Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 6

Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 ClR DAGBOKARBLOÐUM AGNESAR AAGAARD. Framh. af 5. síðu. komum nálægt prestsetrinu. Þar mættum við 6 drengjum ríðandi og slógumst við í hópinn til þess að geta þeyst áfram, því að hest- arnir eru þeim mun fjörugri sem fleiri eru saman komnir. Þegar hleypt er á stökk fara allir af stað. Allt gekk vel, þangað til hesturinn minn hrasaði og ég steyptist af baki, án þess þó að meiða mig. Hestarnir hrasa oft og maður verður alltaf að hafa gát á og taka í taumana, en því gleymdi ég. Eg steig aftur á bak ósmeik og við þeystum áfram. Mér var hrósað fyrir dirfsku mína. Klukkan var orðin átta, þegar við komum heim. Við hjón drukkum te í skyndi, því að við höfðum boðið félögum okkar upp á toddyglas. Ella varð fyrst að fara uppeftir til madd- ömu Bjarnasen og fá lánaða mjólkurkönnu og til maddömu Thomsen eftir einni vatnsfötu. Kvöldið var skemmtilegt, tíminn leið við viðræður um Kaup- mannahöfn og Óðinsvé, þar sem bræðurnir þekkja nokkuð af fólki: Unnustar Júlíusar er frænka Bergs krypplings frá Hunderup, sem við sáum svo oft í Albani. Allar viðræður snúast um gamla hluti, sem maður rifj- ar upp. Þetta var skemmtilegasti dagur. í dag erum við stirð í öll- um limum eftir þessa óvenjulegu hreyfingu. Á miðvikudagskvöldið kl. 1 komu þeir úr veiðiferðinni. All- ur aflinn var horaður þorskur, sem var lagður inn í krambúð- ina. Um kvöldið las Maríus hátt. En samt fórum við snemma í háttinn til þess að hvíla þreytta limi.“ Þessi frásögn frú Aagaard gefur lifandi mynd af lífi hennar í leið- indum og á gleðistundum. Fólkið, sem hún nefnir, voru þeir Thom- sensbræður. En faðir þeirra átti Miðbúðina og rak þar verzlun, sem frændi þeirra, Jes Thomsen, var verzlunarstjóri við, Júlíus var um þesar mundir 23 ára að aldri. Vinstúlkan var Elín Jónsdóttir, 18 ára gömul. Þau voru þá þrjú í Nöjsomhed (nú Stafholt), Maríus Aagaard sýslumaður, Agnes kona hans og Elín. Veiðiferð þeirra félaga hefur ver- ið höfð að háði og gamni. Þeir félagar hafa þótt ófiskilegir, enda var aílinn rýr. Upp kom vísa um sjóferðina, gekk hún mann frá manni, þó að ókunnugt væri um skáldið. Margir hagyrðingar voru í Eyjum um þetta leyti. Dugir að minna á Gísla Engilbertsson á Tanganum og Sigurð Sigurfinnsson í. Kokkhúsi. Þó ég vilji alls ekki fullyrða, að annarhvor þeirra hafi gert hana. Vísan er svona: Stýrið misstu brjótar brands beint í ólgu-sjónum. Urðu svo að leita lands loppnir mjög á klónum. Dines ýsur dró óseinn daufur mjög af þreytu. Músarrindla ótal einn Aagaard drap í beitu. Dines sá, er nefndur er, var Pet- ersen, og var verzlunarmaður í Austurbúðinni hjá Bryde. Hann var seinna kunnur kaupsýslumaður í Kaupmannahöfn og verzlaði við íslendinga. M. Aagaard, sýslumaður í Eyjuin 1872—1891. Veðrið hjálpaði til að gera sýslu- mannsfrúnni lífið dapurlega. ,,Það var heldur slæmt.“ Hún heldur á- fram frásögn sinni: ,,Á fimmtudag var veðrið hrá- slagalegt, hvasst og regnþrung- ið. Hér eru þessi furðulegu um- skipti. Einn daginn er blíðasta sumarveður, en þann næsta sannarlega haustveðrátta. Ár- degis fór sú fregn um alla eyna, eins og eldur í sinu, að seglskip væri í augsýn. Það var norsk skonnorta með timburfarm. Það er viðburður í fásinninu og mað- ur horfir með forvitni á það, er skipið siglir í höfn. Eg stóð við gluggann, þeytandi eggja- hvítur, til þess að horfa á þegar það siglir í höfn. Skipið er grænt og nokkuð stórt. Nú er það lagst fyrir akkeri. Mér þykir gaman að horfa á siglurnar og fánann. Eg skrifaði einu sinni, að það gripi mig heimþrá, er ég sæi Diönu sigla héðan, en miklu meira fær það á mig, þegar segl skipin fara, því að þau standa manni nær. Þegar Jóhanna sigldi af stað horfði ég hrygg á eftir henni, en þó hvarflaði sú huggandi hugsun í hug, að hún kæmi