Mjölnir - 11.01.1950, Blaðsíða 1
o ^^
2. tölublað.
Miðvikudagur 11. janúar 1950.
13. árgangur.
Bæjarmátestefnuskrá
Sósíalistafélagsitis á Siglufirði fyrir kjertímabii 1950—1054,
Sósíalistar telja, að foöfuðverkefni bæjarstjórnar Sigluf jarðar næsta kjör
tímabil verði að uppræta þá óreiðu og það öngþveiti, sem nú ríkir í f jár-
máluni bæjarins og koma þeim á öruggan grundvöll, og að efla atvinnu-
líf ið í bænum.
1. Fjármál bæjarins:
ISósíalistafélagið á Siglufirði tel-
ur, að fyrsta verkefni bæjarstjórn-
arinnar á kjörtímabilinu 1950-'54
verði að reisa við f járhag bæjarins
úr því öngþveiti, sem hann er nú í.
Fjárhagsáætlanir verði afgreiddar
án tek juhalla. Kappkostað verði um
að undirbúa þær vel og framfylgja
hinum ýmsu liðum þeirra. Unnið
verði að því að fá útsvarslöggjöf-
inni breytt í það horf, að allur at-
vinnurekstur í bænum verði út-
svarsskyldur og að aukinn verði
sem mest atvinnurekstur, sem gefi
bæjarf élaginu tekjur og tryggi at-
vinnu bæjarbúa. Útgjöldum bæjar-
ins verði stillt í hóf og kappkostað
um að f ara sem gætilegast með f é
bæjarins. Forðast skal að íþyngja
mönnum með útsvarsálögum, en
lögð áherzía á að innheimta álögð
útsvör sem bezt.
2. Atvinnumál:
Næsta stórverkefni, sem liggur
f yrir bæjarst jórn, er að byggja upp
innri höfnina og reisa þar nauð-
synleg mannvirki. Lögð verði rík
áherzla á að f á hentugt dýpkunar-
tæki. Dráttarbrautin verði fullgerð
og tekin í notkun fyrir vorið. Rík
áherzla verði lögð á að bæta skil-
yrði til móttöku fiskjar, söltunar
og hraðfrystingar, og athugaðir
möguleikar fyrir fiskþurrkun, er
raforka verður fyrir hendi, ,og til
aukinnar þorskútgerðar.
Kappkostað verði um að f á síðari
vélasamstæðuna í rafstöðina við
Skéiðsfoss á tilsettum tíma. Þar
sem full nýting stöðvarinnar er
eini möguleikinn til þess að virkj-
unin geti borið sig f járhagslega,
— Einnig verði kappkostað um
að endurbæta innanbæjarkerfið
örugglega, m.a. með því að leggja
raf taugarnar í jörðu.
Fylgt verði fast eftir umsókn
bæjarstjórnarinnar um einn hinna
10 togara, sem ríkisstjórnin er að
láta smíða} ^Bretlandi, Unnið verði
að því á k jörtímabilinu að f á til bæj-
arins a.m.k. 10 góða og hentuga
þorskveiðibáta. Fyrsta skrefið í þá
átt verði, að bærinn kaupi tvo góða
báta og selji þá hér í bænum, ef
kaupendur f ást, en reki þá ella sjálf
ur. Unnið verði af alefli að því, að
reist verði hér lýsisherzluverk-
smiðja, tunnuverksmiðja og niður-
suðuverksmiðja auk annars iðn-
aðar, sem hagkvæmur þætti.
Vinna ber að aukinni gatnagerð
eftir því sem fjárhagur bæjarins
leyfir. Bærinn stuðli að því að reist-
ir verði verkamannabústaðir með
allt að 30 íbúðum og greiði fyrir því
með útvegun lóða og á annan hátt,
sem nauðsynlegt þykir.
