Fylkir


Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 1

Fylkir - 01.04.1966, Blaðsíða 1
Málgagn SjólfstæSis- flokksinti ••«r 18. argangur. Vestmanaeyjum, 1. apríl 1966. 13. tölublað Lmin bœjarstjóra Laun bæjarstjóra hafa verið eitt að aðalumræðuefnum minnihluta- blaðanna nú að undanförnu. Hefur af hálfu meirihluta bæjarstjómar verið gerð full grein fyrir málinu í bæjarráði og bæjarstjórn og einn- ig hefi ég hér í blaðinu rætt það ít- arlega og taldi satt að segja málið í heild liggja það ljóst fyrir, að hver og einn gæti myndað sér skoðun um það og frekari umræður um það þtí óþarfar. Einn var þó eftir, sem þurfti að láta ljós sittt skína. Sigurður Stefánsson ritar all- langa grein um málið í síðasta Eyja blaði. Gerir hann þar grein fyrir heildartekjum mínum. Hefi ég síð- ur en svo nokkuð við það að at- huga. Hann getur verið alveg ró- legur út af þessu. Eg hefi engar duldar tekjur. Öll laun mín eru tal- in fram af þeim aðilum sem þau greiða. Hafa tekjur mínar að und- anförnu eins og annarra komið fram á skattskrá, sem árlega er lögð fram almenningi til sýnis og eru þær því ekkert leyndarmál, og eiga heldur ekki að vera það. Mér skilst á grein S. St., að hann telji eðlilegt og sé því samþykkur, að laun bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum eigi að vera sambærileg launum annai'ra bæjarstjóra hlið- stæðra kaupstaða. Telur hann þó að þessari reglu hafi ekki verið fylgt í sambandi við fyrirrennara minn í starfinu og tel ég þeirri bæjarstjórn sem þar átti hlut að máli, vinstri stjórninni, það til. lítils sóma. Rifj- ast upp fyrir mér atvik í þessu sam- bandi, sem skeði í byrjun kjörtíma- bils 1950. Sjálfstæðisflokkurinn var þá í minnihluta. Kom það í minn hlut fyrir hönd okkar bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, að benda meirihlutanum á, að áætluð laun bæjarstjóra á fjárhagsáætlun væru lægri en laun bæjarstjöra annarra sambærilegra bæja, og lýsti ég því yfir fyrir hönd minnihlutans, að við teldum þetta óeðlilegt og myndum ekki gera ágreining um, þó það yrði lagfært, þó að við hefðum ekki kosið eða stutt þáverandi bæjar- stjóra. Eg bendi á þetta hér til staðfest- ingar því, að þegar áður en ég tók við þessu starfi, hafði bæði ég og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá skoðun, að ósæmilegt væri að laun bæjarstjóra í Vestmannaeyj- um væru lægri en annars staðar, sem eðlilegt var að miða við. Þessi skoðun hefur að ég held verið ríkj- andi í bæjarstjórn síðan og eftir henni farið og því allar deilur og skrif um þetta atriði óþörf. Eitt atriði í grein S. St. tel ég á- stæðu til að ræða nánar. Hann segir þar orðrétt: „Eg tel, að bæjarstjóri eigi að hafa mannsæmandi laun, þegar hann er í starfi hjá bænum, en greiðslur til hans úr bæjarsjóði, þegar hann er á fullum launum í starfi hjá öðrum aðila, komi ekki til greina." Eg er S. St. fyllilega sammála um það, að hvorki bæjarstjóri né aðrir starfsmenn hjá bænum eða annars staðar eigi að taka laun fyr- ir störf, sem þeir inna ekki af hendi. S. St. er þessi skoðun mín vel ljós. Um þetta varð ágreiningur okkar á milli fyrir nokkrum árum. Hann var þá komin á laun hjá bæn um sem bæjarráðsmaður. Hafði far ið á síld yfir sumarið og ég greitt varamanni hans laun fyrir þá fundi, sem hann sat, og ætlaðist til að það kæmi til frádráttar á launum S. St. Þessu vildi hann ekki una og krafð ist fullra launa eins og aðrir, sem heima voru allt árið og fékk þau , eftir nokkurt þref og hefur hans reglu síðan verið fylgt í sambandi við flest launuð nefndarstörf og einnig laun bæjarfulltrúa. Eg