Fylkir


Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 31

Fylkir - 23.12.1965, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ FYLKIS 1965 31 ÚR SKRÍNU ÞÓRÐAR í SKÓGUM Framhald af 13. síðu. ef ég hrekki öngan mann, ei mig blekkir samvizkan. í orði og verki öngan meiða skulum, né heldur greiða götu kífs, greitt um skeiðið þessa lífs. Við mig rjálar veröldin, verri en bi'jáluð kona Veik eru sálar verkfærin, vaxið er málið svona. Gestxásni var mikil á Mýrum í barndæmi mínu. Marga óraði fyrir gestum, áður en þá bar að garði. Suma feilaði aldrei, þegar þeir sögðu, að brátt kæmi maður. Viss- ir menn höfðu alltaf sömu aðsókn. Eg man eftir einum manni, sem alltaf sótti að pabba með svefnleysi. Maður gat líka sótt að með því einu að hafa hug á bæinn. Heimil- ismaður sótti ekki að, nema hann hefði vei-ið þrjár nætur burtu. Að- sókn kom fram með ýmsum hætti: Sti-okkurinn boðaði gest, þegar hann var þrjótur, sama máli gegndi um hiut, sem datt óvörum niður, svefnþörf utan venjulegs svefn- tíma, gestafluguna, þegar hún var mikið á ferli — og mætti svo lengi telja. Gestur barði þrjú högg að dyr- um, hvort' heldur var að nóttu eða degi. Það átti eitthvað ekki að vera með réttu, ef aðeins var barið eitt högg. Eitt högg að nóttu var að- sókn. Einu sinni heyrði ég um nótt barið eitt högg í bæjax-hurðina. Urn morguninn komu nokkrir Öræf- ingar. Gestir, sem seint voru á ferðinni, fóru á glugga og kölluðu inn: „Hér sé Guð“. Húsbóndinn, eða einhver annar, svax-aði þá: „Guð blessi þig. Hver er úti?“ Glöggt er gestsaugað sagði máltækið. Hvert heimili taldi því nokkru máli skipta, að gestur- inn bæi-i heimilisbragnum gott vitni. Það þótti ekki siðlegt að spyrja gest í þaula, allra helzt, ef hann var langt að rekinn og óþekktur. Börn- um var stranglega bannað að hafa sig mikið í fi-ammi, meðan gestur- inn stóð við Það var tekið til þess, þar sem krakkar létu ósiðlega í nærveru gesta og talað um, að foreldrar þeirra vendu þau illa. Ekki þótti fara vel á því í marg- býli, þegar gestur kom þar á ein- hvern bæinn og nágrannfólk hóp- aðist að honum fyrir forvitni sak- ir. Menn áttu að hafa gest sinn í friði. Húsbóndinn fylgdi gesti sín- um til dyra, oft með þessum orð- um: „Eg ætla að fylgja þér til dyra, svo þú farir ekki íneð vitið úr bæn- um.“ Algeng vinakveðja var þetta: „Feginn vildi ég eiga þig að.“ Var henni venjulega svarað með þessum orðum: „Það er velkomið.“ Trúrækni var mikíl hjá flestum og kirkjusókn í góðu lagi. Hjá for- eldrum mínum voru Hugvekju- sálmar og Passíusálmar sungnir hvern vetur með húslestrum. I lok húslestra var alltaf sungið þetta vers: Þreyttur leggst ég nú til náða, náðarfaðir gættu min. Alla mædda, alla þjáða endurnæri miskunn þín. Gef oss öllum góða nótl gef að morgni nýjan þrótt öllum þeim, þú aftur vekux’, eilíft líf þeim burt þú tekur. Fyrsta sóknarkirkja mín var í Holtum. Hún var byggð af Jóni snikkara i Hólum og Jóni á Heiðna bergi, vandað og gott hús að hætti sirtnar tíðar. Hún var gerð upp með skarsúð og var með gildum þverbitum. Hið neðra var hún þilj- uð með breiðum borðum, sem gróp uð voru í slagsillur. Milli kórs og fx-amkirkju var milligerð af rennd- um pílárum. Hver maður átti visst sæti í kirkjunni. í kórnum voru mestu virðingarsætin sitt hvoi-um megin við