Mjölnir - 06.06.1967, Qupperneq 4
BENEDIKT SIGURÐSSON, BÆJARFULLTRÚI:
Eyjólíur Konráð
og atvmnumálin
í grein þeirri, sem fer hér á eftir, ræðir Benedikt Sig-
urðsson, bæjarfulltrúi á Siglufirði, um hin furðulegu
skrif Eyjólfs Konróðs Jónssonor um atvinnumólin í
Siglufirði, og óstæðurnar til þess, að Reykjavíkur-
íhaldið treður nú þessum erindreka sínum í framboð
hér í kjördæminu.
Hvetjum nð jtekke ?
Hefðu togbótar verið gerðir út fró Norðurlandi
í vetur, ef verkalýðsfélögin hefðu ekki knúð
fram úrbætur í atvinnumólum í júnísamning-
unum1965?
Nokkrir togbátar ‘hafa stundað veiðar hér fyrir Norður-
landi síðari hluta vetrarins, og aflað vel, þrátt fyrir óhagstætt
tíðarfar. Björgvin og Björgúlfur frá Dalvík öfluðu um 900
tonn samanlagt. Siglfirðingur rúm 400 tonn. Allt er þetta
miðað við slægðan fisk. Verðið á aflanum mun hafa verið
um 5 kr. á kg. Veiðarfærakostnaður hefur verið hverfandi
lítill hjá þessum bátum, miðað við veiðarfærakostnaðinn á
vertíðinni við Suður- og Suðvesturland.
Þessi útgerð mun hafa gefið sæmilega útkomu, og mun
hagstæðari en útgerðin við Suðvesturland á sama tíma, ef
meðaltal væri tekið. Ástæðan til þess, að þetta var mögulegt
hér í vetur, er sú, að ríkisvaldið hefur veitt nokkurn stuðning
til þessarar útgerðar með greiðslu 50 aura á kg af lönduðum
afla.
Þessi uppbótargreiðsla er ávöxtur þess samkomulags, sem
verkalýðsfélögin á Norðurlandi, undir forustu Björns Jóns-
sonar og Óskars Garibaldasonar, gerðu við ríkisstj órnina í
kjarasamningunum í júníbyrjun 1965.
SPURNING: Er líklogf, aS þessir búfar hefðu
verið gerðir út á togveiðar í vetur og fyrravetur,
til hrúefnisöflunar fyrir frystihúsin, ef verka-
lýðsfélögin hefðu ekki knúð fram óðurnefnt
samkomulag? Er líklegt, að ríkisstjórnin hefði
haft frumkvæði um að gera þessa útgerð mögu-
lega, ef verkalýðsfélögin hefðu ekki komið til
skjalanna?
m m m m m m •• m ■ » r r
EKKERT NÝTT
Eyjólfur Konráð Jónsson, 3.
maður á framboðslista Sjálfstæð
isfiokksins hér í kjördæminu,
hefur látið ljós sitt skína, eink-
u.m af síðum Siglfirðings og
Norðanfara undanfarið um at-
vinnumál, einkum atvinnumál
Siglfirðinga, enda mun hann
eiga að teljast einhvers konar
Siglufjarðarkandidat á íhalds-
listanum.
í þessum skrifum frambjóð-
andans kemur þó ekki frám eitt
einasta nýtt atriði, sem nokkru
máli skiptir. Þetta eru allt sam-
an gamlar lummur, sem búið er
að margbaka í bæjarstjórninni
hér, á fundum verkalýðsfélag-
anna, hj á Atvinnumálanefnd
Norðurlands, svo og hjá öllum
þeim ágætu nefndum, sem við-
reisnarstj órninni hefur þóknast
að gera út af örkinni til að rann-
saka atvinnulífið hér norðan-
lands og gera tillögur um úr-
bætur. Virðist frambjóðandinn
ein'kum hafa tínt þekkingarmola
sína um atvinnumálin upp úr
bæjarblöðunum. Kemur því úr
hörðustu átt, þegar hann í 5.
tbl. Norðanfara stimplar for-
göngumenn í atvinnumálum kjör
dæmisins yfirleitt sem illgjörn
flón.
