Mjölnir


Mjölnir - 06.06.1967, Side 2

Mjölnir - 06.06.1967, Side 2
ííj" HVAÐ VILL ALÞÝÐUBANDALAGIÐ? Aldrei getfl þeir hstt oð vtlo í sjávarútvegsmálum leggur Alþýðubandalagið höf- uðáherzlu á, áð verðmæti þess afla, sem fluttur er að íandi, verði aukið sem mest með vinnslu áður en hann er fluttur út, og bendir á eftirtaldar ráðstafan- ir í því skyni: 1. Fjölgað verði niðurlagningarverksmiðjum. 2. Söltun á síld verði aukin svo sem tök eru á. 3. Hraðfrysting á sífd til útflutnings verði stóraukin. 4. Komið verði upp fullkomnum niðursuðuverksmiðjum, sem sjóði niður síld og aðrar sjávarafurðir. 5. Byggð verði lýsisherzluverksmiðja. 6. Komið verði á fót nokkrum stöðvum til reykingar á síld og öðrum fiski, sem vel hentar til reykingar. 7. Komið verði á fót fullkominni fiskverksmiðju, sem fram- leiði fiskrétti til útflutnings. 8. Reyndar verði nýjar leiðir til verkunar og pökkunar á saltfiski og skreið, með það fyrir augum að gera fram- leiðsluna verðmeiri. 9. Komið verði á fót tæknistofnun sjávarútvegsins, sem vinni markvisst að hverskonar endurbótum og nýjungum í vinnubrögðum og tækni í hinum ýmsu greinum sjávar- útvegsins, og leiti nýrra aðferða við framleiðslu mat- væla úr sjávarafla. 10. Unnið verði skipulega að því, með 'forgöngu ríkisins, að nýta sem bezt frystihúsakost landsmanna 11. Hafizt verði handa um skipulega og öfluga markaðsleit fyrir íslenzkar framleiðsluvörur og þær kynntar sem víð- ast, ekki aðeins í gömlum markaðslöndum, heldur einn- ig í þeim löndum, sem líklegt er að íslendingar geti átt viðskipti við, þó að það hafi ekki tekizt til þessa. 12. Smíði fiskiskipa sé, gerð að fastri framleiðslugrein í nokkrum kaupstöðum og kauptúnum landsins og stefnt að því, að íslendingar smíði fiskiskip sín: sjálfir. 13. Hlúð verði að skipasmíði innanlands, svo að hún verði sem fyrst samkeppnisfær við erlenda. 14. Lán til kaupa nýrra fiskiskipa og báta verði aukin í 90% af byggingarkostnaði. Þá leggur Alþýðubandalagið áherzlu á bætta að- stöðu til útgerðar og fiskvinnslu í verstöðvum lands- ins, og að fiskvinnslustöðvar séu við hæfi á hverjum stað. Ennfremur, að togaraútgerð verði efld, hæfi- lega mörg skip keypt með stuttu millibili, og þannig tryggt, að auðveldara sé að endurnýja flotann, og að landsmenn eigi jafnan togara af nýjustu og hag- kvæmustu gerð í flota sínum. ■IIIIIIIIIIIIIIIIII 2) Mjölnir Aldrei geta þeir hœtt að Vöia . . í „Komúnistar hafa alltaf ver- ið að kljúfa Alþýðuflokkinn. Al- || þýðuflokkurinn er svona lítill, af því að kommúnistar hafa ldof- ið hann æ ofan í æ. Nú eru kommúnistar sjálfir að klofna, og það er gott á þá, þá skilja þeir kannski sjálfir, hvað það er vont að láta kljúfa sig.“ Eitthvað á þessa leið hefur hljóðið verið í málgögnum Al- þýðuflokksins lengi að undan- förnu, nú síðast 1 Neista, mál- gagni Krata hér á Siglufirði. — Raunar hafa krataskinnin verið að kjökra út af þessu í mörg ár. Aldrei hefur þeim dottið í hug, að neitt misjafnt gæti komið fyr- ir blessaðan flokkinn þeirra, ef ekki stæðu einhvers staðar í launsátri vondir kommúnistar með öxi sundrungarinnar reidda, reiðubúnir að kljúfa flo'kkinn í tvennt og hlaupast á brott með annan partinn. Aldrei hefur það t. d. hvarfl- að að þeim, að þeir sjálfir væru sjálfir margbúnir að ofbjóða sínum beztu mönnum með íhalds þjónustu sinni. Aldrei hefur þeim dottið í hug að ásaka í- haldið fyrir að hafa tælt flokk- inn burt frá upphaflegri stefnu og markmiðum og þannig klof- ið hluta hans frá þeim mönnum, sem vildu halda sig við upphaf- lega stefnu, og oft á tíðum ekki átt um annað að velja en hætta stjórnmálaafskiptum, eða taka upp samstarf við „kommúnista.