Fylkir - 23.12.1965, Page 27
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965
ÚR DAGBÓKARBLÖÐUM AGNESAR AAGAARD.
Framhald af 25. síðu.
fararinnar. Kl. 11—12 gengum
við þangað niðureftir. Kistan
stóð í gestastofunni, þar sem var
búið langborð fyrir lægra sett
fólk. Við hin komum saman í
einkaherbergjum hennar.
Borðið svignaði undan smurðu
brauði og jólakökum, sem var
borðað með kaffi. Það tók lík-
lega nokkrar klukkustundir.
Síðan var kistan borin út og
sett niður utan við húsið, þar
söfnuðust menn um hana og þá
hélt presturinn mjög fagra
ræðu. Því næst fylgdu allir kist-
unni í kirkju. Kistan var falleg,
eftir því sem gerist um íslenzka
smíði, svartmáluð og breið í
höfðalagið og þrengri til fóta.
Á hana voru settar til skrauts
hvítar, renndar kúlur, og á henni
miðri lá lyngkrans.
Kirkjan var klædd svörtum
dúk og kistan var sett fyrir fram
an altarið, og nú sat maður
skelfilega lengi og beið. Eg hélt
að þetta væri venja, en heyrði
seinna, að það hefði verið vegna
þess, að ekki var búið að taka
gröfina, af því að hvað eftir
annað hefði frá báðum hliðum
steypzt gamlar kistur ofan í gröf
ina. Loksins komu líkmennirnir
og presturinn hélt aftur ræðu
og var hún einnig lagleg. Síðan
var kistan borin út -í kirkjugarð-
inn undir klukknahljómi og
fylgdi allur hópurinn. Prestur-
inn kastaði á hana mold og síð-
an byrjuðu 6 menn að fylla gröf-
ina og allan tímann, sem þeir
unnu að þvi, söng öll líkfylgdin
sálma. Síðan gengu allir aftur í
kirkju og þar voru aftur sungn-
ir sálmar og þá fyrst hurfu menn
burtu og var klukkan þá orðin
fjögur. Hvernig líst ykkur á
svona útför? Hér er enginn graf-
ari. Þurfi að jarða einhvern,
verða aðstandendur að annast
töku grafarinnar. Hinsvegar eru
hér líkmenn. í kirkjugarðinum
var lesið fallegt kvæði, sem einn
bændanna hér hafði ort. Hún
naut almennra vinsælda og
hennar verður mikið saknað.“
Þetta hefur verið óvenjuleg útför
bæði að viðhöfn og tímalengd,
enda spunnust af henni miklar sög-
ur um reimleika og afturgöngur,
sem hefðu átt að torvelda töku
grafarinnar.
Síðan heldur frásögnin áfram:
„Nýársdag kom lænirinn hér á
lcið frá kirkju og bauð okkur til
súkkulaðidrykkju næsta dag í
tilefni af afmæli elztu dóttur
hans. Við fórum þangað öll þrjú,
þrátt fyrir nístandi kulda og
fengum mjög þunnt súkkulaði.
Kl. 3 fórum við heim, en kl. 7
fórum við þangað aftur í te.
Þar var mjög snoturt kvöldborð:
sardínur, hangikjöt, kæfa (ís-
lenzkur réttur, sem er búinn til
svona: Heill kindarskrokkur eða
minna er soðinn svo að hægt er
að taka kjötið af beinunum í
mjög smáum stykkjum. Síðan er
það aftur sett í pottinn og hrært
saman við alla feitina og mikið
saltað. Á eftir er það sett í dós-
ir og látið standa um tíma. Þá
er hægt að skera það í sneiðar
eins og sultu og það er bragð-
gott), spægipylsa, stokkendur,
ostur, bæheimsöl og te. Þetta
var ágætt . . . En í næstu viku
var ég önnum kafin við að sjóða
hangikjöt, saltkjöt og rúllupylsu,
af því að við ætluðum að bjóða
heim prestshjónunum og læknis-
hjónunum eitthvert kvöldið. En
veðrið versnaði með hverjum
degi, svo að við gátum ekki beð-
ið prestshjónin að ganga þessa
löngu leið hingað niðureftir.
Við ákváðum því að bjóða lækn-
ishjónunum einum á sunnudag.
Þau komu að sjálfsögðu og ég
sat hjá konunni og var í öngum
mínum við tilhugsunina um það,
hvernig ég ætti að hafa ofan af
fyrir þeirri konu. Um tíma skoð-
uðum við allar mínar ljósmynd-
-------------------------------27
ir, en á eftir var leiðinda þögn,
þangað til ég í örvæntingu sótti
spil og stakk upp á að við slægj
um í slag og það féll í góða jörð.
