Mjölnir - 06.06.1967, Qupperneq 8
Málefnaflótti íhaldsins
á framboðsfundum
Að undanförniL hafa staðið
yfir framboðsfundir frambjóð-
enda í kjördœminu og var fund-
urinn á Siglufirði sl. föstudags-
kvöld.
Það var með nokkrum spenn-
ingi, sem fundarmenn og hlust-
endur biðu eftir að sjá og heyra
hina nýju frambj óðendur, þá
Pálma bónda, Steingrím lyfsala
og Eyjólf Konráð Morgunblaðs-
ri-tstjóra.
Eyjólfur Konráð talaði í að-
alræðutíma Sj álfstæðisflokksins,
enda mun hann eiga að álítast
sem einkafulltrúi Bjarna for-
manns í þessari kosningabaráttu.
Eyjólfur er nú ekki sérlega á-
heyrilegur ræðumaður, — það
er Bjarni nú ekki heldur. En á-
heyrendur voru furðu lostnir
þegar ræðumaður notaði allan
ræðutíma sinn til að lesa upp
klausur og orðaskæting úr blöð-
unum í Reykjavík vegna fram-
boðsmála Alþýðubandalagsins
þar, og svo endurtekna upptuggu
Moggans um „leiðir“ eða leiða-
flækju Framsóknar, hafta- og
skömmtunarpex íhalds og Fram-
sóknar. í aðalræðutíma sínum
minntist þessi sérlegi sendimað-
ur Bjarna formanns varla einu
orði á höfuðvandamál kjördæm-
isins eða vandamál Siglufjarðar
sérstaklega atvinnumálin og
fólksflóttann og hvernig snúast
beri við þeim.
Málefnaflótti íhaldsins vakti
furðu þeirra hlustenda, sem
bjuggust við einhverju nýju frá
þessum unga og „atorkusama“
athafnamanni, sem sjálfur hef-
ur komið hníf sínum í feitt í
sjoppu- og vínbarakerfi höfuð-
staðarins.
Pálmi bóndi fékk nokkrar
mínútur til umráða og virtist
öllu skaplegri ræðumaður en full
trúi Bjarna formanns.
Steingrímux lyfsali flutti vel
afrekaskrá Alþýðuflokksins að
fornu og nýju, en slíkt oflof
hljómar sem naprasta háð í eyr-
um þeirra, sem vel þekkja sögu
flokksins. Þá vakti hól hans og
upptalning á afrekum Jóhanns
Möllers þá spurningu, 'hvers
vegna Jóhann verðskuldaði ek'ki,
eftir allan dugnað sinn, að standa
í sporum Steingríms, mörgum
„jafnaðarmanni“ mun finnast,
að þar væri réttur maður'á rétt-
um stað.
Um ræður annarra frambjóð-
enda er ekki rúmsins vegna hægt
að segja neitt, enda flestar í
þeim anda, sem menn hafa áð-
ur kynnzt við undanfarnar kosn-
ingar. Björn Pálsson á Löngu-
mýri lék þarna sinn venjulega
skopþátt, sagði brandara, sem
fólk hló að. Hann vakti þó at-
hygli á einu atriði, sem ekki kom
nógu skýrt fram hj á öðrum. —
Hann minnti á, að stjóm bæjar-
og svtitastj órnamála undanfarin
8—9 ár hafa stj órnarsinnar,
kratar og íhald, haft á hendi í
öllum bæjum og þorpum kjör-
dæmisins, og því furðulegt þeg-
ar íhaldið býsnast nú yfir eymd-
inni og vesaldómnum, sem þar
ríki.
Ræðumenn Alþýðubandalags-
ins í umræðunum voru Ragnar
Arnalds, Hannes Baldvinsson og
Þóroddur Guðmundsson. Ræður
þeirra voru málefnalegar og
sýndu þeir Ragnar og Hannes
sérstaklega í sínum ræðum fram
á hvernig stjórn íhalds ög krata
hefur gjörsamlega vanrækt mál-
efni kjördæmisins á sviði at-
vinnulegrar uppbyggingar. Höf-
uðmál þessara kosninga væri að
kjósendur með atkvæðum sínum
breyttu valdahlutföllunum og
sköpuðu þannig möguleika á
gjörbreyttri stjórnarstefnu í land
inu, stefnu, sem mæti meira þjóð
arheill og málefni landsbyggðar-
innar en gróðahagsmuni brask-
ara og afætulýðsins í höfuðborg-
inni.
