Fylkir - 23.12.1965, Qupperneq 23
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
23
Dýrmætasta
j ólagj öf in
cftir JOHN COLLINS IIARVEY, docent við Jolins Hopkins-sjúkrahúsið
í Baltimore í Bandaríkjunum.
Það er á fyrsta ári sem aðstoðar-
læknir, að það lýkst til fulls upp
fyrir hinum unga lækni, hvílík á-
byrgð upp á líf eða dauða er lögð
á herðar honum. Sú ábyrgð getur
vakið mikinn ugg í brjósti hans.
Alvarlegur efi um þekkingu og getu
vaknar í hug hans, og hann finnur
sig óverðugan. Smátt og smátt vex
sjálfstraust hans undir handleiðslu
reyndra starfsbræðra og við traust
og þakklæti sjúklinga, sem bata
hafa fengið. En það vex hægt.
Er á haustið leið, sem ég var að-
stoðarlæknir við Johns Hopkins-
sjúkrahúsið, höfðu efasemdir mín-
ar orðið það miklar, að ég hafði því
nær ákveðið að yfirgefa læknisstarf
ið og byrja á einhvei'ju öðru. En
forlögin gripu í taumana.
Laugardagsmorgun í september
var þeldökk kona, Irena að nafni,
lögð inn á sjúkrahúsið. Hún átti
mjög bágt, var skinin beinin og
beygð af áhyggjum. Hún var 39
ára, en leit helmingi eldri út. Og
ættingjar hennar, sem fylgt höfðu
henni til sjúkrahússins, báru
merki mikillar fátæktar.
Irena talaði samhengislausar
setningar, reif í hár sitt og var mjög
taugaóstyrk. Hún hafði ekki neytt
matar um skeið, aðeins legið í fleti
sínu heima, sinnulaus um allt og
alla. Læknir nokkur hafði úrskurð-
að hana geðsjúka, en ættingjarnir
vildu ganga úr skugga um það með
því að fá úrskurð lækna Johns
Hopkins sjúkrahússins.
Eftir hádegi rannsakaði ég hana
með aðstoð eldri starfsbróður. Við
komumst að þeirri niðurstöðu, að
hún þjáðist af alvarlegum blóð-
skorti, hjartað slarfaði erfiðlega og
auk þess hafði hún ofvöxt í skjald-
kirtli. Ráðstafanir voru þegar gerð-
ar gegn þessum sjúkdómseinkenn-
um. Röntgenmynd af maga sýndi
allstórt magasár, sem þegar var
snúizt til varnar gegn. Hún fékk
blóðgjöf og næringargjöf í æð í
nokkra daga.
Smátt og smátt færðist ró yfir
Irenu. Hún fór að borða. Hjartað
starfaði eðlilegar. Blóðleysið hvarf,
og hún varð önnur manneskja.
Við urðum sannir vinir þennan
veikindatíma. Hún hafði ekki notið
neinnar bóklegrar fræðslu og
þekkti ekki heiminn utan heima-
byggðar sinnar. En hún bjó yfir
heilbrigðri skynsemi, og var mikill
mannvinur. Eg eyddi mörgum frí-
stundum á rúmstokknum hjá henni,
og hlýddi á frásögn hennar um líf-
ið á sveitabænum, um það, sem á
jörðinni óx, matargerð og fjölskyld-
una.
Hún ann blómum, en einustu
blómin, sem hún gat tínt, voru
villt blóm í haga, hún braut einn-
ig blómstrandi greinar af trjám og
runnum.
Loks rann sá dagur upp, er Irena
skyldi útskrifuð. Hún tók í hönd
mér og sagði hjartanlega og tilgerðar
laust: „Innilegar þakkir, góði lækn-
ir“.
Við sendum hana til læknis í
heimabyggð hennar, þar sem hún
hafði ekki efni á að Jcoma til Balti-
more til reglubundinna rannsókna.
