Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 5

Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 5
Raígnar Arnalds, alpm. Mættihafa sömu bæjarstjórn fyrir Siglufjörð og Sauðárkrók? Úhentugt að skrifstofa á Akureyri stjórni málum í þessu kjördæmi. - Stofna þarf sérstök samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. „Fundurinn felur Bæjárstjóm Sauðárkróks að kanna undirtektir sveitarstjóma í Norðurlandskjördæmi vestra 11 m stofnun sérstakra samtaka sveitarfélaga í kjördæminu, er komi fram sameiginlega fyrir þau í hagsmunamálum þeirra. ' Ofanrituð samþykkt var gerð á fundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna kjördæmisins á Sauðárkróki 27. okt. s. 1. Mörg og þung rök mæla með þvi, að stofnuð verði sérstök sveitar- stjórnarsamtök fyrir Norður- land vestra. Fyrst er rétt að minna á, að nú hafa verið skipulögð sér- stök samtök fyrir hvert kjör- dæmi alls staðar á landinu nema á Norðurlandi. NorSur- land vesira, er eina kjördæmi landsins þar sem svo stendur á, að miöstöö fyrir samtök sveilarfélaga er utan kjör- dæmisins. Samtök sveitarfélaganna eru umsagnaraðili gagnvart stofn- unum ríkisins í fjölmörgum tilvikum. Nú er til dæmis fyrirhugað að gera sérstaka byggðaáætlun fyrir Norður- land vestra. Aö sjálfsögðu er þá mjög óeðlilegt, aS unniS verSi aS þeirri áætlun í sam- ráSi og aS nokkru undir stjórn skrifstofu, sem hefur aSsetur á Alcureyri —• í allt öSru kjör- dæmi. Vesturland og Vest- firðir eru í sama landsfjórð- ungnum, Vestfirðingafjórð- ungi, líkt og bæði kjördæmin á Norðurlandi eru í sama fjórðungi samkvæmt æva- fornri skiptingu landsins í fjórðunga. En aldrei dytti Vestfirðingum í hug að skyn- samlegt væri, að miðstöð heima í héraði fyrir Vestfjarða áætlun yrði á Snæfellsnesi eða í Borgarfirði. Á seinasta þingi var ákveð- ið að greiða skyldi lands- hlutasamtökum sveitarfélaga ákveðið framlag úr Jöfnunar- sjóði til að auðvelda þeim að starfrækja skrifstofu. Skrif- stofan á Akureyri fær greidda sömu upphæð til starfsemi sinnar og hvor skrifstofan um sig á Vestfjörðum og Vesturlandi, fyrir að annast Norðurlandskjördæmi eystra, sem er þó miklu fjölmennara en hin kjördæmin og fyrir að hafa auk þess umsjón með þessi mál í fullri hreinskiini heilu kjördæmi til viðbótar —- Norðurlandi vestra. Tvenn samtök á NorSurlandi myndu liins vegar fá tvöfalt hærra framlag úr JöfnunarsjóSi en NorSurlandskjördæmin fá nú og þau gætu þá væntanlega veitt tvöfallt betri þjónustu. Það sama er að segja um framlag til landshlutasamtaka sveitarfélaga úr Byggðasjóði skv, lögum um Framkvæmda- stofnunina. MeSan samtökin spanna yfir tvö kjördæmi, fæst helmingi minna framlag til áœtlunarstarfsemi heima i héraSi en vera myndi, ef ein samtök væru fyrir hvort kjör- dæmi, eins og annars staSar á landinu. Lengi hefur staðið til, að sett yrði löggjöf um réttindi og skyldur landshlutasamtaka sveitarfélaga. Það hefur þó enn ekiki tekizt, vegna þess að ekki er samkomulag um það, hvernig samtökin skuli upp byggð. Samtökin á Norður- landi, sem spanna yfir tvö kjördæmi, eru öðru vísi upp byggð en samtökin fyrir aust- an, sunnan og vestan. Slofnun sérstakra samtaka á NorSur- landi