“ Venjulegt fólk er yfirleitt þeirrar skoðunar, að þegar flokk ar klofna sé orsakanna að leita innan viðkomandi flokka sjálfra en ekki utan þeirra. Ef Alþýðu- flokkurinn, í stað þess að bera sig upp eins og dekurbarn, hefði haft fyrir því að leita orsakanna fyrir margendurteknum klofn- ingi sínum hjá sjálfum sér, mundi hann áreiðanlega 'hafa komizt að sömu niðurstöðu. Orsakirnar til þess, að Al- þýðuflokkurinn er nú einu sinni HÆGRI-VILLA Blaðamönnum Norðanfara sýnist nú allt vera til hægri. í síðasta tölúblaði birta þeir mynd af Siglufirði, tekna innan úr firði, og sýnist þeim bærinn vera hægra megin á myndinni, og óska, að ‘hann verði líka vel til hægri á kjördaginn. Mjölnir efast ekki um, að Siglufjörður verði vel til vinstri á kjördaginn, eins og hann hef- ur alltaf verið, en óskar skrif- finnum Norðanfara þess, að þeir læknist sem fyrst af hægri-villu sinni, og verði Téttsýnni en þeir virðast vera nú. Og ef þeir skyldu heldur vilja hafa það sem satt er en logið, mætti kannski hjálpa þeim um límafganga til að hylja með þessa og aðrar vit- leysur í sneplinum. enn að; fá gnátkast úl af kíofn- ingi, eru tvær. Önnur er sú, að tveir listar eru bornir fram af . Alþýðubandalugstnönnum í Rvík í þesáum kosningum. Rifjar þetta upp klofningsminningar hjá kröt um og vekur hjá þeim ekkann. Þessi „klofningur“ er þó ekki alvarlegri en svo, að forvígis- menn beggja listanna keppast um að lýsa hollustu við stefnu Alþýðubandalagsins, og klj ást einkum um það, hvorir séu betri Alþýðubandalagsmenn. Hin ástæðan er sú, að sjálfur hefur Alþýðuflokkurinn, rétt einu sinni, tekið klofningspest- ina. Margir af skástu foringjum lians í Reykjavík og Reykjanes- kj ördæmi liafa nú. sagt skilið við hann og stöfnað nýjan flokk. Allir stjórnmálaflokkar á ís- dandi hafa orðið fyrir því, að forustúmenn hafi orðið viðskila við þá. Sj álfstæðisflokkurinn hefur mátt sjá á bak mönnum eins og Árna frá Múla og Her- manni Guðmundssyni í Hafnar- firði, — og grét ekkert. Sósíal- istaflokkurinn missti Áka Jak- obsson yfir til krata á sínum Framh. á bls. 7. Hj Itii ti hjörtum kjMt „Leiðin að Ljarta karlmanns- ins liggur í gegnum magann,“ segir gömul alþýðleg kvenna- speki. „Leiðin að hjörtum kjósend- anna liggur í gegnum magann,“ hugsa s’tj órnarflokkarnir í þess- um kosningum. Alþýðublaðið hefur öðru hverju undanfarið birt auglýs- ingar um hádegisverðafundi flokksins í Reykjavík. Allir stuðn ingsmenn velkomnir. Matarverði stillt í hóf. Flokkurinn borgar mismuninn á hinu „hóflega“ verði og eðlilegu verði. íhaldið gerir þó betur. Um næstsíðustu helgi hélt það mikla hátíð á Blöndúósi. Fóru erind- rekar flokksins á stræti og gatna- mót, út til yztu nesja og inn til lengstir dala og báðu hvern sem vildi að koma og gleðjast með húsbónda sínum, sem ætlaði að halda veizlu á Blönduósi. Að hófinu loknu leysti gjald- keri húsbóndans sjóð mikinn frá belti sér og borgaði fyrir þá, sem ekki höfðu sjálfir borgað ótilkvaddir. Telja fróðir menn, að kostnaður flokksins af veizlu- haldi þessu hafi verið 50—60 þúsund krónur, auk annars kostn aðar við hátíðahald þetta. Skyldu margir kjósa stjórnar- flokkana af matarást í" þessum kosningum? ATHUGIÐ A3 fall ríkissfjórnarinnar er algerlega undir því komið, að fylgisaukning st'jórnarandsföðunnar komi ekki fram sem fjölgun gagnslausra umframatkvæða Framsóknarflokksins, heldur sem virk atkvæði, virk atkvæðaaukning Alþýðubandalagsins, þar sem hvert atkvæði greitt því getur þýtt, að stjórnarflokk- arnir missi eitthvert þeirra uppbótarsæta, sem þeir héldu svo naumlega fyrir Alþýðubandalaginu í síð- ustu kosningum. Lögftaks - nriknrðnr Lögtök til tryggingar ógreiddum fasteignaskatti, vatns- skatti og holræsagjöldum til bæjarsjóðs Siglufjarðar fyrir árið 1967, auk dráttarvaxta og kostnaðar við lögtökin og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjafsjóðs Siglufjarðar. ’ - . •■■ . ... . , , ' ’% ; I • ; Siglufirði, 18. maí 1967. Bæjarfógetinn Siglufirði. ELÍAS I. ELÍASSON.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.