Fylkir - 23.12.1965, Síða 11
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
11
Byggð og saga
i
í Landnámabók segir, að Herjólf-
ur Bárðarson hafi fyrstur byggt
Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfs-
dal, fyrir innan Ægisdyr, þar sem
nú»er hraun „brunnit". Þessu til
viðbótar er svo þjóðsaga, sem séra
Brynjólfur Jónsson hefur skrásett.
Þar segir svo efnislega m. a., að
bær Herjólfs hafi verið í Dalnum
vestanverðum, undir háu og snar-
bröttu hamrafjalli. Féll skriða
undra mikil niður úr fjallinu og
yfir bæ Herjólfs, sem þá var í bæn-
um og varð undir skriðunni.
Þessi lýsing kemur mjög vel
heim við staðhætti í Herjólfsdal,
því undir Blátindi, sem er „hátt og
snarbratt hamrafjall“ var mikill
grjóthaugur, sem myndazt hafði
við skriðuföll úr tindinum. Þótti
því augljóst, að bær Herjólfs mundi
vera undir grjóthól þessum, og
var hann því nefndur Herjólfshaug-
ur. Var oft grafið í hauginn í leit
að bæjarleifunum, en þær tilraun-
ir báru ekki árangur og ekkert
fannst, er bennt gæti til þess, að
þarna hefði verið bær. Árið 1912
er Matthías Þórðarson, íornminja-
vörður staddur í Vestmannaeyjum
og eftir ábendingu Sigurðar Sigur-
finnssonar, hreppstjóra, athugaði
hann rústabungu á litlum hól, um
100 metrum fyrir sunnan Daltjörn,
en í rúst þessari mótti sumstaðar
greina aðflutt grjót. Eftir að hafa
athugað staðinn, taldi Matthías
sennilegt, að þetta væru fornar bæj-
arrústir. Árið 1924 kom svo Matth-
ias aftur til Eyja og var þá grafið
í rústir þessar. Kom þá í ljós, að
hólbunga þessi var leifar af forn-
býli, sem í hafði verið búið um
stutt skeið. Mátti marka það af
því, hve gólfskánin var þunn, en
hún var aðeins um 1 cm. á þykkt.
Aðalhúsið var 25 metra langt og
auk þess höfðu verið þarna tvö
önnur hús minni. Taldi Matthías all
ar tóftirnar mjög fornar, en þó
einkum langhústóftina Að þessu
athuguðu 'ar það talið fullvíst, að
hér væru fundnar rústir af bæ
landnámsmannsins Herjólfs Bárð-
arsonar. Fundur bæjarrústanna á
þessum stað, þótti og taka af all-
an vafa um, að sögnin um að skriðu
hlaup hefði lagt bæinn í auðn, væri
væri markleysa ein og ekki á rök-
um réist.
En — er nú rétt að afskrifa frá-
sögn þjóðsögunnar um þetta efni
skilyrðislaust, sem skáldskap einan.
— Það er að vísu fullsannað, að
skriðan úr Blátindi hefur ekki
valdið beinu tjóni á bænum. Hins-
vegar virðist ekki hafa verið athug
að sem skyldi, að önnur og miklu
meiri skriða en úr Blátindi, hefur
fallið niður í Dalinn, en það er
hlaupið mikla úr Hánni-Molda.
Ekki er mér kunnugt um, að skriða
þessi hafi nokkru sinni verið sett
í samband við eyðingu Herjólfsbæj-
ar, er þó ekki með öllu útilokað,
að svo kunni þó að hafa verið. —
Þegar inn í Dalinn er komið, ligg-
ur vegurinn vestan við hæðina, þar
sem augljóst er að aðallilaupið hef-
ur staðnæmzt, en frá þessum stað
eru ekki nema um 50 metrar vest-
ur á hólinn, þar sem bærinn hefur
staðið. Ekki er það ólíkleg tilgáta,
að í þeim feikna nóttúruhamför-
um, sem hér hafa orðið, er stór
hluti fjallsins hrynur fram í Dal-
inn, (e. t. c. í jarðskjálfta — Kötlu
gosið mikla er t. d. árið 934) hafi
meira eða minna grjótflug farið
miklu lengra vestur í Dalinn en
aðalhlaupið, og jafnvel allt vestur
á hólinn, þar sem bærinn stóð.
