Mjölnir - 10.05.1966, Side 2
Mýtt
í kosningastefnuskrá AlþýSu-
bandalagsins í Siglufirði segir,
að Alþýðubandalagið vilji að
bæjarstjórn leiti samstarfs við
kvennasamtökin í bænum, verka-
lýðsfélögin og atvinnurekendur
um að koma á fót barnadagheim
ili, sem verði rekið mestallt ár-
ið. Þá segir í stefnuskránni, að
Alþýðubandalagið vilji að bæj-
arstjórn athugi möguleika á að
koma upp vöggustofu, og verði
m. a. athugað, hvort gamla
sjúkrahúsið geti komið til greina
í því sambandi.
Kvenfélagið Von hefur um
langt árabil rekið dagheimilið
Leikskála. Hefur sá rekstur út-
heimt mikinn dugnað, fórnfýsi
og ósérplægni. Við þá erfiðleika,
sem við hefur verið að stríða í
rekstri heimilisins síðustu árin
sökum minnkandi aðsóknar og
vaxandi rekstrarkostnaðar, bæt-
ist það, að húsið er orðið gam-
alt og illa farið, og í rauninni
augljóst, að þrátt fyrir góðan
vilja allra, sem að rekstri þess
standa, verður það ekki rekið
mörg ár úr þessu við núverandi
aðstæður.
Þörfin fyrir dagheimili er
engu minni nú en áður, þótt dreg
ið hafi úr síldarsöltun, jafnvel
vaxið, og horfur á að hún muni
enn halda áfram að vaxa. Þált-
taka kvenna í atvinnulífinu fer
vaxandi með hverju ári. Nú í
vetur hafa t. d. tugir húsmæðra
stundað atvinnu í frystihúsum
og niðu'rlagningarverksm'iSj-
unni. Að líkindum mundu enn
fleiri konur vilja stunda vinnu
utan heimilis, ef heimilisstörf,
og þá ekki sízt gæzla ungra
barna, hömluðu ekki.
Það er því líklegt, að hér sé
rekstrargrundvöllur fyrir dag-
heimili, sem rekið væri mestallt
eða jafnvel allt árið. E. t. v.
þyrfti það ekki að geta tekið eins
mörg börn í einu eins og Leik-
skólar hafa tekið yfir söltunar-
tímabilið. En það þyrfti að vera
vel úr garði gert og geta veitt
fullkominn aðbúnað.
Einhver mun segja, að bygg-
ing og rekstur dagheimilis allt
árið kosti mikið fé. En því er til
að svara, að þátttaka kvenna í
atvinnulífinu skapar milljóna-
verðmæti á hverju ári. Bygging
og rekstur dagheimilis er ekkert
annað en nauðsynlegur kostnað-
ur við að gera mæðrum kleift
að halda áfram þessarri verð-
mætasköpun, og auka hana. —
Sennilegast er, að þegar dæmið
er gert upp, sé mikill fjárhags-
legur ávinningur að rekstri dag-
heimila, þar sem eftirspurn eftir
vinnuafli kvenna er einhver að
ráði.
2) — Mjölnir
dag:heinoili
Þar að auki er hér um að ræða
menningar- og mannúðarmál, og
þjónustustarfsemi, sem nútíma-
þjóðfélagi ber að veita þegnum
sínum.
A'lþýðuhandalagið telur, að
það hljóti að vera beint hags-
munamál atvinnurekenda, sem
þurfa á vinnuafli kvenna að
halda að auðvelda konum að
vinna utan heimilisins. Bæjar-
sjóður fær sinn hlut í útsvörum
og opinberum gjöldum af laun-
um kvenna sem annarra. Og það
hlýtur að vera áhugamál laun-
þegasamtakanna, sem hafa kon-
ur .innan vébanda sinna, að kon-
um sé auðveldað að starfa utan
heimilis. Alþýðubandalagið vill
því stuðla að því að allir þessir
aðilar, að viðbættu kvenfélaginu
Von, sem hefur sýnt mestan á-
huga og framtak hvað þetta mál
snertir, taki saman höndum um
farsæla lausn málsins.
