Mjölnir


Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 3

Mjölnir - 03.11.1967, Blaðsíða 3
Nýsköpun norðlenzks atvinnulífs í samningum ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambands Norðurlands í júni 1965 var samið um sérstakan stuðning rikisvaldsins við atvinnulifið á Noro- urlandi. Var það samkomulag tvíþætt: annarsvegar samið um tímabundna bróðabirgðaaðstoð, einnig um heildarathugun á atvinnulifi þessa landshluta og gerð óætlunar um eflingu þess. Skyldu um þetta höfð samróð við AN og samtök sveitarfélaga ó Norðurlandi. Loforðið um bróðabirgðaaðstoð var efnt með stofnun Atvinnumóla- nefndar Norðurlands og fjórstuðningi rikisins við starfsemi hennar. Siðara atriðið, hcildarathugun, gerð óætlunar og aðgerðir til eflingar norðlenzku atvinnulifi, hefur hinsvcgar ekki komið til framkvæmda svo viðhlítandi sé að neinu leyti. AN sendi i fyrravetur tiilögur og greinargerð um norðlenzk atvinnumól til Efnahagsstofnunarinnar. A þingi AN, sem haldið var ó Siglufirði um næstsíðustu helgi, voru þessar tillögur enn óréttaðar, og lögð óherzla u, að þær yrðu teknar inn í framkvæmdaóætlunina fyrir Norðurland og hrund- ið í framkvæmd ó næstu órum. Mjölnir tclur þessar tillögur einhverjar hinar mikilvægustu, sem fram hafa komið ó scinni órum um atvinnumól fjórðungsins, og birtir þær þvi i hcild hér ó eftir: Síldarvinnsla. Unnið verði að því með for- göngu ríkisstjórnarinnar, að síldarvinnsla og síldarverkun verði stóraukin á Norðurlandi með því að flytja meira af síld en verið hefur með sérstökum flutningaskipum frá veiðisvæð- ununi til Norðurlands, og komið verði betra skipulagi á flutning- ana. Til að framkvæma þetta á sem hagkvæmastan hátt verði leitazt við að setja á stofn félag með mikilli þátttöku ríkisins, ásaint hlutdeild bæjar- og sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, sem mikilla hagsmuna eiga að gæta við þessar framkvæmdir. Til flutninganna verði keypt ekki færri en 3 flutningaskip til viðbótar því sem þegar hefur verið keypt. Þess verði vandlega gætt, að skipin henli vel til sild- arflutninga á hafnir síldarpláss- anna og að hægt verði að flylja hluta af síldarförmunum kælda, vegna söltunar og frystingar þeg- ar góð síld fæst til þeirrar verk- unar. Jafnframt verði þess gætt, að skipin geti hentað vel til vöru- flutninga að og frá Iandinu, svo að þau þurfi ekki að liggja ónot- uð þá tíma sem ekki eru næg verkefni við síldarflutninga. Endurnýjun bóta. Ráðstafanir verði gerðar til nð nýbygging hentugra fiskibáta til þorskveiða hefjist að nýju. — Verði það undirbúið með því að afla upplýsinga m. a. erlendis, um nýjungar í gerð báta, búnaði þeirra og veiðitækjum. Verði þær upplýsingar hagnýttar að svo miklu leyti sem þær samrým- ast hérlendum aðstæðum. Lán til nýrra fiskibáta verði veitt, auk Fiskveiðisjóðslána, vaxtalaus eða vaxtalág til langs tíma úr Atvinnujöfnunarsjóði, svo há, að samanlögð lánsupp- hæð nemi ekki minna en 90% af kostnaðarverði bátanna full- búinna. Tekið verði til vandlegrar at- hugunar, að greiddur verði styrkur til nýbyggingar fiskibáta til þeirra, sem þá um leið leggja upp gömlum, ótraustum og illa reksturshæfum bátum, og með því móti flýtt fyrir eðlilegri þró- un í bátaútveginum. Togaraútgerð. Gerðar verði ráðstafanir til að hafin verði endurnýjun tog- araflotans í formi skuttogara og smíðuð verði ekki færri en 2 ný skip á ári næstu 4—5 árin til útgerðar frá Norðurlandi. Nú þegar verði aflað ýtarlegra upp- lýsinga um nýjustu gerðir tog- ara, húnað þeirra og veiðarfæri, frá þeim þjóðum sem mesta reynslu hafa um nýbyggingu togara og útgerð þeirra. Verði