Hún áræddi heldur ekki að ferð-
ast einsömul, hún hræddist ysinn
og þysinn í stórborginni. Læknir-
inn sendi okkur margar skýrslur
um stöðuga framför, en í erilsömu
starfi mínu, sem krafðist einbeit-
ingar minnar, dofnaði smátt og
smátt mynd Irenu í huga mér.
Svo leið að jólum. Sjúkrastofurn
ar voru skreyttar, og friður að-
fangadagskvölds breiddist yfir
sjúkrahúsið. Eftir kvöldverðinn fór
ég yfir í skrifstofubygginguna þar
sem kirkjukórinn hafði sungið jóla
sálmana fyrir starfsfólkið síðastlið-
in 15 aðfangadagskvöld.
Starfsfólk, sem var langt í burtu
frá heimilum sínum og ástvinum,
einmana með vandamál sín, en þó
allt sameinað í starfi, að líkna og
lækna, stóð og sat við handrið hæð-
anna fjögurra, sem mynduðu hring
laga anddyri.
Lengst niðri stóð kórinn í sínum
fótsíðu kórkápum og myndaði hálf-
hring við hið stóra marmaralikn-
eski af Kristi og hafði yfir sameig-
inlega bæn, síðan hófst söngurinn.
Allt var þetta fagurt og hug-
næmt, en mér leið ekki vel innan-
brjósts. Þetta voru fyrstu jólin að
heiman. Eg reyndi að einbeita mér
að söngnum, en efinn um köllun
mína, óánægjan með það, sem ég
hingað til hafði afrekað og almenn
tilfinning um óhæfni mína, þrýsti
sál minni í duftið. Að lokum var
Hallelúja-kórinn úr „Messías", eft-
ir Hándel sunginn, og jólatónleik-
unum var lokið. Kórinn fór inn í
deildirnar til þess að syngja fyrir
sjúklingana.
Þegar ég var á leið til minnar
deildar, gaf húsvörðurinn mér
merki um að koma. Hann rétti mér
öskju, sem rauðu bandi var hnýtt
um.
Á meðan kórinn hafði sungið,
hafði þeldökk kona komið og spurt
eftir mér. Húsvörðurinn hafði sagt
henni, að erfitt yrði að finna mig
fyrr en að söngnum loknum. Hún
sagðist ekki geta beðið, það væru
aðeins tuttugu mínútur þar til síð-
asti langferðabíllinn legði af stað
heim.
Eg fór með öskjuna upp á her-
bergið mitt og opnaði hana. Jóla-
myndir, klipptar úr blöðum voru
límdar á hana. Gamalt, hálft jóla-
kort var þar á meðal og með rauð
um blýant var strikað yfir nafn á
kortinu, en í stað þess var nafn
mitt skrifað þar með barnalegum
Framh. af 15. síðu.
1851, og hefur hún þá þegai' verið
hennar og innanstokksmuni frá
í vanhirðu, en listinn yfir muni
hennar er svona:
Fæðingartöng úr furu, máluð, og
önnur ómáluð. (Hér mun átt við tré
handföng, því að armarnir hljóta að
hafa verið úr járni). 2 röndóttar
léreftsundirsængur, meira eða
minna músétnar. 1 langur rönd-
óttur léreftskoddi, annar stuttur,
báðir músétnir. 6 bómullarlök. 2
hey-madressur. 1 skásett höfuð-
madressa og önnur flöt. 4 röndótt-
ar léreftsábreiður og tvær ullar á-
breiður, allar meira eða minna
músétnar. 2 eldiviðarkassar. 1 lýsis-
dunkur. 1 tepottur óskemmdur. 2
matarskálar, skemmdar. 1 loft-
þyngdarmælir, nú í vörzlu sýslu-
manns. 1 hitamælir. 1 rakamælir.
2 smáborð. 1 vatnstunna með loki.
4 rúlluskýlur fyrir glugga. 1 hægða-
skál úr tini. 1 viðaröxi. 2 gráðu-
mælar (blóðhitamælar?)).