Alþýðubandalagið hefur ekki
á takteinum neinar tillögur um,
hvar dagheimili skuli staðsett,
hver skuli teljast eigandi þess,
hvað stórt það skuli vera, hvern-
FIRMAKEPPNI
Skíðafélags Siglufjarðar, Skíða
borgar, fór fram sunnudaginn
17. apríl sl. Alls tóku 70 firmu
þátt í keppninni. Urslit urðu sem
hér segir í þrem efstu sætunum:
1. Starfsmenn Pósts og síma.
Keppandi Jóhann Skarphéðins-
son.
2. Starfsfólk Skattstofunnar.
Keppandi Sigríður Þ. Júlíusdótt-
ir.
3. Trésmíðaverkst. Grundar-
götu 1. Keppandi Kristján
Bjarnason.
Svo sem venja hefur verið tók
blaðið Mjölnir þátt í þessari
keppni og hlaut að þessu sinni
45. sæti, en keppandi þess var
Sverrir Sveinsson.
Fermingargjafir!
T œkifœrisf'jafir!
ÍSLENZK ORÐABÓK
þörf og nauðsynleg
ó hverju heimili.
PASSÍUSÁLMARNIR
viðhafnarútgófa, - skreytt
listavcrkum. - Tilvalin gjöf
handa fermingarbarninu.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
EINAR M.ALBERTSSON
— umboðsmaður —
ig byggingar- og rekstrarkostn-
aðar þess skuli aflað o. s. frv.
Slíkt eru viðfangsefni, sem hlut-
aðeigendum og sérfróðu fólki
ber að fjalla um. Alþýðubanda-
lagið vill aðeins koma málinu
á rekspöl og lýsa fylgi sínu við
það, að bærinn stuðli að bygg-
ingu dagheimilis og leggi til þess
fé, ef um það næst samstaða
áðurgreindra aðila. Skorar Al-
þýðubandalagið á hina flokkana
að gera málið einnig að stefnu-
máli sínu í þessum bæjarstjórn-
arkosningum.
Um síðara atriði þessarrar
greinar í stefnuskránni, rekstur
vöggustofu, er það að segja, að
þar er aðeins gert ráð fyrir at-
hugun á möguleikum. Vel má
vera, að ekki sé grundvöllur fyr-
ir rekstur slíkrar stofnunar í bæn
um, en ekki sakar að það atriði
sé rannsakað.
Kjörorð okkar er:
Trygrgring:
er
nauðsyn
*
Ummt tfNMff M
Ömurlegt ástand viö Siglufjarðarhöfn
Nokkur trillubátaútgerð er
rekin héðan frá Siglufirði, eins
og kunnugt er. Samtals er það
mikið fé, sem bátar þessir hafa
fært að landi og töluvert hefur
útgerð þeirra bætt um hér, í öllu
síldarleysinu. Allur aðhúnaður í
landi er mjög slæmur fyrir þessa
báta og hefði verið mikil nauð-
syn á að bæta úr því, og það
fyrir mörgum árum síðan. Flest-
ir bátarnir hafa róið með hand-
færi, en það er kunn reynzla í
nærliggjandi sjávarplássum, að
það hefði gefið meiri tekjur að
róa hinum stærri trillum með
línu. Hér hafa trillurnar enga
eða mjög slæma aðstöðu til að
róa með línu.
Það er óumdeilanlegt mál, að
hér væri hyggilegt að byggja
nokkrar góðar verbúðir fyrir
þessa báta, þar sem væri gott
beitingapláss með kæligeymslu
fyrir línu og einnig nokkurt sölt-
unarpláss, svo þeir sem vildu
salta afla sinn gætu það.
Ef athugaðar eru aðstæður
með síldarsöltunina, kemur í
ljós, að þær eru síður en svo
glæsilegar. Höfnin fer grynnk-
andi ár frá ári og lítið sem ekk-
ert er gert til að bæta þar úr.
