Fylkir - 23.12.1965, Page 9
9
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
ELÍN PALMADÓTTIR:
Þar m vatnið er
Vandamál Vestmannaeyinga er
vatnsleysi. Þess vegna datt mér í
hug, að Eyjabúar kynnu að hafa
gaman af að heyra um annað land-
svæði, þar sem vandi íbúanna er
of mikið vatn. Þetta land er Hol-
land. Hollendingar þurfa ekki að
leggja á sig erfiði til að ná í vatn.
Ofka þeirra beinist að því að halda
landinu sína upp úr vatni.
Eg hafði að vísu heyrt, að 40%
af Hollandi hefði verið undir sjó
En talan, þó há sé, verður ekki
raunveruleg fyrr en maður horfir
á þessi geysilegu flæmi af landi
undir sjávarmáli, skurðanetið og
dælurnar á flóðgörðunum. Til að
kynnast þessu, er aðgengilegra fyr-
ir ferðamanninn að koma fyrst til
Amsterdam með öllum sínum skurð
um og fara síðan í ökuferð um
norðanvert landið, sem nær öllu hef
ur verið lyft úr sjó. Það sakar þá
heldur ekki, þegar íslendingar eiga
í hlut, að í Amsterdam er gott að
verzla, ódýrar vörur og góðar, og
ein borg af því tagi þarf helzt að
falla inn í ramma hvers ferðalags
frá íslandi. Slík ferð er t. d. hluti
af utanlandsferð, sem ferðaskrif-
stofan Sunna skipuleggur nokkr-
um sinnum á sumri til London,
Amsterdam og Kaupmannahafnar.
Lent er á Shiphol flugvelli, sem
er 4Vz m neðar yfirborði sjávar.
Hann liggur í einu horninu á gríð-
arstóru vatni, sem einu sinni var.
Árið 1617 gerði frægasti verkfræð-
ingur og vindmyllusérfræðingur
Hollands, Jan Adriaansz Leegh-
water, áætlun um að þurrka upp
allt þetta vatn með 160 vindmyll-
um. En það var of stór biti að
gleypa á þeim dögum og allt of
dýrt, svo þessi stórtæka áætlun
varð ekki að veruleika fyrr en með
tilkomu gufuaflsins. Ef við ökum
meðfram sléttunni, sem þessi stóri
flugvöllur er á, horfum við niður
yfir flugbrautirnar, eins og úr
lofti, og vatnsborðið á skurðun-
um í kring er 4xk m ofar en gras-
sléttan. Þar sem landið er dýrmætt
í Hollandi og flugvélarnar nota að-
eins hluta af hinum fyrrverandi
vatnsbotni er þar rekið eitt af
stærstu kúabúum landsins og um
100 kýr bíta þarna ótruflaðar af
þotunum, sem æða upp eða inn til
lendingar.
Guð skapaði jörðina, en Hollend-
ingar landið sitt, er sagt. En hvern-
ig gera menn nú land úr sjávar-
botni. Hollendingar fara þannig að.
Byrjað er á að gera háa flóðgarða
í kringum það grunnsvæði, sem á
að taka undir land. Þegar hringn-
um hefur verið lokað, eru byggðar landi sínu. Og ýmislegt óvænt gæti
dælustöðvar með jöfnu millibili á hugsanlega komið fyrir, sem eng-
görðunum Og vatninu er dælt út in mannshönd réði við. Til dæmis
fyrir garðana í djúpa skurði, sem má sjávarmál ekki hækka mikið,
liggja landmegin við þá. Skurðirnir til að Holland þurrkist út. Reiknað
eru í samband við hið mikla skurða hefur verið út, að ef heimskauta-
net landsins, sem leiðir vatnið út ísinn bráðnaði, þá mundi sjávar-
í sjó. Áður fyrr var vatninu dælt mál á hnettinum hækka um nær
með vindmyllum. Og þessar gömlu 80 m. Þetta vita Hollendingar, og í
vindmyllur með risaspöðum sínum einni dælustöðinni hafa þeir gert
setja enn mikinn svip á landið. upphleypt líkan af Hollandi með
Þurrkaði botninn er sandborinn og dælustöðvum sínu mog skurðum
leirkenndur af framburði ánna og og er hægt að hleypa á þá vatni
hentar vel undir grasrækt, enda eru og dæla þurrt á nokkrum mínút-
þar rekin nautgripabú. En þó stöð- um. Sýnir það vel hver örlög Hol-
ugt sé dælt til að halda landinu landi væru búin, ef eitthvað gerð-
þurru, þá er það ekki þurrara en ist á borð við það, að heimskauta-
svo, að bændurnir ganga enn á ísinn bráðnaði.