aftur. Þegar Hermine sigldi af stað tveimur dögum seinna með Thomsen gamla og tvær stúlkur, sem ætla að freista gæfunnar heima, — þær komu til að kveðja og þær kysstu mig fyrstu kossunum, sem hér tíðk- ast —, þá greip mig meiri til- finningasemi. Eg stóð með spenntar greipar og horfði á skipið fara hægt fram hjá, og það var næstum því eins og tek- inn væri af mér limur, til hví- líkrar kvalar fann ég og mér fannst ég vera ósköp ein og yfir- gefin. Eg kraup með andlitið niðri á sófanum og grét sárt. Eig- inmaður minn var niðri við höfn ina og Ella einnig, til þess að kveðja vinkonur sínar, svo ég var einsömul. Eg vildi ógjarnan, að Maríus fengi vitneskju um það, hve ég var barnaleg, en þegar hann eftir heimkomuna minntist á svipað ástand, sagði ég honum hvernig ég hefði hegð- að mér og við vorum sammála um, að það væri barnalegt, því að ég mundi ekki vilja, hvað sem í boði væri, fara heim án hans. Eins og áður segir var veður dapurlegt, en innan veggja líður okkur vel. Kl. 2 kom Nicolaj og sat hér nokkrar klukkustundir. Honum fannst það líka dapurlegt og svo hugguðum við hvert annað. Er við fengum okkur te kom Júlí- us og sat hér til háttatíma." Gamli Thomsen faðir þeirra Nic- olajs og Júlíusar. Stúlkurnar, sem sigldu í ævintýraleit, voru þær María Tranberg frá Jómsborg og Oddný Magnúsdóttir frá Fryden- dal eða Guðrún Austmann frá Þórlaugargerði. Þær fóru allar til Kaupmannahafnar 1875. Frú Aagaard heldur áfram að lýsa þeim áhrifum, sem hafið og veðurfarið hafa á hana: „Föstudagskvöld. í gær var hráslagalegt og hvasst. Árdegis heyrði ég í eldhúsið undarlegan dyn. Ella sagði, að það væri haf- brim. Upp úr hádegi þrammaði ég þess vegna einsömul austur á Urðir og settist í sætið mitt, sem ég hef valið mér. Verð ég að klifra í það yfir stóra steina. Það var nokkurt brim og eink- um drósa athygli mín að litlum fiskibát, sem valt eins og skel, og stundum var útlit fyrir, að hann græfist á kaf í bárurnar. Hvassviðrið hrakti mig fljótlega úr háu sæti mínu og ég færði mig í betra skjól. Öll ströndin hér er þakin stórgrýti og hrauni frá Helgafelli, og vegna þess, að haf ið brýtur í sífellu á henni, hef- ur það á sumum stöðum rutt burtu undirstöðunni, en efsta lag- ið hangir uppi og myndar eins- konar'hengibrú, sem hægt er að ganga undir. Undir þeytist sjór- inn inn í hellismyndanirnar. Það er fögur sjón og þegar mikið brim er, skvettist sjórinn hátt. Það er stórkostlegt. Eg sat þarna lengi, þar til hellirigning hrakti mig heim.“ Frúin undi sér vel á eintali við náttúruna um þessar mundir. Skömmu síðar hætti hún að skrifa dagbókarblöðin og það var ekki fyrr en þremur árum síðar, að hún greip til pennans á ný. Þá var kom- ið annað hljóð í strokkinn. „Að kvöldi fjórða jóladags 1878. Það varð langt í kveðjum mín- um við dagbókina. Nú hef ég gripið til hennar aftur og lesið yfir það, sem ég hef skrifað. Hvílíkur munur á fortíðinni og nútíðinni. Eg skil bara ekki, hversu þunglynd ég hef verið og haft svona mikla gnægð frí- stunda. Nú hverfa dagarnir mér mcð ótrúlegum hraða og mér leiðist aldrei. En nú á ég líka tvo fallega snáða, sem geta stytt tímann og gert allt bjart kring um mig.“ Frú Aaagaard hitti nýtt fólk, er hún kom til Eyja og leizt henni í fyrstu ekki sem bezt á sumt af því, en er tímar liðu, breyttust viðhorf hennar. Hún trúði dagbókarblöð- unum fyrir hugreningum sínum um náungann og þó hún sé stundum kannske alltof fordómafull og hlaupi eftir bakmælgi, þá bregða athugasemdir hennar upp lifandi myndum af fólkinu, sem hún um- gekkst í Eyjum. Verður hér sitt hvað tínt til og frásögn frúarinnar rofin á stundum til þes að gefa nánari skýringar. 1875. Árdegis fimmtudag (í ágúst): „í gær kom læknirinn í langa heimsókn. Hann kom um nótt- ina úr löngu ferðalagi á megin- Frh. á 23. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.