Elektron - 01.03.1917, Side 14

Elektron - 01.03.1917, Side 14
24 ELEKTRON . einfaldan hátt í samband við mið- stöðvarstúlkuna, sem þeir segja til númersins og setur hún þá i sam- band við umbeðið númer á sama hátt og notendur við alsjálfvirkar stöðvar gera sjálfir. Skifta afgreiðsl- an er að þvi leyti frábrugðin hinum, að línurnar liggja eigi beint í velj- arana, heldur eru þær með endur- nýjurum (relais) settar í samband við sérstakar bæjarlínur (Þjóðverjar kalla þær Stammleitungen) og eru gegnum þær gefin sambönd milli kerfanna. Við athugun lítilla kerfa er gott að skifta þeim í tvo flokka eftir eðli þeirra. í öðrum flokki eru þau kerfi sem eingöngu er gefið sam- band um innan þeirra sjálfra, og í hinum þau sem hafa viðskifti við borg í nágrenninu, innanbæjar og langlínur. Astæðurnar fyrir breytingu slíkra kerfa úr handstarfræktum í sjálfvirk eru: Ef óhjákvæmilegt yrði annars að fjölga starfsmönnum að mun, eða ef húsakynni leyfa ekki að handstarf- ræktar stöðvar séu stækkaðar — sjálf- virkum vélum er altaf hægra að koma fyrir i hliðarherbergjum, eða þegar aukning talsímaviðskiftanna gerir nauðsynlegt að flytja stöðvar úr lægra flokki upp i hærra. Samanburður á handstarfræktum og sjálfvirkum stöðv- um verður þeim sjálfvirku í hag. Jþað sem sparast í fólkshaldi nægir til vaxta og afborgana af höfuðstólnum (12°/o). Boglinuyfirlit yfir viðskiftin hvern dag, hafa verið gerð við stöð sem hefir sérstaklega mikil viðskifti út á við og sýna þau flest, að hand- starfrækslan er ekki heppileg. Rann- sóknir þessar um »tekniska« og fjár- hagslega kosti sjálfvirku starfræksl- unnar eru ekki nærri því á enda ennþá. [Ann. d. P. T. T.]. Sjálfvirkur talðími í Ítaiíu. — Nefnd sem hefir haft til íhugunar, hvort breyta skyldi talsímakerfi Róma- borgar í sjálfvirkt, hefir gefið út álit silt á því máli. Hefir nefndin haft fyrir sér eitt kerfið í Róm, sem sett var upp árið 1913 og hefir 2000 not- endur. Þriðji hluti kerfis þessa er hálfsjálfvirkur. Um reynslu þessa kerf- is farast nefndinni m. a. svo orð: »Frá verkfræðislegu sjónarmiði hefir það reynst vel; notendum hefir ekki veizt neitt erfitt að fara með áhöldin og hafa kunnað mjög vel við nýja kerfið; meira að segja þeir hafa látið í ljósi, að þeir myndu öllu heldur hafa alsjálfvirk heldur en hálfsjálf- virk áhöld. Bilanir og aðrar truflanir miklu minni heldur en við handstarf- rækt. Þær, sem fyrir hafa komið hefir oftast nær verið hægt að lagfæra mjög fljótlega. Notendáhöldin áhyggileg og sterk og miðstöðvaráhöldin ekki eins viðkvæm og við mætti búast«. Nefnd- in hefir borið saman sjálfvirkt mið- stöðvarkerfi og handstarfrækt mið- stöðvarvirkiskerfi, frá fjárhagslegu sjónarmiði, og hefir sá samanburður orðið al- og hálfsjálfvirku kerfunum í vil. Það er þó ýmislegt, sem mælir á móti sjálfvirkum áhöldum, t. d. þetta: notendur kunna ekki vel við að skifta um kerfi og að þeir eiga erfitt með að fara rétt með veljara kringluna, en það kemur til leiðar óreglu á afgreiðslunni. Með því að sjálfvirkt kerfi getur haft miklu fleiri miðstöðvar, er uppsetningarkostnaður á því miklu minni heldur en á hand- starfræktu, þó að áhöldin séu dýrari, því að þá sparast svo mikið í linum og eins í húsnæði. Starfrækslan verð- ur langtum ódýrari með sjálfvirku kerfi heldur en handstarfræktu; ef miðað er við jafn stórt kerfi og Róma- borgar, sem hefir um 13000 notend- ur, er árlegur kostnaður á hvern notanda í hinum ýmsu löndum þessi:

x

Elektron

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.