vestra yrSi til þess aS auSvelda og flýta fyrir því, aS sett yrSi löggjöf um lands- hlutasamtökin og þau fengju þar meS sinn réttmæta sess i íslenzkri stjórnskipun. Það tíðkast nú í vaxandi mæli á ýmsum sviðum, að landinu sé skipt upp í 6-8 umdæmi og settar eru upp ýmiss konar þjónustumiðstöðv ar í hverju umdæmi. Yfirleitt falla þessi umdæmi saman við skiptingu landsins í kjördæmi, en þó er mjög augljós til- hneiging til að gera eina und- antekningu, þ. e. að sleppa þess háttar þjónustumiðstöðv- um á Norðurlandi. vestra og láta miðstöðina á Akureyri nægja. Nefna mætti ýmis dæmi bæði um skóla og opin- berar stofnanir. Ég taldi mér skylt að ræða Nú er til dæmis verið að ganga frá nýju frumvarpi um grunnskóla. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að stofnað- ar verði fræðsluskrifstofur í hverju kjördæmi, sem starfi undir stjórn fræðsluráðs. Mér er þó kunnugt um, að nefnd- in, sem fjallar nú um frum- varpið, áður en það verður lagt fyrn Alþingi, liefur gert ráð fyrir einni undantekningu á þessu, þ. e., að á Norður- landi vestra verði engin fræðsluskrifstofa, heldur verði það kjördæmi sett undir skrif- stofuna á Akureyri. Ég hef spurt einn nefndarmanninn hvernig standi á þessu og hann svaraði því einfaldlega, að á Norðurlandi væru aðeins ein landshlutasamtök og hann vissi ekki betur en forystumenn Fjórðungssambands Norðlend- inga vildu hafa þetta svona. Nákvæmlega sama hættan er á ferðinni, þegar stofn- aðar verða umboðsskrifstof- urur Tryggingarstofnunar ríkis ins, eins og nú er í bígerö. Spurningin er aSeins, hvort fólkiS á NorSurlandi veslra unir þvi, aS þetta kjördæmi sé algjörlega sniSgengiS, þegar ýmsum umborSskrifstofum og þjónustumiSstöSvum ríkisins verSur valinn staSur i öllum öSrum kjördæmum en hér, eSa hvort sveitarfélögin á NorSurlandi vestra taka af skariS og minna á, aS þessi hluti landsins er sérslakt kjördæmi — og ekki þaS minnsta sem hlýtur aS gera sömu réttindakröfur og önnur kjördæmi og hefur ekki minni þarfir. Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga, sem haldið var á Akur- eyri í septemberbyrjun, vakti ég athygli á því, að óhjá- kvæmilegt væri að endurskipu leggja Fjórðungssambandið með þáð fyrir augum, að landshlutasamtökin yrðu tvö. Jafnframt væri þó nauðsyn- legt og sjálfsagt, að Norðlend- ingar að austan og vestan ættu áfram nána samvinnu sín í milli og héldu jafnvel áfram sameiginleg Fjórðungs- þing, sem myndu þá fjalla um sérhver þau málefni, sem sér- staklega snerta bæði kjördæm- in. og einmitt á þessum fundi, svo að þeim á Norðurlandi eystra fyndist ekki, að farið ' æri aftan að þeim. Að vísu er ekki verið að taka eitt eða neitt frá þeim — þeir halda öllu sínu, en ljóst er, að mál- ið er viðkvæmt hjá einstaka mönnum á Akureyri. Hins vegar átli ég alls ekki von á því fjaðrafoki, sem varð á fundinum, þegar á þetta var minnst. Nokkrir forystumenn Fjórðungssamhandsins af Norðurlandi eystra brugðu við hart og töluðu um það voða- verk að ætla að kljúfa og sundra samtökunum. Og það einkennilegasta var, að jafnvel úr liópi fulltrúa af Norður- landi vestra heyrðust hjárórua raddir af svípuðu tag'i. En rökin á móti tvennum