Mjölnir


Mjölnir - 06.06.1967, Síða 3

Mjölnir - 06.06.1967, Síða 3
lishiðja ríhisins 1 samræmi við þó stefnu Alþýðubandalagsins, að cuka sem mest með fullvinnslu þann afla, sem ís- lenzk fiskiskip flytja að landi, áður en hann er flutt- ur út, hefur Ragnar Arnalds tvívegis flutt á Alþingi frumvarp um Fiskiðju ríkisins, er starfræki verk- smiðjur til fullvinnslu og verkunar ýmiskonar sjáv- arafurða. Yrðu staðir, sem búa við erfitt atvinnu- ástand, látnir sitja fyrir um staðsetningu. Aðalatr- iði frumvarpsins fara hér á eftir: 1. Rikið starfrækir verksmiðjur til fullvinnslu og verkunar ýmis konar sjávcrofurða, og nefnast þær Fiskiðja rikisins. 2. Fiskiðja rikisins hefur forustu um tilraunastarfsemi við frystingu, niðursuðu, niðurlagningu og hvers konar fullvinnslu afla úr síld og öðrum fisktegundum. Fiskiðja rikisins hefur samvinnu við rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins og miðlar reynslu sinni og þekkingu til ann- arra framleiðenda á þessu sviði. 3. Fiskiðjan gerir ráðstafanir til þess, að nægilegur fjöldi sérfróðra manna annist stjórn og rekstur verksmiðjanna. Hún hefur og forystu um öflun markaða erlendis, og beitir sér fyrir myndun sölusamtaka, er annist sölu á fullunnum fiskvörum undir einu vörumerki erlendis. 4. Niðurlagningarverksmiðja ríkisins á Siglufirði skal rekin samkvæmt lögunum um Fiskiðju rikisins. 5. Rikið greiði samtals 30 millj. kr. á 5 árum til að fullgera Sigló-verk- smiðjuna og koma upp nokkrum öðrum verksmiðjum til fullvinnslu matarrétta úr fiski. Jafnframt heimilast rikisstjórninni að taka allt að 200 millj. kr. lán til sömu framkvæmda. Við staðsctningu nýrra vcrksmiðja skal einkum miðað við, að þeir staðir, sem búa við ótryggt atvinnuástand, sitji í fyrirrúmi. 6. Ríkissjóður leggi fram 40 millj. kr. á 5 árum til tilraunastarfsemi og markaðsöflunar fyrir fullunna fiskrétti og til að tryggja rekstur Fisk- iðjunnar. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ _ ★ Hjartans þakkir fœri ég öllum, sem á margvíslegan hátt glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs- afmœli mínu, 9. maí sl., og gerðu mér daginn ánœgjulegan. Kœrar kveðjur til ykkar allra. GUÐM. KONRÁÐSSON. Alþýðubandalagsins í Siglufirði er í Suðurgötu 10. — Hafið samband við skrifstofuna, fáið upplýsingar og gefið upplýsingar. — Sími skrifstofunnar er 71394 Happdrættismiðum í landshappdrætti Alþýðu- bandalagsins hefur nú verið dreift um kjördæm ið. Gerið vinsamlegast skil hið fyrsta. — Dreg- ið verður 1 2. júní. Bílar. — Þeir, sem kynnu að vilja lána Alþýðu- bandalaginu bíla á kjördaginn, gjöri svo vel að hafa samband við kosningaskrifstofuna. Alþýðubandalagið, Siglufirði. í greinargerð bendir flutnings maður á, að verðmæti fullunn- ina fiskrétta muni enn vera inn- an við 1% af útflutningsverð- mæti íslenzkra sjávarafurða, en þegar árið 1957 voru slíkar vör- ur 15% af útflutningi norskra sjávarafurða. Erum við íslend- ingar því langt á eftir öðrum á þessu sviði. Yið hugsum meir um að moka upp sem flestum tonnum af fis'ki úr sjónum en að gera aflann verðmætan. Þetta þarf að breytast. Þess vegna leggur Alþýðubandalagið höfuðáherzlu á, að á næstu ár- um verði unnið kappsamlega að því að auka verðmæti sjávarafla okkar með fullvinnslu áður en hann er fluttur út. Þrslmennsha Sumarið 1959 fóru fram samningar um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna. Um það leyti var Eyjólfur Konráð Jónsson einn helzti hugsuður Almenna bókafé- lagsins, og skrifaði mikið í Félagsbréf þess, m. a. langar hugvekjur um stjómmál og ágæti almenningshlutafélaga. Að afloknum síldarsamning- unum við Rússa 1959, birtu Félagsbréfin froðufellandi æs ingagrein um samningana. — Þar segir m. a.: „Og geð okkar nægði ekki til að firra smáninni. Þess vegna spyrja menn nú: Er þetta upp- haf nýs timabils nýrrar þræl- mennsku eða nægir þessi atburð- ur til þess að opna augu þeirra, sem hingað til hafa léð máls á því að hlckkja þjóðina viðskipta- legum þrældómsviðjum við ein- valdsrikin i bróðurlegri samvinnu við íslcnzka erindreka þeirra?" Kannski gæti Eyjólfur Kon ráð, sem um þetta leyti var einn af ritstjórum Félagsbréfa frætt okkur um, hver skrifaði þessi orð. Um leið gæti hann I skýrt okkur frá, hvort t. d. það ,að framleiða niðurlagð- ar sildarvörur handa Rússum, geti hugsanlega flokkast und- ir „þrælmennsku,“ og orðið til þess að „hlekkja þjóðina t viðskiptalegum þrældómsviðj um.“ HVAÐ VILL ALÞÝÐUBANDALAGIÐ? Landbnnaður Alþýðubandalagið telur það eitt af meginþörfum í íslenzku þjóðlífi, að landbúnaður verði efldur svo, að hann sé jafnan fær um að fullnægja þörfum vax- andi þjóðar um kjöt- og mjólkurvörur, garðávexti og grænmeti á komandi árum. Alþýðubandalagið telur, að upp eigi að taka nýtt skipulag á verðlagningu landbúnaðarvara, þar sem í meginatriðum sé við það miðað, að stéttarsamtök bænda séu viðurkenndur samningsaðili við fulltrúa ríkisvaldsins. Alþýðubandalagið telur, að eins og nú er háttað málum, skipti verðlagning landbúnaðarvara innanlands svo miklu máli um þróun verðlagsmála almennt og um stefnu í efna- hagsmálum, að eðlilegast sé, að ríkisvaldið sjálft eigi beina samninga við bændasamtökin um verðlagsmálin og ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir, sem jafnan hljóta að fylgja þeim málum. Alþýðubandalagið leggur áherzlu á, að því fólki, sem við landbúnað starfar, tryggi þjóðfélagið lífvænleg kjör og í engu lakari en þau, sem almennt tíðkast í öðrum atvinnu- greinum. Alþýðubandalagið telur, að leggja þurfi áherzlu á eftir- farandi í landbúnaðarmálum: 1. Að skýr stefna verði mörkuð í framleiðslumálum land- búnaðarins, þar sem við það sé miðað, að fyrst og fremst eigi að framleiða búvörur fyrir innlendan mark- að, en framleiðsla umfram það sé miðuð við markaðs- aðstæður hverju sinni. 2. Að bein og óbein framlög og aðstoð ríkisins við land- búnaðinn séu jafnan við það miðuð og þeim hagað þannig, að framleiðslan þróist á hagkvæman hátt fyrir þjóðarheildina, og að þar á landinu sé hver framleiðslu- grein stunduð, sem hagstæðast er og eðlilegast frá mark aðssjónarmiðum. 3. Að gerð verði áætlun til langs tíma um þróun landbún- aðarins. 4. Stuðningur við nýjar greinar landbúnaðarframleiðslu verði aukinn, svo sem við kornframleiðslu og fjölbreytt- ari kjötframleiðslu. 5. Lán til landbúnaðar verði gerð hagstæðari en nú er og m. a. lækkaðir vextir. 6. Vísindalegar rannsóknir í þágu landbúnaðarins verði auknar og ráðstafanir gerðar til þess að niðurstöður þeirra geti sem fyrst komið atvinnuvegunum að al- mennum notum. 7. Sandgræðslu og skógrækt verði haldið áfram í vaxandi mæli. 8. Unnið verði markvisst að því að auka lax- og silungs- veiði og gera fiskirækt að arðgæfum þætti í búskapnum. Tilrauna- og leiðbeiningastarfsemi um fiskieldi og fiski rækt í ám og vötnum verði efld og aukin. 9. Ullariðnaður verði stóraukinn og stefnt að því, að ekki verði flutt út nein óunnin ull og á þann hátt margfald- að verðmæti ullarframleiðslunnar. 10. Verkun skinna verði aukin og iðnaður í því sambandi. Ullar- og skinnaiðnaðurinn verði í miðstöðvum sveit- anna. Stefnt verði að auknu samstarfi fólks við land- búnaðarstörf, vaxandi þéttbýli í sveitum með aukn- um félagsrekstri og eðlilegri verkaskiptingu, sem skapað geti frjálsara líf þeirra, sem vinna að land- búnaðarstörfum. (Úr stefnuyfirlýsingu landsfundar Alþýðubandal) Mjölnir — (3

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.