Mjölnir - 03.11.1967, Page 7
Kaninukofinn við vatnsgeyminn. Snjóföl er ó jörðu, en saml
mó sjó að ýmiskonar rusl hefur safnast þarna að. Hitt sézt
ekki ó myndinni, gras, mosi, matarleyfar o. f 1., sem tilheyra
matföngum dýranna, og liggur þarna fast við op yfirfalls-
rörsins.
Er neyzlnvatn
Nis'lfirðingra
omensað?
Þessari spurningu var varpað'
fram hér í blaðinu fyrir löngu
síðan, og hún er endurtekin nú
vegna þess alvarlega ástands,
sem sýnilega ríkir enn í neyzlu-
vatnsmálum Siglfirðinga. — Sú
staðreynd, að í neyzluvatninu er
svo til stöðugt morandi af alls-
konar rusli og smápöddum, hef-
ur vakið marga til alvarlegrar
umhugsunar og umtal um þetta
manna á meðal farið vaxandi.
Þegar svo við þetta bætist að
kominn er á kreik orðrómur um
að mjög neikvæðar niðurstöður
fáist af rannsóknum á heilnæmi
neyzluvatnsins, þá fer almennitig
ur að verða enn tortryggnari út
í þessi mál.
Eins og allir vita er neyzluvatn
Siglfirðinga aðeins yfirborðs-
vatn, tekið úr ám og lækjum
fram í Hólsdal, Skarðsdal og
Hvanneyrarskálarhlíð. Gerðar
hafa verið uppistöður og vatnið
síðan tekið frá þeim í vatns-
geyma til miðlunar. Allt virðist
á eina bók lært hvað snertir um-
búnað og frágang við þessi mann
virki, girðingar eiga að vera
kringum vatnsbólin eða uppi-
stöðurnar, en þær eru auðvitað
ekki gripheldar eða þá þær fyrir
finnast alls ekki. Sauðfénaður,
hross og fleiri skepnur eiga því
greiðan aðgang fast að þessum
vatnsbólum. Vatnsgeymarnir eru
flestir gamlir og úr sér gengnir,
sumir, t. d. sá í Hvanneyrarskál-
arhlíðinni illa vatnsheldur og
göt á honum næstum í jarðhæð.
Yfirfallsrör hans liggur fast við
jörð, en er alltaf tómt og því til-
valin leiðsla fyrir ryk og rusl, og
rottur og jafnvel kanínur eiga
jrar greiða leið inn í geyminn.
Fast við þennan geymi og við op
hins tóma yfirfallsrörs er nú bú-
ið að setja upp kanínubú með
tilheyrandi rusli og óþverra um-
hverfis. Hvort þetta er gert með
samþykki vatnsveituyfirvalda og
heilbrigðisfulltrúa er ekki vitað,
en þetta hefur óáreitt fengið að
komast þarna upp og vera í friði
svo vikum skiptir, svo annað
hvort er, að ekkert eftirlit er með
þessum mannvirkjum eða að
|>etta er sett upp í fullkomnu leyfi
viðkomandi aðila.
Ofremdarástandið í neyzlu-
vatnsmálum Siglfirðinga er ekki
nýtt af nálinni. Fyrir mörgum
árum fluttu bæjarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins tillögur í bæj-
arstjórn um fjárveitingar til
nauðsynlegra úrbóta. Þær til-
lögur voru felldar en samþykkt
að kjósa nefnd til að athuga á-
standið. Hvað sú nefnd hefur
gert og hvað hún hefur lagt til,
hafi hún nokkurn tíma starfað,
það er ekki kunnugt, a. m. k.
ekki almenningi í bænum. Hitt
er víst að ruslið og óþverrinn í
vatninu hefur haldið áfram og
ekki minnkað, og er furðulegt
það sinnuleysi, sem bæjaryfir-
völd og heilbrigðisyfirvöld hafa
sýnt þessu máli.
Nú er það áskorun til þessara
aðila, bæjarstjóra, heilbrigðis-
fulltrúa og heilbrigðisnefndar,
að þeir taki af allan vafa bæjar-
búa um heilnæmisástand neyzlu-
vatnsins og birta um það yfirlýs-
ingar í blöðum, geri yfirleitt
hreint fyrir sínum dyrum í þessu
efni. Heilnæmisástand vatns hef-
ur þýðingu fyrir fleira en notkun
þess til drykkjar og matargerðar.
