Elektron - 01.09.1918, Blaðsíða 5
ELEKTRON
--—. Málgagn I'\ I. S. =-
IV. árg.
lteykjavík, Septemher 1918.
9. tbl.
Elektron.
Geöð út til útbreiðslu rafmagnsfræði.
Verð 3 kr. árgangurinn, er borgist
fyrir 1. júlí ár livert.
Afgreiðslu og innheimtumaður
Sigurgeir Björnsson
lanclssímastöðinni í Reykjavík.
Rit- og umlirbúningsnefnd:
Frb. Aðalsteinsson og
Otto Jörgensen.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gunnar Schram. Sími 474.
Utanáskrift blaðsins:
Box 575, Reykjavik.
EFNISYFIRLIT: Simritunarskólinn. — Stafrof
^afmagnsfræöinnnr. — Einkennileg sæsiniabilun.
Molar. — Einkennisslafir símamanna. — Um-
Intrðarbréf.
SOMMAIRE: L’école de télégrapliie. — L’ A. R.
0. d’éléctroteclinique. — Singuliaire interuption de
e«»l>le sous-marin. — Ca et lá. -- Signatures des
telégrapiiiests. -- Circulaires.
Símritunarskólinn.
Eins og getið hefir verið um í
Elekt ron, þá slarfaði símritunarskól-
lnn í 3 mánuði í fyrra velur, frá 1.
febr. til aprílloka og mun hann verða
setlur aftur 1. okt. n. k.
Er það gleðilegt fyrir símamanna-
stéttina, að hafa nú loksins fengið
þennan skóla, því hans hefir verið
saknað í mörg ár. í öðrum löndum
hafa flest hin slærri símafélög sér-
stakan skóla fyrir menn þá, sem
8anga í þjónustu þeirra, því þau liafa
fyrir Iöngu séð, að hér gilda sömu
reglur sem annarstaðar, að því betri
mentun sem símamenn fá í sínu fagi,
því betur leysa þeir starf sitt af hendi.
Þótt þelta hafi oflast haft einhvern
koslnað í för með sér, þá hafa þau
séð að hann er hverfandi lijá þeim
gróða, sem aukin menlun símamanna
gefur. Er þess að vænta að landssim-
inn spari hvergi við skóla þennan,
en reyni að vanda til hans að öllu
leyti sem best, því með því eina móti
getur hann komið að tilætluðum
notum.
Hingað til hefir kensla í símritun
og annari símaafgreiðslu við lands-
símann verið mjög ábótavant. Menn
hafa verið teknir á landssímann til
náms, en kenslan hefir farið fram á
stöðvunum og hafa menn fengið þar
tilsögn og æfingu í því verklega, en
kensla í bóklegu hefir engin verið.
Einnig hefir það oftasl brunnið við,
að menn liafa verið látnir vinna áð-
ur en þeir hafa fengið fulla æfingu,
en það hefir oft orðið til þess að
eyðileggja manninn um lengri eða
skemri tíma, því að ef simritarar eru
látnir vinna of iljólt, ber oftast á því
að þeir verða »nervöser« og missa
það vald yfir Ij'klinum, sem þeir þeg-
ar haía fengið, og ef þeir fá ofþreytu
í handlegginn getur það orsakað
krampa.
Eins og drepið var á, fengu menn
enga lilsögn i því bóklega og urðu
því þeir, sem höfðu löngun til að
vita »ganginn í því«, að hafa fyrir
því sjálfir, en það hefir verið erfitt,