Það hefur sem sagt ekki skort
tillögur uin úrbætur í atvinnu-
málum Siglfirðinga. Það, sem
skort hefur, er vilji stjórnarvald-
anna undanfarin8 ár til að koma
til móts við tillögur okkar, vilji
til að greiða myndarlega fyrir
því, að eitthvað af öllu þessu
tillöguflóði yrði að veruleika.
Og eftir reynsluna undanfarin 8
ár, þurfa menn að vera mjög trú
aðir íhaldsmenn til þess að geta
talið sjálfum sér trú um, að
nokkuð breytist í því efni, ef í-
haldsbandalag Alþýðuflokksins
og Sj álfstæðisflokksins verður á-
fram við völd í landinu.
FULLTRÚI BRASKSINS
Stuðningsmenn Eyjólfs hér í
bænum, sem raunar virðast ekki
vera margir né hafa sig mikið í
4) — Mjölnir
frammi, láta gjama í það skína,
að hann sé einn glæsilegasti full-
trúi einkaframtaksins í Reykja-
vík, og því líklegur til að verða
frumkvöðull að glæsilegum einka
rekstri, er hleypi nýju lífi í at-
vinnulífið hér í kjördæminu.
Ekki skal það dregið í efa, að
Eyjólfur sé duglegur á sína vísu
og hafi allgóðar árstekjur. Sæl-
gætissjoppan í Umferðarmiðstöð
inni, vínbarinn á Naustinu og
önnur svipuð gróðafyrirtæki,
sem stuðningsmenn hans segja
hann .aðal- eða meðeiganda í,
færa honum eflaust góðar tekjur.
Swiss Aluminium og bandaríska
olíufyrirtækið, sem lögfræðiskrif
stofa hans hefur umboð fyrir,
borga sjálfsagt vel fyrir þjón-
ustu hans, og Morgunblaðið
borgar ritstjórum sínum vafalít-
ið gott kaup.
En því miður kemur dugnað-
ur í þessum og öðrum ámóta
starfsgreinum okkur hér norður
frá að litlu gagni. Sjoppuhald,
snapsasala og umboðsstörf fyrir
erlend auðfélög verða seint und-
irstöðuatvinnugreinar hér. Með
hliðsjón af skrifum Eyjólfs um
atvinnumálin hér, einkum þó
greininni í 5. tbl. Norðanfara,
má því álykta, að reynsla hans
og þekking á fj árplógsstarfsemi
í Reýkjavík komi að litlu haldi
hér.
FÉLAGSREKSTUR OG
EINKAREKSTUR
Opinbcr rsksfur ag félagsrokstur
af ýmsu tagi ar undirstaSa atvinnu-
lífsins hér á Norðurlandi. Ríkið,
bæjarfélög, kaupfélög og tkyldir að
ilar bera það uppi að langmestu
leyti, ekki síxt hér é Siglufirði. Ef
cinkaframtakið eitt hefði étt aS
róSa úrslitum um atvinnulífið hér,
væri hér sennilega allt að því lend-
auðn. Afstöðu einkaframtaksins til
atvinnulífsins hér er vel lýst með
orðum Einars Ingimundarsonar, fyrr
verandi alþm., i 5. tbl. Norðanfara.
Þar farast honum svo orð um Siglu-
fjörð:
„Því miður virðist sú vero sorg-
arsagan, að ýmsir athafnamonn
Benedikt Sigurðsson
hafa komið þangað og byrjað ein-
hvern rekstur, en tollað fremur illa
og flutt burtu með allt það sem þeir
múttu með komast."
Þessi orð Einars lýsa hárrétt
afstöðu þeirra fáu „stóru“ at-
vinnurekenda, sem hér settu sig
niður meðan síldargróðinn var
mestur. Um leið og gróðavæn-
legar horfði í einhverri annarri
veiðistöð, voru þeir farnir þang-
að með allt sem þeir máttu með
komast og skildu hér eftir út-
dauða(vinnustaði og atvinnulaust
veíkafólk.
