Fylkir - 23.12.1965, Side 13
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 ----------------------------
Ur skrínu Þórðar í Skógum
Þórður Tómasson, safnvörður og
kcnnari í Skógum. hann hefur ritað
margar bækur um þjóðleg fræði. —
Þórður þekkir vel sögu Eyjanna
og hefur öðrum þræði safnað ýms-
um fróðleik héðan, enda saga land-
manna og Eyjabúa um margt sam-
ofin. — Þórður gefur út tímaritið
Goðastein ásamt Jóni R. Hjálmars-
syni, skólastjóra í Skógum.
T
FORMÁLI.
Kæri Björn. Eg fór að huga að
því, hvort ég hefði eitthvað nýti-
legt efni að senda þér, og fann
fátt, sízt jólalegt. Fjörurnar eru
ekki eins rekasælar og fyrir nokkr
um árum og það tekur sinn tíma að
vinna úr keflunum, sem ég hef ver-
ið að draga undan sjó.
Hér fara svo úr hlaði þrír full-
trúar sagnamanna minna, þeir Sig-
urður J. Árness, ættfræðingur, Jón
Sverrisson, fyrrv. yfirfiskimats-
maður og Sigurður Þórðarson frá
Brunnhóli í Hornafirði. Sigurður J.
Árness var mörg ár heimamaður í
Vestmannaeyjum um síðustu alda-
mót, draumspakur og forvitri öðr-
um fremur. Hefur hann skráð
margt um þá reynslu sína frá Eyja-
árum og gefið mér í handriti , sumt
af því raunar áður birt á prenti.
Sendi ég eina sögu hans um
reynslu annars manns. Sigurður
dvelur nú í hárri elli á Sólvangi í
Hafnarfirði.
Jón Sverrisson í Háagarði þekkja
fjölmargir Vestmannaeyingar. Hann
er einn mesti mætismaður, sem
ég hef kynnzt. Á tíræðisaldri hef-
ur hann hugsun og minni fram yf-
ir marga unga menn, og er gott við
hann að ræða fyrir þá, sem fíknir
eru í forn fræði. Sagan um Magn-
út í Skaftárdal er smádæmi um það,
sem hugur Jóns geymir frá gamalli
tíð.
X mörg ár hef ég dregið afla úr
minnissjó Sigurðar Þórðarsonar
Hornfirðings. Hann kom ungur
vermaður til Vestmannaeyja og
var þar margar vertíðir. Allan efri
hluta ævinnar hefur hann átt
heimili í Árnessýslu, en málfari og
minnum sveitar sinnar, austur á
Mýrum ,hefur hann ekki glatað, og
vel sé honum fyrir það.
Eg sendi svolítið sýnishorn af því,
sem ég hef „safnað í sarpinn" frá
Sigurði á liðnum árum
Jólavers huldufólksins, sem ég
læt í lokin, er skráð eftir frú Arn-
dísi Jónsdóttur frá Tungu í Fljóts-
hlíð.
II.
HREKKUR STEINSSTAÐA-KOLA
í Efra-Þorlaugargerði bjó Pétur
Benediktsson og Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, Pálssonar bónda á Arnar-
drangi. Pétur var fjörmaður mikill,
ákafaverkmaður og fljóthuga, blót-
samur nokkuð, ef því var að skipta.
Veturinn 1898 réri Pétur á Farsæli
hjá Kristjáni Ingimundarsyni í
Klöpp. Kristján þótti með betri
formönnum í Eyjum, veðurglöggur
og fiskheppinn, prúðmenni mikið.
Jafnan hafði hann valið lið. Hann
kunni því betur, að menn sínir
kæmu í tækan tíma að skipi. Pét-
ur í Þorlaugargerði átti lengst til
að sækja en lét þó aldrei bíða eftir
sér. Taldi Kristján gott að hafa
hann til fyrirmyndar. Venjulega
hljóp Pétur niður í sand, hvort sem
dimmt var eða bjart.
Dag nokkurn, í birtingu, hitti
Pétur Þórð á Steinsstöðum. Töluðu
þeir um að eiga skipgöngu saman
og kvaðst Þórður ætla að koma
ferðbúinn að Þorlaugargerði eftir
fimm minútur. Þær liðu og aðrar
fimm mínútur til og ekki kom
Þórður. Leiddist Pétri þá biðin og
lagði af stað. Hljóp hann við fót
að venju. Við Norður-Garðshlið-
ið sýndist Pétri maður fara skammt
á undan sér. Stikaði sá stórum og
gaf engan gaum að Pétri. Pétur sá
óglöggt til hans, því ekki var full-
bjart. Hann hugsaði með sér:
„Hver getur þetta verið? Er þetta
Þórður? Eg skal ná í helvítið".
Hann hlýtur að sjá mig eins og ég
hann“ Hvatti Pétur svo sporið á
eftir manninum og gætti ekkert að
hvert leiðin lá, fyrir ákafanum.
Gekk svo, unz maðurinn hvarf
skyndilega, líkt og jörðin hefði
gleypt hann. Pétur snarstanzaði og
mátti ekki seinni vera, því hann
var þá kominn . á blábrúnina á
Kaplagjótu. Hann hafði þá orð fyr-
ir sér og bölvaði venju fremur
hraustlega til að fæla þennan ó-
fögnuð frá sér.
Þetta var í eina skiptið, sem Pét-
ur náði ekki til skips í tæka tíð.
