Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 6

Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 6
20 E L E K T R 0 N fyrir þá ábyrgð, og þann vanda, sem þeim embættum fylgir, og hlýtur því upphæð þessara launa að fara all- mikið eftir því, hve mikill þessi vandi og ábyrgð er. Hinum æðri em- bættum í hverri stjórnargrein fylgir umsjón með og ábyrgð á störfum annara embættismanna. Nú gefur það að skilja, að þar sem fjölmennið og fjölbreytnin er meira, því meiri á- byrgð og umsvif hljóta að fylgja hin- um æðri embættum í hverri grein. Þessi embætti verða því ábyrgðar- meiri og vandasamari í fjölmennari löndunum, enda virðist £vo, sem launin hjá Norðurlandaþjóðunum fari nokkuð eftir þessu. Þessi laun eru yfirleitt hæst í Svíþjóð, þarnæst Dan- mörku, en lægst í Noregi* i 1). Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir þeim meginatriðum, sem nefndin hefir lagt til grundvallar fyr- ir tillögum sínum um launin, og öðru því, sem hún jafnframt liefir haft hliðsjón af. Samkvæmt þessu hefir ekki orðið hjá því komist, að hækka launin talsvert, eftir því sem augljóst varð við athugun nefndarinnar á málinu, að á þótti vanta til þess, að núverandi laun gætu fullnægt þeim kröfum, sem óhjákvæmilegt virðist að gjöra, en þær eru samkvæmt framansögðu þessar: að embættismaðurinn geti lifað sóma- samlega af laununum, að embættismenn fái endurgoldinn þann kostnað, sem ætla má, að 1) Til dæmis má nefna: Laun skrif- stofustjóra í stjórnarráðum Norðurlanda eru: í Svípjóð 8100 kr.; í Danmörku byrj- unariaun 4000 kr., hæstu laun 5500 kr.; i Noregi 4000 kr. Laun yfirréttardómara eru: f Svipjóð (Svea og Göta Hofrátter) byrjunarlaun 7000 kr., hæstu laun 8700 kr.; i Danmörku (Landsover- samt Hof- og Statsretten) byrjunarlaun 3200 kr., hæstu laun 4800; í Noregi (Overretten i Trondhjem) 4000 kr. þeir jafnaðarlega hafi orðið að leggja fram, til að búa sig undir embættið, að embættismaðurinn geti trygt sér nokkurn lífeyri sér til styrktar, ef hann þarf að sleppa embætti fyr- ir elli sakir eða vanheilsu, að tekið sé í laununum hæfilegt til- lit til þeirrar ábyrgðar og vanda, sem embættinu fylgir. Á þessum almennu kröfum, eru fyrst og fremst bygðar tillögur nefnd- arinnar í eftirfarandi frumvarpi. Auk þess hafa að sjálfsögðu ýmsar sér- stakar ástæður orðið að koma til greina, við hin einstöku embætti eða ílokka embætta, og gjörð grein fyrir þeim í athugasemdum við frumvarpið. eftir 0. B. (Framh.) 54. Maður getur hugsað sér út- breiðslu rafmagns og segulmagns- spennanna eins og ölduhreyfingu í lygnum polli. Hreyíingin helst í ein- um depli, og myndast ölduhringir út frá honum. Ef við athugum þessa hringa, munum við sjá, að ölduhrygg- irnir verða ávalt lægri og lægri, eflir því sem utar dregur, og hverfa að lokum. Sama á sér stað með raf- regulmagnsöldurnar; þær breiðast út frá fálmurunum, í allar áttir, og fara síþverrandi eftir því sem þær fjar- lægjast þá. 55. Öldulengdina1) má reikna út með því að margfalda saman sveiflu- tímabilið og útbreiðsluhraðann. Öldu- 1) Öldulengd er sú leið, sem aldan kemst út frá fálmurunum á þeim tíma, sem svarar einni sveiflulengd fram og aftur hjá víxlstraumnum í fálmurunum.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.