Elektron - 01.09.1918, Blaðsíða 6
66
ELEKTRON
bæði sökum þess að slæmt liefir ver-
ið að ná í hæfilegar bækur, og eins
liins, að enginn hefir verið til tilsagn-
ar. En úr öllu þessu á nú símritun-
arskólinn að bæta. Er hann sniðinn
eftir fyrirkomulagi samskonar er-
lendra skóla, og eru öll áböld bans
hin besti. og fullkomnustu.
Aðal námsgreinarnar, sem kendar
verða á skólanum eru: að senda með
morselykli, taka á móti skeytuin eft-
ir pappír og lieyrn, »perforera« með
Wheatstone’s Perforator, afskrifa
Wheatstone’s skeyti, afhending skeyla,
rafmagnsfræði, ritsímafræði, talsíma-
fræði, innlend og alþjóða reglugjörð
og franska.
Þegar nemendurnir hafa fengið
nægilega æfingu í ritsímaafgreiðslu,
verða þeir íátnir æfa sig tíma og
tima á simaslöðinni í Reykjavik. Skil-
yrði fyrir inntöku í skólann er, að
viðkomandi hafi óllekkað mannorð
og hafi lokið gagnfræðapróli, eða
notið þeirrar mentunar, sem sam-
svarar því prófi og að hann sé á
hæfilegum aldri, (17—21 árs). Enn-
fremur verður liann að bafa læknis-
vollorð, um að hann sé ekki haldinn
af neinum næmum sjúkdómi, sem
gæti orðið honum til tálmunar, eða
skaðlegur hinum nemendunum. Kensl-
an fer fram ókeypis. Skólinn tekur
ekki við fleiri nemendum en úllit er
fyrir, að landssíminn geti veitt at-
vinnu bjá sér. Að aíloknu prófi, verð-
ur nemendunum veilt starf við lands-
símann jafnóðum og stöður losna.
Skólinn mun vanalega eiga að standa
yfir í 7 mánuði á ári, frá 1. okt. til
30. apríl, og verða kensluslundir 6
á dag. í velur var kent frá kl. 9—12
f. m. og 4—7 e. m., en vér teljum
það óheppilegan tíma og hyggjum að
betra væri að hafa hann l. d. frá kl.
9—12 og 1—4, því með því móli
verður mönnum drýgii dagurinn.
Kennarar skólans auk skólastjór-
ans Friðbjarnar Aðalsteinssonar, eru
þeir, O. B. Arnar, og Adolf Guð-
mundsson frönskukennari. Á skólan-
um voru 5 nemendur í fyrra, þeir
Guðmundur Jónmundsson, Kristinn
Baclimann, Iíristinn Guðbrandsson,
Sigurður Dahlmann og Snorri Björns-
son. Var þeim í sumar skift niður á
rilsímastöðvarnar R. Sf. og Sg. Halda
þeir áfram námi í vetur og munu
ganga undir próf í vor.
Er vonandi að símritunarskólinn
geli að fullu bætt úr því mentunar-
leysi sem símamenn hingað til hafa
haft i sínu fagi, svo að eftir nokkur
ár standi íslenzkir simamenn ekkerl
að baki stéltarbræðrum sínum í öðr-
um löndum livað það snertir.
Stafrof rafmagDsfræflinnar.
Eftir Otto B. Arnar.
(Frh.). ----
BREYTISTRAUMUR.
13. mynd sýnir nokkrar kraftlínur
með þeirri stefnu er örvarnar sýna.
1, 2, 3 og 4 er leiðsla sem við sjá-
um í endann á og hreyfist í kraft-
línasvæðinu. í fyrstu stöðunni lireyf-
ist leiðslan samhliða kraftlínunum,
og framleiðist þá enginn straumur í
henni, því að þá sker hún enga
þeirra. Eftir því sem hún nálgast
aðra stöðuna eykst kraftlínafjöldinn,
sem liún sker á sekúndunni og nær
sá fjöldi hámarki sínu við 2. Á leið-
inni til þriðju stöðunnar minkar aft-
ur kraftlínafjöldinn sem hún sker á
hverri sekúndu og kemst við 3 niður
í lágmark silt, byrjar þá aftur að
aukast og nær hámarki sínu aftur
við 4. Straumur sá er myndast hefir
við þetta, í leiðslunni, er táknaður
j