Mjölnir


Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 26.07.1950, Blaðsíða 1
o ^ 22. tölublað. Miðvikudagur 26. júlí 1950. 13. árgangur. alýdssamtökin einhuga um að leggja út í kaupgjaldsbaráttu Stjórn Alþýðusambands tslands leggur til að sambandsfélögin segi nú þegar upp kjara- samningum með kauphækkanir f yrir augum. — Stjórn Baridalags starfsmanna ríkis og bæja lýsir einróma óánægju yfir vísitölufölsun ríkis- stjórnarinnar. St jórn Fulltrúaráðs verkalýðsf él. í Reykjavík hvetur til þess að kölluð verði sam- an ráðstefna allra verkalýðsfélaga til að tryggja fullkomið samstarf í baráttunni. — Stjórn Al- þýðusambands Norðurlands hefur lýst yf ir sam- þykki sínu við tillögu Alþýðusamb. íslands. Samþykktir stjórn- ar A. S. í. Hér fer á eftir yfirlýsing stjórnar Alþýðusambandsins: „Með því að ríkisstjórnin hef ur með bráðabirgðalögum ákveB ið, að kaupgjald fyrir túnabilið 1. júlí til ársloka s'kuli reiknað út nieð vísitölunni 112, enda iþótt vísitala, sem reiknuð væri Flokkurinn * Flokksgjöldin. Félagar! Munið að gera skyldu ykkar við Sósíalistafloklkinn. Til iþess að starfsemin geti hald- ið áfram, er áríðandi að flokksgjöldin séu greidd, Minnist þess næst, þegar þið fáið útborgað og komið við í félagsskrifstofunni, Suður- götu 10 og greiðið gjald ykkar. *k Þjóðviljahappdrættið. Enn er mikið . af miðáblolkkum eftir á skrifstofunni. Komið og takið blokkir. Því ifleiri sem hafa blofckir að selja, því fleiri miðar seljast. Marg ar hendur vinna létt verk, og marlkmið okkar er að selja alla þá miða, sem okk- ur var ætlað að selja, svo tryggt verði að happdrættið J gefi tilætlaðan árangur. '* Samsærið mikla gegn Sov étríkjunum. Enn eru nokk- ur eintök óseld af bókinni Samsærið miikla gegn Sovét- ríkjunum. Tryggið ykkur eintak í tíma og veitið ykk- ur sem fyrst þá óblöndnu ánægju, sem það er að lesa Iþessa ibók. samkvæmt fyrirmælum 3. gr. iaga um gengisskráningu o. fl. só allmiklu hærri, þá ítrekar miðstjórn sambandsins fyrri samþykkt sína varðandi þetta mál og leggur til, að sambands félögin segi nú þegar upp kjara samuhigum sínum með kaup- hækkanir fyrir augum. Þá lýsir miðstjórnin yfir því, að hún er algerlega samþykk þeirri ákvörðun Torfa Ásgeirs- sonar að víkja úr kauplags- nefnd í mótmælaskyni við hin einstæðu vinnubrögð ríkisstjórn arinnar og meirihluta kauplags nefndar í þessu máli, enda mun sambandsstjórn eltki tilmefna annan mann í kauplagsnefnd í hans stað. Jafnframt óskar miðstjórnin þess, að Torfi Ásgeírsson vinni áfram að því fyrir Alþýðusam- bandið að fylgjast með kaup- gjaldi og verðlagi og reikna út, hvað rétt framfærsluvísitala á að vera á hverjum tíma." „Miðstjórnin samþykkir að leita samstarfs við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, og Farmanna- og fiskimanna sambands íslands, vegna þes að vísitala framfærslukostn- aðar fyrir júlí-mánuð hefur með lögum Verið ákveðin 112 stig, þótt hún samkvæmt réttum forsendum eigi að vera miklu hærri." Samþykkt stjórnar 6. S. K. B. A stjómarfundi B.S.R.B., er haldinn var 20. þ. m. í Reykja- vík, var eftirfarandi samþykkt gerð einróma; „Stjórn B.S.R.B. íýsir óá- nægju sinni yfir þeirri ákvörð- un meirihluta Eauplagsnefndar