Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 21
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
21
JÓLAMIN NINGAR
Framh. af 17. síðu.
tilbúið og snotrasti smíðisgripur,
sem elzti bróðir minn, sem var tal-
inn hagur vel og efni í smið, hafði
heiðurinn af að hafa gjört ásamt
vini sínum og frænda Jóhanni Jóns-
syni frá Túni, síðar á Brekku. Það
var um 3 álnir á hæð með beinu
stefni og haglega telgdum greinum.
Bolur og greinar vafið ræmum af
grænum silkipappír. Á greinarnar
voru hengdir mislitir riðnir pokar
og riðnir pappírskrossar, sem þótti
mikið vandaverk. Efst var fagur-
lega gjörð stjarna. Úr pappírspok-
unum á trénu gæddi fólkið sér og
börnin; þau voru vön að koma úr
nágrannahúsunum og horfa á tréð,
en jólatré voru óvíða. í jólatrés-
pokunum voru mest rúsínur og
heimabakaðar smákökur. Um sæl-
gætismunað handa börnum var
ekki mikið á þesum árum.
Aðfangadagskvöldið var helgað
fagnaðarboðskapnum um fæðingu
frelsarans. Ekki mátti raska jóla-
helginni. Þannig var það heima hjá
okkur, sálmar voru sungnir og guðs
orð haft um hönd. Spil voru ekki
hreyfð. Óþarfatal og allt slcvaldur
harðbannað. Þögn átti sem mest að
ríkja, varlega gengið um svo eigi
heyrðust hurðaskellir. Eigi minnist
ég annars frá mínum æskudögum í
Eyjum, en að allt heimilisfólkið,
sem var margt og víðsvegar að af
landinu sumt, hafi verið samhuga
um að halda uppi þessum gömlu,
góðu íslenzku siðum.
Ljós voru látin loga alla nóttina
helgu. Börnin tímdu ekki að sofna
út frá ljósunum og allri þeirri dýrð
sem hugsunin um fæðingu frelsar-
ans skapaði í hjörtunum. Fólkið
lofaði skaparann, gjafarann allra
góðra hluta.
Á jóladaginn, cr fólkið var kom-
ið frá kirkju, skammtaði húsmóðir-
in, sem lítt átti heimangengt í jóla-
messurnar, hinn eiginlega jólamat.
Þeir, sem furða sig á því, að þessi
gamli siður hélzt svo lengi hér úti
í Eyjum, skyldu hugleiða það, að
Eyjabændurnir bjuggu við sveita-
búskap jafnhliða útgerðinni. Eyja-
fólkið var margt aðkomið úr sveit-
unum í landi. Þau munu samt hafa
verið fá heimilin hér, sem héldu
þessum gamla sið uppi fram á síð-
ustu árin fyrir aldamót.
Þannig var upp á gamla móðinn
skammtað fólkinu hjá okkur. Eins
og á diskana komst af kjöti, hangnu
og sölfuðu, hveiti- og rúgbrauð,
hvorutveggja heimabökuðu. Hveiti-
brauð var aldrei bakað nema til
hátíðabrigða. Með fylgdi bæði flot
og tólg, vel úti látið. Samskonar
skattur var framreiddur á nýársdag
handa fólkinu, en það hafði gaman
af að gæða börnunum og öðrum á
þessum mikla mat.
Á milli jóla og nýárs voru jóla-
boðin, sem frændur og vinir héldu
hvorir öðrum og gengið milli góð-
búanna. Mest var skemmt sér við
spil og tafl og unga fólkið fór í
jólaleiki. Þeir voru mjög fjöl-
breyttir og fylgdi þeim jafnan mik
i! kátína.
íþróttaleikir og ýmsar listir leik-
ið af fjöri.
Á þrettándanum var haldin blys-
för með álfadansi og brennu á Póst-
flötunum. Komu allir, sem vettlingi
gátu valdið til að horfa á. Sungið
var hátt og kveðið: „Nú er glatt í
hverjum hól“, svo undar tók í fjöll-
unum. Álfakóngur var hæsti mað-
ur Eyjanna. Hann fór til Kanada.
Seinna vai' álfakóngur maður jafn-
hár Kristjáni konungi tíunda, að
sögn kunnugra, svo eigi munaði
tommu, eins og þeir komust að
orði.
Lengi hélzt sá siður, að grímu-
klæddir unglingar færu undir leið-
sögn ógrímuklæddra fullorðinna
manna og gengju í hús að fengnu
leyfi og sýndu sig. Mest var um
þetta milli þorra og þrettánda.
Margt mætti fleira tína til af sér-
kennum frá þessum tíma, en ekki
er rúm fyrir það hér.
S. M. J.
-inrr ~ "*n---- ~ —
i
Sendi viðskiptavinum mínum
beztuóskirum ,
GLEÐILEG JÓL
09 farsælt komandi ár. ,
Þakka viðskiptin á árinu, sem er að líða.
*
JÓN HJALTASON
IIÆSTAFtÉTTAKLÖGMAÐUB
;
*****
Öskum starfsmönnum okkar
og viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
FISKIMJÖLSVERKSMIÐJAN H. F.
Óskum starfsmönnum okkar
og viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Vestmannaeyja-Bíó
Samkomuhús Vesfmannaeyja h. f.