ÚTG. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ t NORÐURLANDSKJORDÆMI VESTRA
AbyrgSarmaSur: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, SiglufirSi,
sími 71294. Árgjeld 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri
Hrdefni liando Sigtð - Síld
Þótt einn af frambjóðendum
íhaldsins gerði lítið úr þýðingu
þess að tala og skrifa um hlut-
ina, á framboðsfundinum á dög-
unum, getur það stundum haft
nokkra þýðingu, ekki sízt rétt fyr
ir kosningar.
Þannig hefur viðtalið við Þór
odd Guðmundsson um rekstur
ÆSKUFÓLK!
Ungir menn skilja bezf jrarfir
og óskir æskunnar. Tryggið ung
um manni þingsæti. Kjósið Ragn;
ar Arnalds. 7
x-G
VINSTRI
MENN!
Hvorum treystið þið betur: Birni
Pólssyni eða Ragnari Arnalds?
Þið svarið því við kjörborðið 11./
júní. I
Sigló-verksmiðjunnar, sem birt-
ist hér í blaðinu nýlega, orðið
til þess, að stjórn S. R. hefur nú
í skyndi gert samþykkt um að
kaupa hráefni til vinnslu í verk-
smiðjunni næsta ár. Ekki mun
þétta hafa verið gert á regluleg-
um fundi, heldur með afgreiðslu
símleiðis.
Hins vegar mun engin sam-
þykkt hafa verið gerð um kaup
á vélum þeim, né byggingu hrá-
efnisgeymslunnar, sem Þóroddur
taldi brýna nauðsyn að verk-
smiðjan fengi.
Blaðinu er ókunnugt um,
hvaða verksmiðjustjórnarmaður
það var, sem átti frumkvæðið að
því að svona skjótt var brugðið
við, en telur öruggt, að viðtalið
við Þórodd og nálægð kosning-
anna hafi átt sinn þátt í því. Geta
lesendur reynt að gizka á, hvaða
verksmiðjustjórnarmaður sé lík-
legastur til að láta nálægð kosn-
inga hafa áhrif _á sig til góðra
verka.
■ \
■
„Viðreisnin" hefur brugðist á Skagastrðnd
VIÐTAL VIÐ PÁLMA SIGURÐSSON Á SKAGSTRÖND UM ATVINNUMÁLIN ÞAR
Mjölnir ótti sl. föstudag viðtal
þaS, sem hér fer ó eftir, við Pólma
ISigurðsson, sem skipar 4. sætið ó
lista Alþýðubandalagsins hér í
kjördæminu. Snerist viðtalið eink-
; um um atvinnumál Skagstrend-
inga, en þeir hafa orðið hart úti
i „viðreisninni," eins og fleiri.
— Atvinnumálin eru víst allt
: af efst á baugi hjá ylckur á
Skagaströnd. Hvað er að frétta
af þeim núna, Pálmi?
■ — Það er ekkert sérstakt á
■ ! döfinni núna, frekar en und-
jj ! anfarin ár. Það hjakkar yfir-
f leitt í sama farinu. Hér var at-
> 5 vinnuleysi í vetur, og hætta á
: að einhverjir verði atvinnulitl-
! ir hér í sumar. Það fer eftir því
! hvort ráðið verður í verksmiðj
I una, hvort unnið' verður við
höfnina og hvort hráefni fæst
! til frystihúsareksturs.
: Á fundi í verkalýðsfélaginu
fyrir nokkrum dögum var sam-
:, þykkt áskorun til sjávarútvegs-
: málaráðherra, að hann hlutað-
: ist til um að ráðinn yrði mann-
i : skapuy í síldarverksmiðjuna og
hún opnuð til móttöku síldar á
i : sama tíma og aðrar verksmiðj-
ur hér norðanlands. Ennfrem-
ur, að ef um síldarflutninga
yrði að ræða, yrði flutt til henn
ar eins og annarra verksmiðja
á Norðurlandi.