Ekki var nú útgerðin burðug enda
stóð vegur hennar stutt. Þó gerði
Fæðingarstofnunin eða öllu heldur
sá þrifnaður, sem dr. Schleisner
innleiddi í sambandi við hana, mjög
mikið gagn, svo að eftir komu
hans og starf Sólveigar ljósmóðui'
skipti alveg um. í stað þess, að áð-
ur dóu um 70% allra nýfæddra
barna úr ginklofa, dó aðeins eitt
1849 og hann hætti að vera sú
hræðilega landplága, sem hann
hafði áður verið.
Iiinn danski sýslumaður og
danski héraðslæknir, sem örlögin
höfðu fleytt í land á Vestmannaeyj-
um, þar sem þeir elduðu oftast
grátt silfur, báru þar báðir bein-
in og dóu sama ár. Orstýr kapteins
prentstöfum. í öskjunni voru nokkr
ar grenigreinar, ferskar og fallegar.
Eg vissi strax, hver gefandinn
væri og hvers vegna hann hefði
ekki getað beðið. Irena hafði farið
þessa löngu leið til Baltimore og
átti nú fjögurra stunda bílferð fyr-
ir höndum heim, og það á aðfanga-
dagskvöldi.
Ferskar grenigreinar í fátæklega
skreyttri öskju, sem um var bund-
ið rauðu bandi með mörgum hnút-
um á. Óásjáleg jólagjöf, frá fátækri
fákunnandi konu — og dýrmæt-
asta gjöfin, sern ég hef fengið á
ævinni. Eg gekk að glugganum og
leit upp í dimmbláan himininn með
skær-lýsandi stjörnum. Eg heyrði
óminn af kórsöngnum: „Gjafir vér
færum, frá fjarlægu landi.“
Og sá efi, sem svo lengi hafði í-
þyngt mér, var í einni svipan horf-
inn. Eg þekkti köllun mína!
Jóh. S. Hliðar þýddi lausl.
Kohl hefur alltaf lifað í Eyjum, en
það verður heldur ekki af læknin-
um skafið, að hann hafi að ýmsu
viljað vel og ætlað að koma betri
skipan á heilbrigðismál, þótt lítið
yrði úr því, því við ramman var
reip að draga, þar sem var mis-
sætti við sýslumann, tregða og fá-
tækt alls almennings og lítill stuðn-
ingur hjá stjórnarvöldum.
Davidsen var síðasti danski lækn
irinn í Eyjum. Næstur honum kom
Magnús Stephensen og er til eftir
hann mjög ófögur lýsing á menn-
ingarástandi Eyjabúa. Ef til vill
hefur hann verið svartsýnni fyrir
þá sök, að hann var í raun og veru
helsjúkur maður og dó í Vestmanna
eyjum úr berklum eftir tveggja ára
veru þar. Eftir hann tók við hér-
aðslæknisembættinu Þorsteinn Jóns
son, sem fékk viðurnefnið Eyja-
jarl, því að hann lét mjög að sér
kveða, var forustumaður í mörgum
félagsmálum, þingmaður og oftar
en einu sinni settur sýslumaður.
Hann var læknir Eyjabúa frá 1865
til 1905, keypti Landlyst, sem þá
þótti mjög veglegt hús, og bjó þar
æ síðan, en eftir hann tengdasonur
hans, Ágúst Gíslason, er síðar reisti
húsið Valhöll og flutti þangað.
Fæðingarstofnunin í Vestmanna-
eyjum var fyrsta sjúkrahús á ís-
landi, ef frá eru talin hospítölin
gömlu, sem eingöngu voru hæli fyr
ir holdsveikt fólk og þó jafnan lít-
ið notuð. Landlyst er því sögufræg-
asta hús Vestmannaeyja, fyrst sem
fæðingarspítali, síðan sem sýslu-
mannsbústaður og, svo um 40 ára
bil aðsetur Eyjajarlsins. Vestmanna
eyingar ættu að sýna því þann
sóma að varðveita það, helzt í sinni
upprunalegu mynd, og það sem
allra lengst.
FÆÐINGARSTOFNUNIN í VESTMANNAEYJUM