Þetta grjótflug gat því hafa orðið
bænum að meira eða minna tjóni,
þótt ekki hafi það fært hann í kaf.
Þessu til stuðnings mætti benda á,
að sunnan og austan í hólnum, þar
sem bærinn hefur staðið, markar
víða fyrir grjóti, sem nú er að
mestu sokkið í jörð, en það sem
sést, ber þann svip, að vel mætti
ætla að þessir steinar væru úr skrið
unni úr Molda. Sama máli gegnir
um stein einn allmikinn, sem er
inni í sjálfum bæjarrústunum, en
að sjálfsögðu þarf að kanna nánar,
hvort steinar þessir séu af sömu
bergtegund og í aðalhlaupinu.
Þótt nú skriða þessi hafi ekki
beinlínis lagt bæinn í auðn, þá er
þó mjög líklegt, að til hennar megi
m. a. rekja aöalorsök þess, hve þar
var búið um stutt skeið. Þessi mikla
skriða úr fjallinu hefur fallið nið-
ur á sléttar grundir Dalbotnsins og
þakið með stórgrýtisurð og lagt í
auðn mikið gróðurlendi, sem vel
að verið hafi tún Dalsbóndans. Hafi
svo áður í Dalnum orðið jarðvegs-
eyðing af uppblæstri, vegna „til-
kvámu mannanna og kvikfénaðar
þess ,sem þeir hafa haft meðferðis“,
eins og dr. Sigurður Þórarinsson
gizkar á, verður skiljanlegt hvers
vegna búskapur á þessum slóðum
hættir svo skyndilega að næstum
má líkja við flótta frá staðnum.
Um lok byggðar Herjólfs í Herj-
ólfsdal segir Hauksbók: „Þar er nú
hraun brunnit“. Nú er það fullyrt
af fræðimönnum, að brunahraun
hafi ekki runnið yfir Vestmannaeyj-
ar eftir landnámstíð. Sú skýring
hefur verið á þessu gefin, að jarð-
'egur og gróður í Dalnum hafi
blásið burt og gamla hraunið orð-
ið eftir bert og nakið. En íslenzk
tunga hefur einnig annað hugtak
yfir „hraun“, en að það sé brunn-
ið. Um þetta segir Þorvaldur Thor-
oddsen m. a.: „Víða um land eru
urðir kallaðar „hraun“, þó þær séu
alveg óbrunnar." Um slík „hraun“
í Loðmundarfirði segir ennfremur:
„Þvers yfir Hraundalsopið, yfir
hálsinn hjá Stakkahlíð og að Sæv-
arenda, liggja „hraunin". Það eru
ógurlega úfnir garðar og hryggir,
hólar og bungur af stórgrýtisurð.
Það hefur verið ætlun manna, að
urðir þessar væru ógurleg skriða,
sem runnið hefur úr fjallinu eða
hlaup.“
Þessi skilgreining á merkingu
orðsins „hraun“, virðist koma mjög
vel heim við það, að stórgrýtisskrið
an mikla, sem fallið hefur úr Hánni
niður í Dalinn, hafi e. t. v. verið
nefnd „hraun“, og því sé skriða
þessi það ,,hraun“, sem til er vitn-
að í Hauksbók. Höfundi frásagnar-
innar hefur vafalaust verið kunugt
um, hve eldbrunnar Eyjarnar voru,
og því talið sjálfsagt, að hér væri
ekki um annað hraun að ræða en
„brunnit“.
S. Ó.