landshlutasamtökum — þau heyrðust ekki. Þeir mörgu ræðumenn, sem mæltu gegn stofnun sérstakra landshluta- samtaka á Norðurlandi vestra, höfðu aðeins eitt fram að færa: að lýsa í hástemdum orðum, mismunandi skáldleg- um, hve nauðsynlegt væri að viðhalda einingu Norðlend- inga með því að hafa ein sam- tök fyrir bæði kjördæmin. Eins og kunnugt er, bafa Samtök ísl. sveitarfélaga starfað lengi, en á seinustu ár- um liefur verið talið hag- kvæmt að stofna sérstök sam- tök sveitarfélaga í hverju kjördæmi. Eftir kenningum forystumanna Fjórðungssam bandsins ætti það að hafa ver- ið hið svívirðilegasta klofnings verk að stofna þessi kjór- dæmissamtök. Þeir virðast ekki skilja að þetta mál er „einingu Norðlendinga" með öllu óviðkomandi. Spurningin er aSeins hvernig fariS er aS því aS skapa hentuga félags- einingu á hæfilega stóru starfs svæSi. FjórSungssambandiS er einfaldlega alltof stór og þung- lamaleg samtök miSaS viS þaS verkefni sem þau hafa. Starf- ið verður yfirborðskennt og fundaáhöld óþarflega erfið, þegar starfssvæðið er svo geysilega víðlent. ÞaS er ekki hentugt fyrir fólkiS á Siglufiröi og Sauöár- króki aöaliafa sömu bæjar- stjórn og láta opinbera aSila meShöndla sig, eins og um væri aS ræöa sama bæjarfélag- iö. Og nálivæmlega sömu rök eiga viS um.. kjördæmin.. á NorSurlandi vestra og eystra. Allt tal um samheldni eða sundrungu, er að sjálfsögðu algerlega út í loftið í þessu sambandi. Það verður að velja það skipulag, sem er eðlilegast og hentugast. Ragnar Arnalds Otivistir barna á kvöldin Það vekur athygli þeirra, sem um götur fara á Siglufirði, hve oft börn á unga aldri . eru á ferli á kvöldin. Allt niður í sjö — átta ára börn eru á þvælingi, stundum í hópum um götur og garða, Jiegar kominn væri tími fyrir þau að fara í rúmið að sofa. Þeir aðilar sem helzt ættu yfir börnunum að segja, foreldrarnir, láta þetta gott heita, annaðhvort af ráðaleysi gagnvart börnunum eða þá kæru leysi gagnvart þeim og settum reglum. Löggæzla og skólayfir- völd virðast þarna í harðri klemmu, en varla er von til að börn, sem komast upp með að virða að vettugí allar reglur um útivistartíma, virði aðrar regl- ur t. d. um hegðun í skóla, al- inennar umgengnisvenjur, uin- ferðarreglur og þess hátlar. Enda eru brot á umferðarregl- um eitt af því, sem þessi uti- vistarbörn iðka hvað mest, eru á ljóslausum reiðhjólum farandi þvert á allar umferðarreglur í hænum. Þetta virðist lögregian aldrei sjá, enda virðir hún kannski manna mest reglurnar um tímanlega inniveru er kvölda tekur. Væri nú ekki ráð, að gera á þessu bragarbót? Gætu ekki foreldrar, skólar og lögregla tekið liöndum saman um átak til úrbóta? Þetta heyrir tvímæla laust undir uppeldismál og lög- gæzlu. Leiguhúsnœði í Sigluf jarðarkaupstað Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur óskað eftir könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í Siglufjarðar- kaupstað. Þeir, sem eru í þörf fyrir leiguhúsnæði, vinsamlegast svari fyrirspumum á þar til gérðu eyðublaði, sem fæst á skrifstofu bæjarins, fyrir 14. þ. m. Siglufirði 4. nóv. 1972. Bæjarstjórinn í Siglufirði. MJÖLNIR — 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.