3. Menntamál: Með tilliti til þess
að gagnfræðaskólinn býr við ger-
samlega ónothæf húsnæði og barna
skólinn við ófullnægjandi húsnæði,
verði kappkostað um að reisa svo
fljótt sem aðstæður leyfa hús yfir
báða Sjkólana. Bókasafn bæjarins
skal bætt eftir föngum.
4. Heilbrigðismál: Reist verði
nýtt s júkrahús og lögð áherzla á að
fá til þess úr ríkissjóði sama styrk
og veittur er til fjórðungssjúkra-
húsa. Athugaðir verði möguleikar á
því að taka gamla sjúkrahúsið fyrir
elliheimili.
5. Hitaveita:- Kappkostað verði
um, að bærinn fái eignarrétt á jarð-
hitasvæðinu í Skútudal og síðan
framkv. þar jarðboranir og rann-
sóknir með nýtingu fyrir augum.
6. íþróttamál: Sundlaugin verði
gerð nothæf fyrir vorið og hún full-
gerð innan tveggja ára. Unnið verði
að því, í samráði við íþróttafélög
bæjarins, að koma upp íþróttasvæði
á hentugum stað.
7. Mjólkurbú bæjarins: Stuðlað
verði að meiri ræktunarf ramkv og
fullkominni tækninotkun á mjólk-
urbúi bæjarins með það fyrir aug-
um, að réksturinn verði eins hag-
kvæmur og náttúruskilyrði levfa.
Hörmulegt sjóslys |
Mótorbáturinn Helgi frá Vestmannaeyjum ferst
á Faxaskeri. —10 menn drukkna.
Mótorbáturinn' Helgi frá Vestniannaeyjum var s.l. laugardag
á ferð frá Reykjavík tií Vestmaiinaeyja, sjóveður var hið versta,
austan rok og brini. Eítir hádegi yar báturinn í vari við Eyjarnar,
en lagði svo á stað tii hafnar og fór Mná venjulegu bátaleið, svo
kaliað Faxasund. Skömmu eftir idtlkkan þrjú um daginn var
Heigi kominn í smidiö við Faxasker og fékk þar á sig stórsjó.
Virðíst svo sem véiin haf i stöðvast, jþví rétt á eitir rak hami upp
á Skerið og brotnaði svo að segja samstundis. Um þetta leyti fór
veður enn versnandi og gerði fárviðri. Björgunartilraunir voru
gerðar, en sökum veðurofsans varð við eklíert ráðið. Loks á mánu-
dag tókst að brjótast á björgunarbáti út í skerið, fundust þar tvö
lík.
Á Helga voru 10 menn, þ.á.m. tveir Siglfirðingar, þeir Arnþór
Jóliannisson og Gísli Jónasson, sjö menn voru frá Vestmannaeyj-
um en einn frá Ölafsfirði.
Öll þjóðln er harmi lostin útaf þessum sorglega atburði, og
þá ekki sízt Siglfirðingar, sem sjá hér á bak tveim góðum drengj-
um, dugnaðar og atorkumönnum, sem mikill skaði er að missa.
Mjöhiir vottar aðstandendum hinna látnu sjómanna
samúð sína og hluttekningu í sorg.þeirra.
GREINARGED með bæjarmálastefnuskrá
Sósíalistafélagsins á Siglufirði.