hollenzku tréklossunum, sem eru Fyrr á öldum voru flóðin þó
hentugasti fótabúnaðurinn er hugs- ekki til ills eins. í stríðum kom það
azt getur á þessu vota landi. fyrir, að síðasta vörn Hollendinga
Hollendingar hafa þannig verið var opna flóðgáttir og varna ó-
að þurrka upp land sitt síðan þeir vinaherjum þannig að ná ákveðn-
grófu fyrsta skurðinn á 12. öld. um borgum. Þetta gafst vel, nema
Með nútíma tækni er það að sjálf- skurðina lagði, eins og þegar
sögðu auðveldara en meðan hand- Napoleon var á ferðinni og riddara-
aflið eitt var fyrir hendi. Þó hlýtur bð hans gat sprett úr spori eftir ísi
að'vera mesta basl, þó ekki sé ann- lögðum skurðunum og tekið Am-
að en að halda þungri skurðgröfu sterdam.
á floti á svo gljúpu landi. Það þarf Vegna flóðahættunnar hafa skap-
vissulega dugmikla þjóð, til að ná azt þjóðsögur Ein er sagan um
upp og halda uppi 2/5 hlutum af drenginn Pieter,sem dag einn síð-
Frá Amsterdam.
Elín Pálmadóttir hefur starfað m.
a. lijá sendiráði íslands í París og'
hjá SÞ í New York. Blaðamaður
hjá Vikunni 1951—57, hjá Morgun-
blaðinu 1956 og síðan. Elín hefur
ferðazt mikið utan lands og innan.
degis kom auga á gat í einum stíflu
garðinum. Hann stakk þar í fingrin
um og þorði ekki að hreyfa sig, af
ótta við að þá næði vatnið að brjóta
skarð í garðinn. Morguninn eftir,
er að var komið, var drengurinn
látinn, en hafði með hetjuskap sín-
um bjargað blómaborginni. Haar-
lem frá því að þurrkast út. Þó þessi
saga sé alls óraunveruleg, hefur
hún farið svo víða, að ferðafólk í
Hollandi krefst þess að fá að sjá
staðinn, þar sem Pieter litli bjó og
vann sína hetjudáð. Loks ákváðu
Hollendingar að gera eitthvað í
málinu, enda kurteisir við gesti, og
fyrir 15 árum afhjúpaði Irena
prinsessa styttu af drengnum Piet-
er á fallegum stað við flóðgarð, svo
að ferðamenn geti komið og skoðað
hana, ef þeir vilja.
Að minnast á blómaborgina Haar
lem kemur í veg fyrir að það gleym
ist, að fleira en gras grær á þessu
landi, sem mannshöndin hefur gert.
Á vissum árstímum má aka hvern
kílómeterinn á fætur öðrum og
hafa fyrir augum eitt blómahaf.
Það er eins • og að horfa á skraut-
legt skákborð, því hver litur en
jafnan ræktaður á ferhyrndum reit.
Ekki þurfum við að fara langt frá
Shiphol-flugvelli, til að koma til
Aalsmeersee bloemenveiling, þ. e.
stærsta blómamarkaðar Evrópu,
þar sem árlega eru boðnar upp og
seldar 46 millj. nellikkur, 5 millj
krysantemur, 50 milljón rósir, 9
millj. liljuvendir, 14 millj. bauna-
grös og hundruð milljóna af öðr-
um tegundum. Öll þessi blóm eru
ræktuð á 1—2 mílna svæði kring-
um Aalsmeer og stánda blómarækt
endur sjálfir að markaðinum. Þeir
skera blóm sín á nóttunni, og koma
með þau áður en kaupendur mæta
kl. 7 að morgni. í uppboðssölunum
fimm setja uppboðshaldarar í gang
nokkurskonar stóra klukku. Vísir-
inn á klukkunni færist hægt niður
á við á lægri tölu, meðan sýnishorni
af viðkomandi blómum er haldið
Frh. á 27. síðu.