Hann tók á móti félögum sínum á
Farsæli, þegar þeir lentu, og sagði
frá atvikum að því, að hann sat af
sér róðurinn. Höfðu þeir gaman
af.
Flestir ætluðu, að villumaðurinn
hefði verið Steinsstaða-Keli, draug-
ur, sem svo var nefndur og ýmsir
urðu varir við.
Handrit Sigurðar J. Árness,
ættfræðings.
III.
VERMAÐUR
í VESTMANNAEYJUM.
Föðurbróðir minn, Magnús í
Skaftárdal á Síðu, réri á æskuárum
í Vestmannaeyjum og lá við í koti
uppi undir Helgafelli, hjá barnlaus-
um hjónum, er þar bjuggu. Hjónin
sváfu í loftbaiSstofu, en undir loft-
inu var rúm Magnúsar. Konan
hafði verið öðrum manni heitin
og misst hann. Lá hann ekki kyrr í
gröf sinni og gerði sig heimakom-
inn í kotinu. Unni hann hjónunum
lítt svefns og værðar og varð Magn
ús oft fyrir ónæði af þeim óskunda.
Tók hann þá vasahníf sinn, opnaði
hann og stakk í rúmstokkinn sér
til varnar. Aðsókn þessi endaði
ömurlega, og vil ég tilfæra um það
orð Magnúsar við mig: „Einu sinni
heyrði ég svo mikil læti, að ég fór
upp á loft, og var þá draugurinn
búinn að drepa manninn fyrir fram
an konuna í rúminu“. Þótti Magn-
úsi það að vonum köld aðkoma
Aðra vertíð lá Magnús við fyrir of-
an Hraun. í róðri vildi honum það
óhapp til að verða hraunfastur,
svo umbúðirnar, öngull og vað-
steinn, fóru forgörðum. Fyrir birt-
ingu, næsta morgun, fór Magnús
niður í Kaplagjótu til að leita að
hentugum steini í vaðstein. Var
hann rétt að byrja að bogra í grjót-
inu er slæðingur gerði vart við sig.
Sagði Magnús svo frá honum: „Allt
í einu fannst mér draga úr mér
allan mátt, og ég kófsvitnaði. Þá
beit ég á jaxlinn, gat náð í vasa-
hníf minn og skar út í myrkrið
allt umhverfis mig. Við það rann
þetta af mér.“
Oftar komst Magnús í kynni við
eitthvað svipað, svo sem þegar hann
lá einn að næturlagi í stúkunni
rétt austan við. Klofgil í Hafursey
á Mýrdalssandi og vaknaði þrisvar
við það, að hann var dreginn af
einhverri veru niður að læknum.
Eg spurði frænda: „Fórstu ekki að
lesa bænirnar þínar?“ Hann svar-
aði heldur stutt: „Eitthvað las ég,
en að það hafi verið bænir“.
Sögn Jóns Sverrissonar,
fyrrv. yfirfiskimatsmanns.
IV.
FRÁ MANNLÍFI í MÝRASVEIT.
(Brot).
Lif mannsins frá vöggu til gral'-
ar var háð venjum, sem halda bar
í heiðri. Eimdi eftir af ýmsu fram
á mína daga.
Ógæfumerki þótti að færa að
minni mönnum. Umferðarkarl,
gamall og fróður, kom til foreldra
minna og var vel tekið. Hann sat
lengi hjá þeim og skemmti með
sögum og viðræðum Stúlka af
næsta bæ kom inn í baðstofuna,
meðan karlinn stóð við. Hann gerði
þá hlé á sögu sinni, sem hann var
að segja. Hún bað hann að halda
áfram að segja söguna. Karlinn
tók því vel, sló upp á. gamni og spurði
hvort hún vildi þá ekki sitja hjá
sér. Hún setti við það á sig snúð
og sagði: „Eg sit ekki hjá flökkur-
um”. Honum stórþótti og varð að
orði: „Þó að ég sé aumingi, þá
skaltu taka eftir þeim orðum mín-
um, að ævin þín er ekki úti”. Þessi
stúlka giftist og átti börn en komst
í armóð, svo heimilið var leyst upp
og börnin tætt sitt í hverja áttina“.
Höfðu foreldrar mínir þau kjör oft
á orði og minntust ummæla gamla
mannsins.
Aldrei var það vel séð, að marg-
ir settust að sama manni, sízt, ef
hann var minni máttar. Það var
nefnt hundaat og um leið vitnað til
hins gamla orðtaks: „Sér hvað sér
vesælast er.“
Dagdómar voru aldrei í metum,
þó stundum væru þeir felldir. Við
þá átti líka orðtakið: Margt er það
í húsi hafandi, sem ekki er á borð
berandi. Eg heyrði sögu af manni,
sem hafði iðkað þann óvana að
fella þunga dóma um náungann.
Hann dreymdi, að þessi vísa var
kveðin á glugganum yfir rúmi
hans:
Engan dæma eigum hart
oss það sæmir miður.
Mannsins slæma er sú art
einn að flæma niður.
Hann lagði, eftir það, niður vond-
an munnsöfnuð og illt umtal.
Vín var oft haft um hönd, heima
og heiman, og var bæði til gleði og
ama, eins og gengur. Menn kváðu
við raust ýmsar vísur undir áhrif-
um og engar oftar en þessar:
Þótt ég drekki, því er ekki að neita,
Framhald á 29. síðu.