Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 20

Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 20
20 JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 Framhald af 19. síðu. um vik. Það hefði kostað okkur 700 ár að losna undan verndarvæng litlu herraþjóðarinnar við Eyrar- sund. Svo væri ég hreint ekki viss um, hvort Færeyingar sjálfir væru mjög ginkeyptir fyrir frelsinu. En Bandaríkin væru stórveldi og kæmi víða við; þarna væri verkefni. Ekki leizt Mr. Eichort á þessa uppá- stungu. Bandaríkjamenn hefðu fæstir hugmynd um þessa kletta- dranga úti í Atlantshafi og hæpið, að unnt væri að vekja áhuga þeirra á þeim, og þeim 30 þúsund sálum, sem þar príluðu. Þá heimsótti okkur kona nokkur, Dorothy Cruse. Hún hafði eigi fyrr litið íslending augum, en var sjálf af íslenzkum ættum, frá Jökuldal. Sýndi Miss Cruse mér handrit nokkurt, er hún varðveitir sem hvern annan kjörgrip, en þetta var ættartala hennar rakin til land- náms. Miss Cruse er ritari hæsta- réttar. Sýndi hún okkur húsakynni réttarins, sem er stór bygging. Þar eru gólfin gleri lögð. í bókasafni stofnunarinnar eru 70 þús. bindi lagasafna allra fylkja og lögfræði- rita ýmissa. Við gistum eina nótt við Ozark- vötnin. Þetta er firna stórt vatna- svæði, en milli vatnanna skógi vaxið land, mjög mishæðótt. Hing- að sækir mikill mannfjöldi að sum- arlagi. Veitingastaðir og mótel eru um 400. í vötnunum er mikil veiði og hvarvetna má fá báta leigða. Hellar eru hér fjölmargir. í sumum þeirra eru framdar hjónavigslur. Hellagiftingar þykja nefnilega fín- ar. Kannski verður einhvern tíma farið að gifta hér í Strembuhelli? Hér eru verzlanir óteljandi og opn- ar lengi kvölds, ef eitthvað skyldi drjúpa úr buddu ferðamanna. En þetta eru mestpart skriflabúðir með fánýtt minjadót, en þó að nokkru einskonar söfn (museum). Þarna var líka urmull skemmti- staða og skemmtitækja, ekki ósvip- að Tivoli. Eitt sinn var farið í ökuferð til Missisippi, þar sem Missouri fellur úr fljótinu. Við ókum fram bryggju alllanga, er hefur verið byggð út í fljótið. Fremst á bryggjunni er stórt líkneski af heilagri jómfrú Maríu guðsmóður, reist til verndar þeim er ferðast á fljótinu. Stallur- inn er hár og gengið upp stiga, en ekki fórum við upp því líkneskið var svart af ógeðslegum flugum. Loks kom maður með stóran kúst og sópaði þessum fénaði burtu. Líka setti hann í gang spilverk þarna uppi og hljómaði þá músík með ljúfum tónum. — Á einn flöt stöpulsins er letrað: OUR LADY OF THE RIVERS PRAY FOR US (Ileilög jómfrú fljótanna bið fyrir oss). Frá Jefferson City héldum við til St. Charles, sem er fremur lítill bær frá tíð Spánverja, skammt frá St. Louis. í útjaðri bæjarins er stórt hverfi húsvagna (trailors). Við vorum boðin til kvöldverðar hjá bókaverði, sem bjó í trailor. Þótti okkur forvitnilegt að skoða þessar íbúðir, sem eru mjög svo vistlegar, en allt er miðað við það praktíska, þ. e. að nýta plássið sem bezt. Það er mikum mun ódýrara að eignast trailor, heldur en jafnvel lítið hús. Stór húsvagn með öllum þægindum kostar um 5 þús. dollara (rúml. 200 þús. kr.). Víða mátti sjá fallega garða við húsvagnana. Við sátum fimm saman fyrir ut- an húsvagninn í kvöldblíðunni. Hús bóndinn griliaði nautakjöt. Svo var borðað úti, en að borðhaldi loknu sýndi gestgjafi okkar lit- skuggamyndir frá ferðum sínum í Mexiko. Við heimsóttum meðalstóran bú- garð, Eagle Fork Farm, þar sem heitir Moskow Mill ekki langt frá St. Charles. Þar búa þrjú systkini af þýzkum ættum, tvær systur og bróðir þeirra. íbúðarhúsið er stórt timburhús og hefur verið vapdað að viðum, því það er byggt 1852. Var áður fyrr pósthús sveitarinnar og veitingastaður. Meyer-systkinin tóku okkur af mikilli gestrisni. Var morgunverður á borð borinn, en að honum lokn- um var farið í ökuferð um landar- eignina. Kýr og geldneyti voru í girðingu stórri, 104 talsins. Þá voru skoðaðar kornhlöður bónda og litið á vinnubrögð við kornuppskeruna. Eg þóttist verða þess vísari, að landbúnaður þar og hér eigi við ýmsa hina sömu