að vísitala f yrir júlímánuð skuli vera 109 stig, en það myndi þýða, að uppbót á laun vegna gengislækkunarinnar yrði að- eins 5% til áramóta. Þessi ákvörðun mun byggð á akvæðum laga nr. 56 1950 um hámark húsaleigu. Stjórn B.S. R.B. telur að Iög þessi séu og muni vera óframkvæmanleg þannig að þau geti ekki haft teljandi áhrif á raunverulega húsaleigu. Beinir stjórnin því þeirri áskorun til Kauplags- nefndar að útreikningur vísitöl- unnar verði endurskoðaður, þannig að fullnægt verði þeim kröf um, sem almenningur hlýt- ur að gera um að vísitalan sýni raunverulegan f ramfærslukostn að, eins og hann er á hver jum tíma." Bréf fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 22. þ. m. sendi stjórn full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík miðstjórn A. S. í. bréf það, er hér fer á eftir: „Reykjavík, 22. júlí '50. Miðstjórn Aliþýðusambands íslands, Reykjavík. Stjórn Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík lýsir yfir fullu samþykki sínu við tillögu stjórnar Alþýðusam- bands Islands um að sambands félögin segi upp kjarasamning- um sínum með kaupgjaldsbar- áttu fyrir augum, til þess að svara hinum dæmafáu árásum ríkisstjórnarinnar á lífskjör allra launþega. Með því að hér er um baráttu að ræða, sem snertir allan verkalýð landsihs í heild, og mikið í húfi að hann vinni al- gjöran sigur í þessari baráttu, vill stjórn Fulltrúaráðisns leggja megináherzlu á, að allt verði gert sem unnt er, til þess að tryggja fullkomna einingu verkalýðsins um allt land, þeg- ar frá upphafi. 1 þvi skyni viU stjórn Full- trúaráðsins leggja til, að stjórn A.S.l. kalli þegar í stað saman ráðstefnu allra þeirra verkalýðs félaga, sem geta sent fulltrúa með sem skemmstum fyrirvara og séu fulltrúarnir kjörnir af stjórnum félaganna. Við teldum rétt að verkefni ráðstefnunnar yrði fyrst og (Framhald k 4. síðu) BRÆ9SLUSÍLDARAFLINN S. I. laugardagskvöld kl. 24 var bræðslusíldaraflinn orðinn 103.494 hl. A sama tíma í fyrra var liann rúmlega 33 þús. hl. Höfðu 159 skip með 157 nætur fengið þennan afla, en allmörg skip voru ekki komin á skrá. Eftirtalin 17 skip höfðu yfir 1000 mál og tunnur: Helga, Reykjavík 2908 Fagriklettur, Hafnarfirði 2198 Skaftfellingur, Vestm.eyj. 2124 Stígandi, Ólafsfirði 1780 Fanney, Reykjavík 1520 Edda, Hafnarfirði 1487 Björgvin, Dalvík 1360 Snæfell, Akureyri 1328 Ingvar Guðjónsson, Akúr. 1291 Einar Þveræingur, Ólafsf. 1258 Guðm. Þorlákur, R.vík. 1250 Súlan, Akureyri 1218 Hilmir, Keflavík 1180 Hvanney, Hornafirði 1154 Haukur I., Ólafsfirði 1150 Garðar, Rauðuvík 1148 Sigurður, Siglufirði 1024 Frá laugardegi til kl. 24 í gærkvöldi var landað rúmlega 6000 málum á Raufarhöfn, og voru alls 53,472 mál komin þar á land í gærkvöldi, en hjá S.R. hér á Siglufirði hafði þá aðeins verið landað 968 málum. Síldar verksmiðjan Rauðka var í gær kvöldi búin að taka á móti 3598 málum... . .Aflahæsta skipið mun vera Helga frá Reykjavík. Var hun í gærkvöldi búin að leggja upp 3568 mál hjá S. R. Síldarsöltunin Á mánudagskvöld, miðnætti nam heildarsöltunin 4255 tunn um. Skiptist hún sem hér segir: Djúpavík 30 tn. Húsavík 262 tn. Raufarhöfn 2508 tn. Sigluf jörður 296 tn. Þórshöfn 1116 tn. Hjalteyri 43 