Skylt er að geta þess í þessu
sambandi, að hér sem annars
staðar á Norðurlandi er nokkuð
af einkafyrirtækjum, sem lýsing
Einars á ekki við um, og sem
hann er áreiðanlega ekki að
kasta 'hnútunni til með ummæl-
um sínum. Er þar aðallega um
að ræða ýmis konar smárckstur,
fyrirtæki, sem ein eða tvær fjöl-
skyldur og e. t. v. örfáir menn
til viðbótar starfa við og hafa
af framfæri sitt. Sem dæmi um
slíkan rekstur hér í bænum mætti
nefna útgerð Siglfirðings, verk-
smiðju Egils Stefánssonar, verk-
stæðisrekstur ýmis konar, síldar
söltun og fiskverkun í smáum
stíl, sem ýmsir einstaklingar fást
við.
MISSKILNINGUR
EYJÓLFS
Það er alger misskilningur
hjá Eyjólfi Konráð, að einka-
rekstur hér hafi sætt einhvers
konar ofsóknum, og sú skoðun
‘hans, að hvorki meira né minna
en þrír stjórnmálaflokkar séu í
einhvers konar samsæri gegn
einkarekstri, er ekkert annað en
ofstækisfull firra, í ætt við trú-
arbrjálæði. Gæti Eyjólfur Kon-
ráð sannfært sig um hið rétta
í þessu með því að hafa tal af
einhverjum aðilum, sem fást við
einkarekstur hér, og spyrja þá,
hvort einhver þessara þriggja
flokka hafi, t. d. hér í bæjar-
stjórninni, tekið óvinsamlega af-
stöðu til mála, sem vörðuðu
hagsmuni þeirra.
Eg fullyrði, að allir flokkarn-
ir hér í bænum fagna hverri
viðleitni, sem sýnd er til að
auka hér atvinnurekstur, hvort
sem slík viðleitni kemur frá
einkaaðilum, félagasamtökum
eða opinberum aðila. Það er
ekki á flokkakrit hér heima, sem
atvinnumálin hér stranda, held-
ur á stefnu ríkisstjórnarinnar,
„viðreisninni.“ Sú gamla íhalds-
kredda, að peningagræðgi og
gróðalöngun sé helzti aflgjafi
framfara og öflugrar framleiðslu
starfsemi, hefur ráðið stefnu
valdhafanna undanfarin tvö kjör
tímabil. Afleiðingar þeirrar
stefnu blasa hvað bezt við hér,
þar sem gróðamöguleikarnir eru
hvað minnstir í landinu í svip-
inn. Ríkisvaldið hefur haft for-
göngu um að veita fé og fram-
leiðslutækjum þangað, sem gróð
inn virtist mestur í svipinn, en
‘hefur sett okkur hjá. Uppskeran
af þessari stefnu er hvers konar
óheilbrigð brask- og fjárplógs-
starfsemi, sem fj ársvikamálin
undanfarið eru gleggstur vottur
um, jafnvægisleysi í atvinnumál-
um, og nú stöðvun þýðingarmik-
illa atvinnugreina.
HVERS VEGNA?
Sjálfsagt furða margir sig á
því, hvers vegna Sj álfstæðisflokk
urinn treður hingað til fram-
boðs í baráttusæti manni, sem
virðist jafn gersneyddur þekk-
ingu og skilningi á atvinnumál-
um kjördæmisins eins og Eyjólf
ur Jónsson virðist vera. Eftir
skrifum hans að dæma, má telja
víst og .öruggt, að t. d. Jón fs-
berg, sýslumaður á Blönduósi,
og Óskar Levy, bóndi í Yestur-
Húnavatnssýslu, hefðu orðið
mun æskilegri Siglufjarðarfull-
trúar á listanum en Eyjólfur.