Matvælaiðnaður á allt undir því
að ómengað vatn sé til hans not-
að. Það er því mikið í húfi fyrir
þennan bæ að neyzluvatnsmálin
séu ekki forsómuð meira en orð-
ið er.
LAUSSTAÐA
Skrifstofu- og innheimtumannsstaða við bæjarfó-
getaembættið á Siglufirði er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og
meðmælum, ef til eru, sendist bæjarfógetanum á
Siglufirði fyrir 10. desember n. k.
Bœjarfógetinn á Siglufirði, 1. nóvember 1967.
LÖCTAKSðRSKURDUR
Hinn 20. þ. m. var kveðinn upp lögtaksúrskurður
fyrir eftirtöldum gjaldföllnum og ógreiddum gjöldum
ársins 1967 o. fJ.
011 gjaldíallin og ógreidd þinggjöld og trygginga-
gjöld ársins 1967, tekjuskattur, eignarskaltur, almanna
tryggingagjald, iðgjöld atvinnurekenda samkv. 40. og
28. gr. alm.tryggingalaga), námsbókagjald, sóknar-
gjald, kirkjugarðsgjald, atvinnuleysistryggingaiðgjald,
iðnaðargjald, iðnlánasjóðsgjald, launaskattur, gjald-
fallinn söluskattur og viðbótarsöluskattur, skemmtana-
skattur, bifreiðaskattur, skoðunargjald ökutækja, skipa
skoðuuargjald, lesta- og vitagjöld, gjald af innlendum
tollvörutegundum, vélaeftirlitsgjald, rafmagnseftirlits-
gjald og skipulagsgjald.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt drátt-
arvöxtum og lögtakskostnaði, verða láin fara fram
að 8 dögum liðnum írá birtingu þessarar auglýsingar,
án frekari fyrirvara, verði þau eigi greidd innan þess
tíma.
Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 22. sept. 1967
Elías I. Elíasson.
Framkvæmdanefnd Byggingaróæflunar
í Siglufirði
AKJ.VSIK
Framkvæmdanefndinni hefur verið falið að kanna
þörf fyrir íbúðabyggingar í bænum.
í því sambandi auglýsir nefndin eftir umsóknum
um íbúðir þær, sem kunna að verða byggðar á vegum
Byggingaráætlunar ríkisstjórnarinnar.
Þeir aðilar, sem áður hafa lagt inn umsóknir um
íbúðir þessar, eru vinsamlega beðnir að staðfesta um-
sóknir sínar.
Umsóknareyðublöð íást á bæjarskrifstofunni.
Umsóknum sé skilað til bæjarstjóra fyrir 1. desem-
ber n. k.
Siglufirði, 28. okt. 1967.
I framkvæmdanefnd Byggingaáætlunar í Siglufirði:
Jóhann G. M'óller, Kolbeinn Friðbjarnarson,
Pádl Jónsson, Guðbrandur Sigurbjörnsson,
Þormóður Runólfsson.
Tilkynninð um nðsetursskiíti
ALLIR ÞEIR, sem skipt hafa um heimilisfang í Siglu-
firði, og flutzt hafa til eða frá bænum, eru áminntir
um að tilkynna aðsetursskipti sín sem fyrst á bæjar-
skrifstofuna, og í síðasta lagi fyrir 1. des. n. k.
Siglufirði, 30. október 1967.
Bæjarstjóri.
Injafavörnr
teknar upp daglega.
KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA
BÚSÁHALDADEILD
Nendum lieim
Símar: 7-12-01 og 7-12-05
KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA
KJÖRBÚÐ
SAMKVÆMT lögum um vinnumiðlun og atvinnuleys-
istryggingar, fer fram almenn atvinnuleysisskráning
dagana 6., 7. og 8. nóv. n. k.
Skráningin fer fram á bæjarskriístofunni á venju-
legum skrifstofutíma, frá kl. 9—12 árdegis og 1—5
síðdegis greinda daga.
Siglufirði, 30. okt. 1967
Bæjarstjórinn.
Mjölnir — (7