sérstaklega teknar til athugunar tvær stærðir skipa og rekstursaðstaða þeirra á Norð- urlandi. Annars vegar skip af líkri gerð og þeir togarar, sem nú eru gerðir út (650—700 rúml.) búin sérstaklega fyrir sókn á miðin hvar sem er við Island og á nálægum slóðum, og jafnframt ætluð til að fiska mest an hluta ársins fyrir frystihúsin á útgerðarstöðum skipanna. Hins vegar skip að stærð um 450—500 rúml., sem væru í meginatriðum með sama fyrir- komulagi og búnaði sem hin fyrrnefndu og einnig sömu reksturstilhögun. Skip af hinni minni gerð yrðu að sjálfsögðu háðari veiðisvæðunum út af Norðurlandi og í námunda við þau, og einnig verulega háðari veðurfari við veiðarnar. Gengið er útfrá, að skipin verði með yfirbyggt framþilfar, svo að öll vinna við aflann fari fram undir þilfari,einnig að fisk urinn, sem landa skal lil vinnslu í frystihúsum, sé allur ísaður í kassa. Það fyrirkomulag ætti að gera fært, að skipin geti verið a. m. k. tveim dögum lengur í veiðiferðum, og þar með aukið nýtingu þeirra, lækkað mikið uppskipunarkostnað og gefið betri og verðmeiri fisk, er næmi að líkindum 7—10%. Til endurnýjunar logaranna verði veitt lán til ekki skemmri tíma en 20 ára, með lágum vöxt- um. Einnig verði í þessu sam- bandi tekið lil vandlegrar athug- unar, að veittur verði óaftur- kræfur styrkur til bygginga nýrra togara, þeim, sem leggja upp um leið gömlum togurum, sem eru t. d. orðnir 20 ára eða eldri og geta naumast talizt reksturshæfir lengur. Niðursuðuidnaður. Niðursuðuiðnaðurinn verði efldur með aðstoð þess opinbera, fyrst og fremst til að afla mark- aða erlendis og til að koma á fót sölustofnun fyrir framleiðslu þess iðnaðar, með hlutdeild og undir forustu rikisins og nauð- synlegum fjárstyrk til markaðs- leiiar fyrstu árin. Þeim niðursuðuverksmiðjum, sem starfandi eru á Norður- landi, verði veitt nauðsynleg lán til að fullgera verksmiðjurnar og endurbæta reksturinn. Enu- fremur verði þeim aðilum öðr- um, sem að því vinna að koma upp og reka niðursuðu- og nið- urlagningarverksmiðjur á Norð- urlandi, veitt nauðsynleg fyrir- geiðsla og lán til þeirra fram- kvæmda. Rækjuveiðar. Haldið verði áfrain frekari leit að rækjumiðum úti fyrir Norðurlandi og leitin fram- kvæmd á hverju ári og á þeim tíma, sem helzt er von um góðan árangur. Ef nægilega auðug rækjumið finnast, verði sérstak- lega greitt fyrir aukinni þátttöku í rækjuveiðum með lánveiting- um til veiðarfærakaupa og tækja til vinnslu rækjunnar. Skipasmíðasföðvar. Skipasmíða- og viðgerða- stöðvum fyrir skip og báta verði veitt nauðsynleg lán til uppbygg- ingar og reksturs, svo að stöðv- arnar verði sem fyrst búnar vinnusparandi tækjum og að- staðan að öðru leyti bætt, svo að starfsemi stöðvanna geti orðið svo hagkvæm sem kostur er. A útgerðar'stöðum, þar sem alhnikil útgerð er, og ekki er að- staða til bátasmíða og bátavið- gerða, verði unnið að því, að slíkum stöðvum verði komið upp. Til nýbygginga skipa og báta verði útveguð fullnægjandi lán, svo að byggingastöðvarnar geti boðið kaupendum nýrra skipa og báta jafngóð kjör og erlendar stöðva bjóða bezt. F rysti h ú sa rekstu r. Frystihúsunum verði veitt hagkvæm lán til hæfilega langs tíma til að koma í framkvæmd umbótum á rekstri húsanna, m. a. verði lögð áherzla á umbætur við geymslu og meðferð hráefn- isins. Hafnarbætur. Auknar verði fjárveitingar lil hafna á Norðurlandi, svo að hafnirnar, sem eru enn að mestu opnar fyrir úthafssjó, verði sem fyrst öruggt lægi fyrir báta og skip viðkomandi staða og fyrir tafalitla afgreiðslu flutninga- skipa. Við hafnir á helztu verzlunar- stöðunum verði byggð vöru- geymsluhús, svo