er ekki að segja, að þetta skipti bæ- inn nokkru máli fjárhagslega. En þetta sýnir, að S. St. hefur á þessu allt aðra skoðun, þegar hann á sjálf ur hlut að máli og vill aðrar reglur gilda gagnvart öðrum, þegar hann bendir, að ég tel réttilega, á, að ekki eigi að greiða fyrir störf, sem ekki eru af hendi leyst. Það, sem hann gagnrýnir er, að mér eru greidd hálf bæjarstjóra- laun yfir þingtímann. Vill hann láta líta svo út, sem honum séu alger- lega ókunn þau störf, sem ég vinn fyrir bæjarfélagið meðan Alþingi situr. Það er hans mál, en ekki mitt, hvort hann vill láta líta svo út, að hann fylgist ekki betur með málum eða rekstri bæjarins en þetta. Hitt er staðreynd, „að full- trúar meirihlutans — sem ég víl gjarnan telja hina grandvörustu menn í meðferð á annarra fé", eins og S. St. segir í grein sinni og sem ég er honum fyllilega sammála um, hafa á þessu allt aðra skoðun og leggja á það annað mat, sem eng- ¦inn veit betur en ég að er rétt. • Mun öllum ljóst, að bjarfélagið hefur á undanförnum árum verið í umsvifamiklum framkvmdum, auk fyrirhugaðra vatnsveitu fram- kvæmda nú síðast. Allir vita, sem nokkuð þekkja til þessara mála, að undirbúningur slíkra framkvæmda, bæði hvað framkvæmdina sjálfa snertir og ekki síður fjárhagshlið hennar, krefst mikillar vinnu, auk þess sem fjárreiður sveitarfélag- anna almennt eru orðnar svo ná- tengar fjármálum ríkisins, að alveg óhjákvæmilegt er, að forstöðumenn hinna stærri félaga verða að vera með annan fótinn í Reykjavík í því sambandi einu, þó ekki væri um annað að ræða. Þetta mun sveitar- stjórnarmönnum almennt vera vel ljóst og get ég vel sagt S. St., hvort sem hann vill trúa því eða ekki, að meira en helmingur af tíma mín- um hér í Reykjavík fer í beina fyr- irgreiðslu fyrir bæjarfélagið, um- fram eðlilega fyrirgreiðslu fyrir bæjarbúa almennt, sem þingstarfinu fylgir. Hann getur vel sofið róleg- ur yfir því, að mér er á engan hátt greidd laun úr bæjarsjóði fyrir störf sem ég ekki vinn fyrir og að það myndi ekki vera bæjarfélaginu ódýr ara, þó að þessu yrði komið fyrir á annan veg. Guðl. Gíslason. Sjómannastoía Eg hef lengi hikað við að birta þessar hugleiðingar af ótta við, að þær yrðu teknar sem úrtölunöldur eða steinn í götu þess góða málefn- is, sem hér er um að ræða. En einmitt vegna þess, að mér er málið hugleikið og vildi gjarn- an vinna því gagn, tel ég rétt að koma þessu á framfæri og vona, að það verði engum skynsamlegum fyrirætlunum eða framkvæmdum til hindrunar. Það er tízka á okkar dögum að byggja stórt. Hallir eiga helzt að vera athvarf hverskonar félags- og menningarstarfsemi og vesælir eru þeir, sem þurfa að gera sér lakari húsakost að góðu. Þetta þykir bera vott um mikinn stórhug okkar samtíðar, en sá hængur virðist við hann loða, að í raun og veru eigi ríki og bær að bera mestan þunga kostnaðarins og ábyrgðarinnar. Margt eigum við vel ferðarríkinu að þakka, en ekki megum við þessvegna týna persónu legri ábyrgðartilfiningu og fórnar- und. Hallir eru til margra hluta nytsamlegar, en allt of margar þeirra eru með því marki brenndar að þær eru gleði og stolt aðstand- enda sinna sem sýningargripur, en vala þeim annars þungum áhyggj- um í daglegum rekstri. Erfitt er að fá hæfa menn til að veita þeim for- stöðu og fjárhagsleg afkoma hvergi nærri eins góð og vera þyrfti. Sjómannastofur eiga langa og merka sögu meðal margra þjóða, þó að þær hafi átt merkilega örð- ugt uppdráttar hjá okkar þjóð, sem þó þarf svo mikið á sjóinn að sækja. Yfirleitt hafa sjómannastof- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.