tn. Nokkuð var saltað í gær, en blaðið gat ekki í morgun fengið nákvæmar upplýsingar um, hve mikið það var. Voru skýrslur frá nokkrum stöðum ókomnar. Em á Seiðisfirði voru salt- aðar 401 tn., á Dalvík 165, á Siglufirði 111, og 14 á Djúpu- vík. Hvergi veiðiveður Norðan og norðaustan kaldi, rigning og þoka er nú um allt veiðisvæðið og hvergi veiðiveð- ur. Nokkrir bátar fengu slatta við Langanes í gærkvöldi. — Reknetaveiði hefur heldur glæðst að unadnförnu. „Nói" héðan frá Siglufirði fékk ágæt- an afla í gær, og frézt hefur að reknetabátar hafi fengið góða veiði á Húnaflóa í gær. Nýtt fiskileitartæki Fyrir s'kömmu var birt hér í blaðinu frétt um nýja tegund ibergmálsdýptarmæla, sem víða er farið að nota með góðum árangri til fiskileitar. Nú er komið fram á sjónarsviðið ann að tæki til sömu notkunar, nokkurskonar radartæki, sem „sér" jafnvel hina smæstu hluti. Norska blaðið „Fiskar- en" sem er heimild Mjölnis um þetta tæki, segir frá því, að er tækið var reynt við Noreg fyrir skömmu, hafi verið lagður út strengur, sem þrjár smáspýtur voru festar við. Sáust þær igreinilega á aflestrarskífunni, og hnútarnir á strengnum líka! Gerð þessa tækis byggist í aðalatriðum á sömu lögmálum og gerð venjulegra bergmáls- dýptarmæla, en það er m'iklu næmara, og lesið er af á því á móðuglerskífu, líkt og á radar- tæki. Einnig er hægt að setja í samband við það ritunaráhald er ritar dýpið á sama hátt og venjulegir bergmálsdýptarmæl- ar. Hægt er að „sjá" með tæk- inu niður í allt að 600 metra dýpi, og ennfremur má taka með því 15 m. þverskurð í hvaða dýpi sem er innan 600 m. Loíks er hægt að auka og minnka næmi þess. Þannig er hægt að útiloka óviðkomandi hluti, t. d. svif, þannig að þeir komi ekki fram á aflestrar- skífunni. Verð þessa tækis er svipað og verð venjulegs bergmáls- dýptarmælis. ITæki þetta er þýzk uppfinn- ing og er framleitt í Electric Acustic-verksmiðjunum í Kiel, en uppfinningamaðurin.ni heítír Bolzmann. Tækið var reynt í fyrravor í iþýzkum fiskveiðileið angri til Bjarnareyjar, og þótti gefa svo góða raun, að um 60 þýzk fiskiskip hafa útvegað sér Iþað síðan, en auk þess hafa fiskimenn fleiri þjóða reynt það t. d. skýrir „Fiskaren" svo frá, að finnskur síldveiðifloti, sem stundi veiðar við Island í sum- ar, sé búinn þessu tæki. Loks skýrir blaðið frá því, að auk þess sem þýzkir fiskimenn noti tækið til að leita að fiski, noti þeir það til að rannsaka, hve- nær kominn sé svo mikill fisk- ur á lóðir þeirra, að tiltækilegt sé að byrja að draga. LANDNEMINN 2.—3. tölublað er nýkomið út. 1 iþessu hefti er fjölbreytt efni, greinar, sögur, kvæði, raJbb, tvær skopmyndasíður, myndaopna um fundinn við Saxelfi, íþróttaopna, igetrauna- síðan o. fl. Af greinum vil ég sérstakliega nefna 1. maí í Höfn, eftir Ölaf Hauk Árna- son; Daglegt líf í Blindern, öftir Öddu Báru Sigfúsdóttir; Island ögrum skorið, ræða eft- ir Bjarna Benediktsson frá Hof teigi, sem hann flutti á skemmt un Söngfélags verkalýðssam- takanna í Austurbæjarbió 1. mai. Áskrifendur Landnemans eru vinsamlega beðnir að vitja blaðsins í Suðurgötu 10 og er æsíkilegt að þeir greiði yfir- standandi árgang um Ieið.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.