hægt verði að leggja þar á land allmikið af vörum til dreifingar á nærliggj- andi staði. Rafvæðing. Hraðað verði fullnaðarundir- búningi að fullnaðarvirkjun Laxár í Þingeyjarsýslu sam- kvæmt þeirri tillögu um tilhögun virkjunarframkvæmda þar, sem hagkvæmust er talin fyrir neyt- endur á Norðurlandi öllu. Keppt verði að því að ljúka undirbún- ingsvinnu fyrir virkjunina svo fjótt, að framkvæmdir geti haf- izt á næsta ári. Jafnfranrt aukinni virkjun Laxár verði byggð háspennulína frá stöðinni til kauptúnanna í Norður-Þingeyjarsýslu og raf- veiturnar á öllu Norðurlandi tengdar saman. IJaldið verði stöðugt áfram lagningunr dreifi- lína um landbúnaðarhéruðin á Norðurlandi. Iðnaður. Greitt verði svo sem kostur er fyrir efiingu iðnarins á Norður- landi til þess að bæta aðstöðu hans í hinni hörðu samkeppni. Tollar verði lækkaðir á innfluttu hráefni og vélum til iðnaðarins. Iðnaði, sem starfar að fram- leiðslu nauðsynjavarnings með hagkvæmum hætti, verði veitt nauðsynleg vernd fyrir hömlu- lausum innflutningi sams konar iðnaðarvara. Tunnusmíði. Tunnuverksmiðjur ríkisins verði starfræktar )á hverjum vetri og eigi skemur en 5 til 6 mánuði af árinu. Vélakostur þeirra verði endurbæltur, svo að þær verði jafnvel búnar að véluin og tækjum til smíðanna og bezt gerist í þeim löndum, sem við verðum að keppa við í lunnu- smíði. Stefnt verði að því, að tunnur undir alia saltsíldarframleiðsl- una verði smíðaðar innanlands. Byggt verði við verksmiðjuna á Akureyri geymsluhús fyrir efnivörur og framleiðslu verk- smiðjunnar og verði þar með hætt þeim . óhæfilega dýra sel- flutningi á tunnuefninu og tunn- unum, sem þar hafa verið smíð- aðar. Mjólkur- og kjötvinnsla. Greitt verði fyrir áframhald- andi framförum og aukinni fjöl- breytni í vinnslu og verkun landbúnðarframleiðslunnar með nauðsynlegum lánum til bygg- inga-, véla- og tækjakaupa, sem þörf er á til mjólkurstöðvanna og einnig til sláturhúsa og fleiri vinnslustöðva landbúnaðarins á ýmsum stöðum á Norðurlandi. Fóðuriðnaður. Stuðlað verði að því, að byggðar verði heymjöls- eða heykögglaverksmiðjur, ein eða fleiri, á Norðurlandi, eftir því sem reynsla leiðir í ljós, að hag- kvæmt sé, og verði þessari starf- semi valinn staður eða staðir, þar sem skilyrði eru talin bezt fyrir þann verksmiðj urekstur að dómi sérfróðra manna um það efni. Tollvörugeymsla. Unnið verði að því, að komið verði upp tollvörugeymslu við Akureyrarhöfn til að greiða með því fyrir verzlunarstarfseminni á Norðurlandi, og á allan hátt verði stult að því, að verzlunar- fyrirtækin geti aukið milliliða- lausan innflutning á vörum og haft sambærilega? aðstöðu við innflytjendur í Reykjavík. Olíustöð. Gerðar verði ráðstafanir af því opinbera til að hæfilega stór olíustöð verði sett upp á Norð- urlandi fyr'ir helztu tegundir olíu og benzíns, svo að hægt verði að flytja þessar vörur til Norðurlands beint erlendis frá. Nýting jarðhita. Geitt verði fyrir auknum framkvæmdum við hagnýtingu jarðhita á Norðurlandi með út- vegun lána til langs tíma. Hita- veituframkvæmdum til hitunar húsa verði hraðað í þeim bæjum og sjávarþorpum, þar sem skil- yrði eru góð til reksturs hita- veitu. Vegaframkvaemdir. Haldið verði stöðugt áfram að auka og bæta vegakerfið í Norðlendingafjórðungi. Undir- búið verði á þessu ári, að gerð hraðbrautar í nágrenni Akur- eyrar, með varanlegu slitlagi, geti hafizt á næsta ári. Jafnframt verði auknar verulega fjárveit- ingar til nýbygginga ýmissa þjóðvega á Norðurlandi, svo sem nýs vegar um Melrakkasléttu til Raufarhafnar og víðar. Mjölnir (B

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.