Fyrst í stað hlýtur aðalverk-
efni bæjarstjórnarinnar að
verða yiðreisnarstarf. Sam-
stjórn kratanna, íháldsins og
Framsóknarflokksins á Siglu-
f jarðarkaupstað undanfarið, s—
undir forustu Gunnars Vagns-
sonar, hefur verið með slíkum
endemum, að sííks eru ekki
dæmi annarsstaðar. Eftir íþessa
happasnauðu samstjórn hinna
þriggja flolkka er svo komið, að
Sigluf jarðanbær er í vanskiium
við aliar peningastofnanir og
flesta, sem hann hefur haft við-
skipti viðv Það hefur verið
ibruðlað með fé bæjarins í full-
komnu ábyrgðarleysi, útsvör og
önnur bæjargjöld verið illa inn-
heimt. Stórefnuðum mönnum
hefur liðist að greiða ekki út-
svör sín en aftur á móti gengið
hart að verkamönnum. I stuttu
máli sagt: Svo illa er nú komið,
að takist eklki að fá strax 1200
til 1500 þúsund króna lán, verð-
ur trauðla komist hjá bæjar-
gjaldþroti. En þó iánið fáist, og
ibæjargjaldþroti verði forðað í
bili, þá tekur það langan tíma,
með sparneytinni og ráðdeildar-
samri stjórn að koma fjárhag
bæjarins í viðunandi horf, með-
an það viðreisnarstarf stendur,
verður ekki hægt að ráðast í
neinar framkvæmdir að ráði. —
Það er brýn nauðsyn, að undir-
toúa betur f járhagsáætlanir en
gert hefur verið undanfarið og
ieggja niður þann sið, sem tek-
inn var upp 'í tíð G. Vagnssonar
að fara ekkert eftir fjárhags-
áætiun í fjármálastjórn bæjar-
ins.
Það verður naumast ran
deilt, að það er höfnin, sem er
fjöregg Siglufjarðar fjárhags-
lega. Þess yegna verður upp-
bygging innri hafnarinnar að
ganga fyrir öllu öðru þegar til
einhverra framkvæmda kemur,
en skilyrði til þess að hægt sé
að byggja upp innri höfnina er
að höfnin eignist sjáif hentugt
dýpkunartæki. Auðvelt mun að
fá slík tæki keypt erieridis, og
það þolir enga bið að hefjast
handa um það mál. Strax verð-
ur #að ganga endanlega frá
skipulagi innri hafnarinnar og
gera þar ráð fyrir aðstöðu til
stóraukinnar þorskútgerðar, —
viðleguplássi fyrir fiskibáta, —
söltunarhúsi og hraðfrystihúsi.
Þá er sjálfsagt að láta fara
fram ítarlega rannsókn á hvort
tiltækilegt þætti að koma upp'
fiskþurrkunarihúsi, þegar stækk
un rafveititnnar væri iokið og
raforka væri fyrir hendi.
Starfræksla .sliks fyrirtækis
útheimtir mikla vinnu, og það
myndi einmitt verða á þeim
it'íma árs, sem atvinna er hér
minnst. 1 eins miklum siglinga-
og útgerðarbæ og Siglufirði, er
það ekki vanzalaustaðhafaenga
dráttarbraut. Nú er bygging.
litlu dráttarbrautarinnar norðan
hafnarbryggjunnar að verða
iokið, þessa dráttarbraut verð-
ur að notast við næstu áxin, en
það þarf stráx að taka álkvörð-
un um rekstur hennar og undir-
búa hann. Er þá hægt, ef strax
er að þessu gengið að hefja
óhindi^aða starfrækslu dráttar-
brautarinnar fullgerðrar fyrir
vorið. Það hafa verið fest kaup
á síðari vélasamstæðunni tii
Skeiðsfossorkuversins og málið
er nokkuð undirbúið, en eins og
flest annað hjá þeim bæjar-
stjórnarmeirihluta, sem stóð að
ráðningu G. Vagnssonar, er mál-
ið þá hvorki heilt né hálft. Ber
brýna nauðsyn til að ta'ka það
öðrum ogfastari tökum, enda
er stækkun rafveitunnar eina
leiðin til að hún geti borið sig,
um leið er það skilyrði fyrir
auknum iðnrekstri í bænum. En
um leið og stækkunín er fram-
kvæmd, þarf einnig að hugsa
fyrir endurbótum á raftauga-
Ikerf i bæ jarins, sem nú er í hinu
mesta vandræða ástandi.
Það stefnuskráratriði sósíal-
ista, við þessar kosningar, að
bærinn kaupi einn hinna nýju
togara og tvo góða fiskibáta, er
. (Framhald á 4. síðu)