Elektron - 01.03.1917, Page 18

Elektron - 01.03.1917, Page 18
28 ELEKTRON færðist penninn til hliðar á sívaln- ingnum og mynduðust þannig mis- jafnlega langar öldur (í samræmi við Morse-merkin). Tilraunir þessar eru bygðar á kenningum Dr. Albert Ab- rams, um áhrif veiks, og hér um bil til ómælanlegs rafmagnsstraums á lík- ama mannsins; en þó sérstaklega magann. Hefir hann komist að því meðal annars, að maginn er langtum næmari fyrir veikum rafmagnsstraumi eða hleðslu, heldur en næmasti straummælir. Forgangshraðsamtöl hafa verið stofnuð við landssímann, eins og um- burðarbréf nr. 11 ber með sér. Eru þau til orðin vegna vandræða þeirra sem oft eru á að ná sambandi þegar mikið er að gera á línunum. Ófrið- urinn hefir valdið því, að símavið- skiftin hafa aukist gífurlega og eru orðin miklu meiri en línurnar geta borið, en sökum erfiðleika sem stafa af ófriðnum hefir eigi verið unt að fjölga línum sem þyrfti. Hafa menn því oft orðið að bíða stundum sam- an eftir að fá áríðandi samtöl, því að um þann. tíma sem viðskiftin eru mest, dugar lítið að biðja um hrað- samtöl. Þess vegna hafa þessi for- gangshraðsamtöl verið stofnuð og ganga þau fyrir öllum samtölum nema stjórnarsamtölum og þjónustu- samtölum. Gjaldið fyrir þessi for- gangshraðsamtöl, er tífalt venjulegt talsímagjald, því eigi er ætlast til að þau verði notuð nema í brýnustu nauðsyn. Blöð og tímarit. [Framvegis munum vér birta hér i blaðinu skrá yflr siðustu meðtekin raf- magnsfræðileg blöð og timarit, ásamt yf- irliti yfir helztu greinarnar í peim. í skrána verða þó aðeins tekin þau blöð, er vér fáum í skifti fyrir Elektron]. íslcnzk: Timarit Verkfrœðinga/élags fslands; Reykjavík — I. árg. 4. hefti: Ásgeir Torfason. Brýr á íslandi. Die Diesel maschine (Dieselmótorinn). Flóaáveitan. Dönsk: Dansk Telegraftidende; Köbenhavn. — 19. ág. 1. tbl.: Gamle Tider og nye paa Hovedtelegrafstationen. Kablet; Köbenhavn. -— 5. árg. 1. tbl. Ensk: The Telegraph and Telephone Journal; London. — 3. árg. 28.-29. tbl. The New Postmaster-General. Some Apprehensions and a Moral, III. Control by Statistics. Telegraphic Memorabilia. London Tele- phone Service Notes. Professor Fleming on Long-Distance Telephony. Telephone System in Belfast. Editorials. Technical Training in the Post Offlce. Some Appre- hension and a Moral, IV. Should the Phonogram Room be Staffed by Telé- phonists or Telegraphists. Telephone Development in Russia and Scandinavia. Telegraphic Memorabilia. Editorials: Education; Rural Telephones. Women’s work in the Post Office. Þýzk. Telegraphen- u. Fernsprech-Technik; Berlin. — V. árg Nr. 19: Die Abglei- chung kiinstlicher Kabel im Gegensprech- betriebe; Eigenchaften der Hitzspulen- Feinsicherungen fúr Fernsprechleitungen; Ueber Vorausberechnung der mittleren Lebensdauer und des Abfallverlaufes bei Schwellen und Siiulen; Versuche auf der drahtlosen Station Darien; Neue Unter- suchun^en úber den Erdleitungswider- stand; Priizisionswiderstande fúr hoch- frequenten Wechselstrom; Tödlicher Unfall bei 220 V Wechselstrom. Leiðrétting. Misprentast hafði i siðasta blaði á 13. bls. síðari dálk, 13. 1. a. n. Kristíana Blöndahl, en á að vera Kristjana Blöndal. Á sömu bls., sama dálk, 1. 1. a. n. Kristi- önu í stað Kristjönu. Frentsraiðjan Gutenberg.

x

Elektron

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.