erfiðleika að stríða. Vinnuaflið hverfur úr sveit- unum til borganna. Vinnutími hjá sér sagði bóndi að væri 10—12 stundir á dag meira en hálft árið, en með nóvember og fram á vor- ið styttist hann niður 6 stundir. Vinnuvélar allar á búi þeirra syst- kina kostuðu 15 þús. dollara (645 þús. kr,), en á stærstu búgörðun- um CO þús. dollara. Hvað verður um búin, þegar við hættum? Ungu mennirnir hvorki vilja né geta tek- ið upp merkið. Á sumum hinna gömlu íveruhúsa í amerískum sveitum eru tvennar dyr hlið við hlið, hvunndagsdyr, sem gengið er um alla virka daga, og svo sunnudagsdyr, sem alls ekki má opna nema á sunnudögum. Ekki var þetta samt svona á Eagle Farm, en þar voru margir gamlir munir varðveittir úr búi afa og ömmu, komnir frá Þýzkalandi. Gömul bjalla var yfir einum dyrum og var henni hringt þá er fólk var kvatt til máltíða. Var þá tekið í streng og mátti sjá djúpt far í dyrakarm- inn, skorið eftir strenginn. — í þessum ranni leið dagur skjótt að kvöldi. Fátt fólk hittum við, sem vissi meira um ísland. Skáld- sögur Laxness þó nokkrar höfðu þau systkinin lesið. Töldu þau fáa höfunda honum fremri. í St. Louis vorum við gestir á ársþingi ameríska bókavarðarfé- lagsins. Þar voru um 5 þús. bókaverð- ir samankomnir og alls haldnir 500 fundir á tæpri viku, þá auðvitað oft margir samtímis. Bókaútgefend- ur höfðu stórar sýningadeildir í sambandi við þingið og var gaman að reika um þær. Þá var og mikil Kennedy-sýning, þar sem sýnt var m. a. skrifborð forsetans með nokkr um uppáhaldsbókum o. m. fl. Lang- ar biðraðir voru við sýningu þessa frá morgni og fram á nótt. St. Louis fannst mér ekki sérlega falleg borg, en óvíða eru fleir garð- ar og þá er sannarlega vert að sjá. Fæstir sjá þá alla, því þeir eru 68 alls. Mér fannst nóg að fara í For- est Park og Botanic Garden. Það er gagnslaust að skrifa um þá og svo er um fleiri undur náttúrunnar. St. Louis var og er „Hliðið til vestursins". Er því verið að reisa mikið mannvirki, stálboga 630 feta háan, sem á að tákna þetta hlið í vestur. í byggingu þessari eiga að vera veitingasalir, söluþúðir o. fl. Einn dag höfðu bókaverðir í al- menningsbókasafni borgarinnar op- ið hús fyrir þingheim. Aðalveizlan var um kvöldið í garði safnsins. Var veitt púns og kökur sem hver vildi hafa. Allt starfslið safnsins var við framreiðslu og hafði snör handtök. Ungar stúlkur úr safninu gengu um í búningum eins og þeir voru fyrir hundrað árum og ræddu við gesti. Setti það mikinn svip á þetta sérstæða samkvæmi. Dixie- band lék fyrir dansi. Um þessar mundir var mikil sirkussýning í St. Louis. Áhorfenda- svæðið tekur 18 þúsund manns í sæti og virtist setinn hver bekkur. Þetta var íburðarmikil sýning og tjaldað miklu skrauti. En tvennt er mér minnisstæðast eftir á. Hið fyrra þá er stúlkan Bettina klifr- aði upp í 128 feta háa stöng, stóð þar á örlitlum palli og baðaði út öllum öngum. Stöngin sveigðist til og frá, tók ískyggilega stórar sveifl- ur. Eg hugsaði: Hvenær er þetta búið, hvenær dettur hún? Eg sá hana fyrir mér í fallinu. En Bett- ína litla datt ekki. Svo hætti stöng in þessum óhugnanlegu hreyfing- um og ég hugsa með mér, að nú komi stúlkutetrið niður. Ónei, nú fyrst varð það svart, því hún lagði hendurnar á pallinn, tekur sveiflu á kroppinn og stendur á haus. Bettina sagði í viðtali við blað, að hún hefði verið við þetta starf í 14 mánuði og líkaði vel. Hún var ráðin þegar Yetta féll niður og dó. Annað var flugeldasýningin í lok- in. Hún var stórfengleg. En hún bliknaði þó og varð sem svipur hjá sjón, er himnarnir hófu sitt sjónar- spil með ægimögnuðum rafbloss- um og þrumugný. Og svo opnuð- ust flóðgáttirnar og þúsundirnar í Shrine Circus tóku til fótanna. FÉLAGIÐ HJARTAVERND heldur almennan fund á 3. í jól- um í K. F. U. M. húsinu. Aðal- fundur félagsins verður á eftir. — Tekið á móti nýjum félögum. Fundurinn hefst kl. 8,30. Tapazt hefur: Armbandsúr, Finnandi vinsamlega hringi í síma ]400. Nýtízkulcg kirkja nálægt St. Louis.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.