Nú er svo komið, að hin stóru
síldveiðiskip munu hvergi geta
komið að bryggju í sumar lest-
uð við lásævi, undir bökkunum
eða .innan á eyrinni vestanverðri.
Er hörmulegt til þess að vita,
hve erfið aðstaða er nú til að
notfæra sér, ef heppnin yrði með
og hingað bærist eitthvert magn
af síld í sumar.
Þjónusta við bátaflotann er
mikið skilyrði til að hæna báta-
flotann til Siglufjarðar, hér er
mjög gott vélaverkstæði og full-
komið að vélabúnaði, einnig hef
ur það á að skipa ágætum smið-
um. Síðustu ár hefur þetta verk-
stæði, undir forustu Sigurðar
Ellefsen, getið sér gott orð um
allt land og sækjast útgerðar-
menn eftir að koma með báta
sína hingað til viðgerðar, en
slippinn vantar. Væri hér slipp-
ur, sem gæti tekið upp veiðibát-
ana, myndi það skapa gífurlega
mikla vinnu hér, sérstaklega við
hreinsanir og standsetningu milli
vertíða. Þegar núverandi bæjar-
stjóri varð mestu ráðandi um
hafnar- og bæjarmál, var hér til
slippur, sem tekið' gat upp 130
tonna skip, honum hefur ekkert
verið við haldið og nú er svo
komið, að naumast er þar hægt
að taka upp trillubát. Starfræksl-
an þarna hefur verið lögð
niður, og er það mikill skaði.
Því meðan þar unnu 4 til 6 menn
var þó oft hægt að hjálpa bátun-
um þegar með þurfti.
Bæjarstjóri sá aldrei gagnsem
ina af þessari starfsemi, hins veg-
ar lét hann fara fram athugun á
því, eftir að hafa gengið af
gamla slippfyrirtækinu dauðu,
hvort ekki væri hægt að setja
upp mubluverkstæði í gamla
slipphúsinu og notfæra sér þá
vélakost þann, sem þar var fyrir
hendi. Einhverra hluta vegna
varð þó aldrei neitt af fram-
kvæmdum í þessu efni.
Hið ömurlega ástand við höfn
ina ber að saka bæjarstjóra um,
hann hefur verið svo að segja
einráður um flest mál og hann
hefur ætíð sýnt fullkomið skiln-
ingsleysi á málum hafnarinnar.
Þess er því ekki að vænta að
þessum nauðsynlegu framkvæmd
um við höfnina verði komið í við
unandi horf verði núverandi bæj
arátjóri mestu ráðandi næsta
kjörtímabil. En hægur vandi er
að koma í veg fyrir þá ógæfu,
það er aðeins að nokkur nýr hóp-
ur fylki sér um Alþýðubandalag-
ið, svo það komi að 3 bæjarfull
trúum og til þess vantar senni-
lega lítið.
ÁFENGISSALAN
1. jan. til 31. marx 1966.
HEILDARSALA:
Selt í og frá:
Reykjavík kr. 80.385.315.00
Akureyri — 8.011.515.00
ísafirði — 2.786.795.00
Siglufirði — 1.585.970.00
Seyðisfirði — 2.277.380.00
kr. 95.046.975.00
Á sama tíma 1965 varð salan,
eins og hér segir:
Selt í og frá:
Reykjavík kr. 59.680.023.00
Akureyri — 6.290.525.00
ísafirði — 1.790.815.00
Siglufirði — 1.191.020.00
Seyðisfirði — 1.592.291.00
kr. 70.544.674.00
Söluaukning er 34% fyrstu
þrjá mánuði þessa árs miðað
við 1. ársfjórðung í fyrra, en
þess ber að geta, að all-mikil
verðhækkun hefur orðið á áfeng-
um drykkjum frá þeim tíma.
(Frá Áfengisvarnaráði.)
§lIi!!ðBIIIIIB!!flllfllllllllllllllllH
Auglýsið í MJÖLNI