Jafnvel eiginmaðurinn sleit sig
úr samræðum við Maríus og
spilaði með okkur og þannig
leið kvöldið þolanlega. í þessari
viku verða prestshjónin hjá okk-
ur. Það er ólíkt auðveldara að
skemmta prestsfrúnni, af því að
hún getur rætt um hitt og þetta.“
Kóna Þorsteins læknis var Matt-
hildur Magnúsdóttir úr Helgafells-
sveit. Hún hefur líklega ekki ver-
ið stálslegin í dönskunni óg þær
frúrnar því verið á sitt hvorri
bylgjulengd.
Kona séra Brynjólfs var Ragn-
heiður dóttir Jóns Salomonssonar,
kaupmanns í Reykjafirði á Strönd-
um.
Frh. á 33. síðu.
Gömul Eyjamynd. — Þannig var innsiglingin og höfnin
í meira en þúsund ár.
Framh. af 7. síðu.
Það var um dagverðarleytið. Pét-
ur Hjörtur, framkvæmdastjóri, sat
og borðaði steikt slátur og flat-
brauð, þegar Sópa-Jói kom inn og
lagði stóran málmstein á borðið.
Svo máttvana var Jói þá orðinn, að
hann varð að slyðja sig við borðs-
hornið til þess að hníga ekki nið-
ur.
„Hvar fannstu þennan málm-
stein?“ spurði Hjörtur og dýfði
slátursneiðinni ofan í pönnuna-
„Hér norður í fjallinu,“ svaraði
Jói.
„Ertu svangur?“ spurði Hjörtur.
„Ekkert of saddur", svaraði Jói.
„Fáðu þér sláturbita," sagði for-
stjórinn.
Þennan dag liafði Helena steikt
afburðagott, súrt slátur.
Jói stakk smábita upp í sig.
Bragðið var svo gott, að honum
r
lá við gráti.
Hjörtur tók steininn, skoðaði
hann og spurði:
„Getur þú aftur fundið staðinn,
þar sem þú fannst hann?“
„Já,“ svaraði Jói.
Nú fór Hjörtur að virða dreng-
inn fyrir sér.
„Hvaðan ertu?“
„Úr Dölunum."
„Getur þú lesið?“
„Ja-á.“
„Það væri gaman að heyra, hvað
þú kant í kverinu. — í hvaða til-
gangi skapaði Guð mennina?"
„Til þess, að þeir yrðu eilíflega
sælir.“
Hjörtur kinkaði kolli samsinn-
andi.
„Hvað ertu gamall?“
„Varð sextán ára þrem vikum
eftir krossmessu."
„Getur þú reiknað í huganum?“
„Ofurlítið “
i-Jói
„Hvað er eftir af 17, 5, 9, 6 og 3,
ef frá eru dregnir 4, 2 og 1?
„33“, svaraði Jói viðstöðulaust.
„Kant þú að skrifa?“
„Dálítið.“
„Hver kenndi þér það?“
„Það hefi ég lært tilsagnarlaust.“
„Blessaður fóðu þér bita,“ sagði
forstjórinn og benti á pönnuna.
„Þökk fyrir. Eg hefi nú þegar
fengið."
„Helena, Helena!“ hrópaði Hjört-
ur. „Gefðu drengnum heilan kepp,
hann virðist vera glorhungraður."
„Sjálfsagt," sagði Helena og
hneigði sig fyrir húsbónda sínum.
Þar, sem Sópa-Jói fann steininn
varð mikil koparnáma. Jóa-náma
var hún nefnd.
í sjö vikur gekk Jói til sýslu-
skrifarans á „Staðnum“ og lærði
reikning og skrift. Og skrifarinn
sagði afdráttarlaust, að annað eins
höfuð á dreng hefði hann aldrei
hitt fyrr.
Seinna varð Jói verkstjóri við
nýju námuna. Hann fékk góð laun,
svo móðir hans þurfti, aldrei fram-
ar að búa til hrísvendi. En fólkið
i Dölunum skammaðist sín. Þeir
höfðu hlegið að honum, gert gys að
lærdómi hans og sagt ,að hann læsi
frá sér allt vit, urðu nú að kyngja
allri sinni hótfyndni. „Maður ætti
aldrei að gera gys að neinum,"
sagði Björn frá Grænaási. „Því sá,
sem heimskastur sýnist, getur verið
mesti spekingur."
Það er mikið til í því.
S. B. þýddi.