aldamótin, eru all stórvægilegar, og af þessum ástæð- um hafa útgjöld manna vaxið mjög tilfinnanléga, enda hefir löggjafarvald- ið, þótt það liafi ekki gefið út nein almenn launalög síðan 1889 viður- kent, að þessi verðbækkun lífsnauð- synja og auknu þarfir eigi að valda hækkun embættislauna, með því að það hefir á fjárlögum og með sér- stökum lögum bætt laun margra em- bællismanna, svo að eigi búa nú við óbreytt launakjör síðan 1889 aðrir en dómarar í landsyfirréttinum, biskup og rektor liins almenna mentaskóla. Föst Iaun sýslumanna hafa að vísu eigi verið hækkuð alment, en launa- kjör margra þeirra hafa smámsaman verulega batnað fyrir vaxandi auka- tekjur. Þess er áður getið, að nefndin hefir haft fyrir sér ýmsar skýrslur um launakjör embættismanna á Norður- löndum. Hefir hún i tillögum sínum um liin lægri og meðal-embættislaun haft nokkra hliðsjón af því, hvernig launakjörin eru þar við þau embætti, er sambærileg eru við embætti hér, og í tillögum nefndarinnar eru þessi laun, sérstaklega lægstu launin, á- kveðin nokkuð svipuð þvi, sem þar er gjört. Þessi laun verður yfirleitt að álíta þurftarlaun, og mega þau varla lægri vera hér en þar, því nú orðið er ekki ódýrara að lifa liér en víðasthvar á Norðurlöndum. Launin við hin æðri embætti eru aftur lægri í tillögum nefndarinnar en þau eru alment á Norðurlöndum; og treyslir nefndin sér ekki til þess, að sníða launakjör þessara embætta eftir því, sem þar tíðkast. Veldur því bæði, að það verður að teljast fjárhag vor- um ofvaxið, og að það væri varla fyllilega réttmætt, þótt fært væri fjár- hagsins vegna, enda liafa nágranna- þjóðir vorar bersýnilega fylgt þeirri reglu um launin við hin æðri em- bætti, að sníða stakkinn eftir vexli, og virðist það vera á gildum rökum bygt. Mikill hluti launanna við hin æðri embætti er í raun og veru greiddur

x

Elektron

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.