altarið. Prestskonustóllinn var innsti stóll í fi-amkirkju, nox-ð- an megin. Hreppstjórakonan átti þar sæti í mínu minni, og þar tóku aðrar konur sér ekki sæti óboðnar. Við jólamessuna var Holtakirkja prýdd ljósum, svo að hvergi bar á skugga Var þá í-aðað kertum á kirkjubitana, á sérstök kertastæði, sem þar voru, og á altari brunnu kóngakerti. Jólamessan byrjaði allt- af á sálminum: Nú ei’u byrjuð bless uð jól. í lok jólamessunnar var kertástubbunum skipt milli bai-n- anna sem komið höfðu til kirkjui, Það annaðist meðhjálpacinn að fyr- irmælum kirkjuhaldara. Þetta var gamall siður sem lagðist niður í barndæmi mínu. Útgönguvers var sungið í messu- lok árið um kring alltaf það sama. Lengi var það versið: Orðxð Drott- ins veg oss vísi. Sr. Þox-steinn Bene- diktsson lét í stað þess syngja vers- ið: Héðan burt vér göngum glaðir. V. IIULDUFÓLK. Margar sagnir voru sagðar um huldufólk og bústaði þess. Einu sinni var skyggn prestur í Horna- firði eða þar í gi-ennd. Hann þekkti alia háttsemi huldufólks. Það bar til að voi'lagi, er vinnukonur hans voru að leysa kýrnar út í gróar.d- ann, að hann sá huldukonu í ná- grenni vera að leysa kýr sínar líka út. Þá kvað hann þessa vísu: Konan fer úr kotinu með kýrnar sínar, göturnar hún gengur fínar, gáið að því, stúlkur mínar. Huldufólk byggði marga staöi á Mýrum og börum var sagt að fara þar að öllu með gát. Skammt frá æskuheimili mínu voi-u Þinghólar í Einholtsteigum. Þar var Þinghóla- klettur og í honum bekkur, sem nefndur var Sýslumannssæti. í þeim kletti og við hann höfðu ýms- ir séð til huldufólks á fyrri dögum. Það var undarlegt við huldufólk- ið, að margt hjá því var þveröfugt við það, sem gerðist hjá mönnum Það hoi-fði t. d. öfugt á hestbaki og söðlar huldukvenna horfðu öfugt við okkar venju. Einu sinni kom Kristín Þorláksdóttir á Rauðabergi fram á klett sunnan við bæinn og sá þar tvö lömb, var annað grænt en hitt gult. Ekki gátu aðrir átt þau en huldumenn. Á nýái-snótt hafði huldufólk far- daga. Fyrir löngu var uppi mað- ur, sem Flosi hét. Einu sinni tók hann fyrir að sitja á krossgötum á nýái-snótt til að hamla för álfa og eignast auð þeirra. Hann sat þar á kálfsskinni með öxi í hendi og einblíndi í egg hennar. Á höfði bar hann skotthúfu og hafði komið krossmarki fyrir í skottinu. Brátt þyrptist huldufólkið að og bauð Flosa allskonar djásn svo það gæti komizt leiðar sinnar. Hann stóð það allt af sér og steinþagði. Loks þótti honum móðir sín koma að- vífandi með stói-an flotskjöld og rétta sér. *Hann hætti þá að blina í axareggina og sagði: „Sjaldan hef ég nú flotinu neitað.“ Það hefði hann þó betur látið ósagt, því þetta var huldukona, sem svipti Flosa auð og yndi, því hann var vitlaus upp frá þessu. Fram á mína daga þáðu menn góð boð með þessum orðum: „Sjaldan hef ég nú flotinu neitað, sagði Flosi“. VI. JÓLAVEBS HULDUFÓLKS. Maður kom að hól á jólanótt. Hann heyrði þetta sungið í hóln- um: Vígð nóttin, nóttin, velkomin á allan háttinn, háttinn, hjálpræðis færandi máttinn. Guð og menn og jörð og himin saman ræða Guð vor allra barn í stalli lét sig fæða. Hann mestur allra minnstan gerði sig en leysti mig. NÝKOMNAR! ítalskar KVENTÖFLUR, stórglæsilegt úrval. KULDASKÓR, mikið úrval. AXEL Ó. LÁRUSSON, SKÓVERZLUN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.