Þá var samþykkt áskorun til
hreppsnefndarinnar um að
kalla saman fund með fulltrú-
um frá frystihúsunum, Utgerð-
arfélagi Höfðahrepps og verka
lýðsfélaginu, til athugunar á
hráefnisöflun fyrir frystihúsin,
og bent sérstaklega á útgerð
trollbáta, sem hefur gefizt
sæmilega hér fyrir norðan að
undanförnu.
— Hajið þið leitað til stjórn-
valda vegna atvinnuörðugleik-
anna?
— Undanfarin ár höfum við
sent til Alþingis og stjórnvalda
tillögur varðandi atvinnumál-
in hér, en fengið daufar undir-
tektir. Þegar bezt hefur blásið,
hefur þeim að lokinni ein-
hverri athugun verið vísað til
nefnda, sem hafa svæft þær.
Enda varla á öðru von, því
undirtektir þingmanna okkar,
svo sem Björns Pálssonar, hafa
verið þær, að það sé alveg ó-
þarfi að vera að þessu, Skag-
strendingar hafi það ágætt, þeir
hafi nóg af öllu, þeir borði
nýja ýsu og smjör, eins og
Björn orðaði það einu sinni.
Það kom fram á framboðs-
fundunum, að frambj óðendur
þríflokkanna voru sárir yfir
því, hvað Ragnar Arnalds hefði
ónáðað þá og Alþingi með bar
áttu sinni fyrir atvinnumálum
okkar, og raunar atvinnumál-
um kj ördæmisins í heild. Enda
er það mál manna, að betra
hefði verið fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að eiga enga ræðu-
menn á fundinum, og eiga ræð
ur þeirra Pálma og Eyjólfs ó-
fluttar.
— Hafa ekki einhverjar
nefndir frá ríkisstjórninni ver-
ið að lieimsœkja ykkur undan-
farin ár?
— Jú. Ein slík nefnd átti
fund með hreppsnefnd og at-
vinnuipálanefnd hreppsins fyr-
ir svo sem tveim árum, og ósk-
aði eftir tillögum frá okkur um
atvinnumál. Við bentum á all-
ar þær tillögur, sem hreyft
hafði verið, svo sem byggingu
tunnuverksmiðju, niðurlagning
ar- eða niðursuðuverksmiðju,
slipp til viðgerða og nýsmíði,
sútunarverksmiðju, grasmjöls-
verksmiðju og fleira, sem til
greina gat komið.
Við kröfðum svo nefndina
um, hvað hún hefði fram að
færa af hálfu sinna húsbænda,
ríkisstjórnar og Alþingis. Á
það var bent, að skapast hefði
öryggisleysi hjá smáiðnaðinum
eða öllu heldur öllum iðnaði,
svo þess væri varla að vænta,
að einstaklingar legðu fé í
framleiðslutæki, sem lagt yrði
í rúst í fæðingunni með eftir-
litslausum innflutningi, eða
sinnuleysi um markaðsöflun, ef
um útflutningsframleiðslu væri
að ræða. — Eg vil skjóta því
hér inn, að mér virðist, að þessi
ótti okkar hafi átt full rök við
að styðjast. Nú telja iðnrek-
endur jafnvel arðvænlegast að
flytja inn vörur, sem þeir áð-
ur framleiddu, og láta vélar
sínar og hús standa ónotuð. —
En um þessa nefnd er það að
segja, að við höfum ekkert af
henni heyrt síðan hún fór frá
Skagastíönd, og hvorki fengið
tillögur né svör frá henni.
— Hvað höfðu frambjóðend
ur stjórnarflokkanna að segja
um atvinnumál ykkar?
— Heldur lítið, og ekkert, -
sem hægt væri að festa fingur
á, engin ákveðin loforð eða
fyrirheit. Það hefði þó verið
álitlegt til kjörfylgis fyrir Eyj-
ólf Konráð að lofa því að
leggja áhrif sín og blaðs síns,
og kannski eitthvað af þeim
Framhald á bls. 7.
!■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■«■
l
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■!■
■■■■■■■■■■■■■■■■•«•■■■■■■1
■■■■■■■■■n