Fylkir


Fylkir - 23.12.1966, Qupperneq 3

Fylkir - 23.12.1966, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ FYLKIS 1966 3 Við höldum jól vegna komu hans sem sagði: Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig, til að flytja fátækum gleðileg- an boðskap". (Lúk. 4. 18.). Og við minnumst þess á jólum, að engillinn boðaði fjárhirðunum gleðilegan boðskap af því, að „yð- ur er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur, Drottinn, í borg Davíðs.“ Að boða fátækum gleðilegan boðskap —? Hver á meðal okkar kannast ekki við tómleikann, mitt í allri útlegð- inni og allsnægtunum. Þeir eru ótaldir, sem hafa efnazt vel á liðnum árum og áratugum. Og fjármunir þessara undrabarna allskonar reksturs til sjávar og sveita flæðir yfir. Þrátt fyrir það virðist auðnin og tómleikinn aðeins fara vaxandi heima. Það er alvarlegt umhugsunarefni, hve gálauslega ungir sem eldri fara með fjármuni. Sú eyðsla vek- ur aðeins lífsleiða. Og eftir verður sár öfund, þrá eftir meiru og meiru. Það er eins og maður, sem gríp- ur andann á lofti, er honum finnst honum liggja við köfnun.. . Þessi eftirsókn eftir fánýti er eins og það æði, sem grípur fólk, sem er í loftlausu herbergi, sem er lokað og skynjar ekki að allur vand inn er leystur með því einu að opna glugga og dyr, svo ferska loftið streymi inn. En aðventusálmurinn kunni seg- ir þó: „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt . . . “ En menn gera það ekki — og eru gleðivana. Öllum þeim, sem finna til hins innra hungurs er gefinn kostur á jólum, þeim sem eru háðir sveifl- um líðandi stundar, þeim sem þjást af stöðugum súrefnisskorti tíðarandans, þeim sem „hungrar og þyrstir eftir réttlæti“, því réttlæti, sem Guð gefur. Jólin eru hátíð smárra og hungraðra. Sá, sem ekki yólin er það, fagnar jólum sér til dóms- áfellis. Því jólin eru ekki meinlaus eða áhættulaus rátíð. Það gerir málið ekki auðveldara heldur alvarlegra, að þau eru orð- in almenn þjóðar- og fjölskyldu- hátíð, já, meira að segja barnahá- tíð. Jólin eru hátíð þeirra, sem hafa hallað sér að Guði. Manna, sem þekkja sekt sína og vilja leysast. Jólin eru hátíð syrgjenda, þeirra, sem hafa beðið lægri hlut, þeirra sem eru særðir djúpum syndasár- um, þeirra hryggu og þjökuðu. Há- tíð hinna fátæku. Þekkjum við fátækt okkar? Án þekkingar á fátæktinni, án frá- hvarfs frá sjálfsdrambi, án þess að leggja niður okkar sjálfstilbeiðslu, kemst enginn að jötu Jesúbarnsins. Hann fyllir aðeins hungraða gæð- um, og með því er ekki átt við hinar mörgu gjafir og þúsund ó- þarfa „lúxus“-gæða sem markmið lífsfullnægju. Að hann skuli fylla hungraða gæðum, eru hin einu sönnu gæði, sem jafnast ekki að- eins á við öll jarðnesk gæði, heldur ber langt af þeim: „Þú ert Drottinn minn; ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. D. 162). Jólin — eru hið mikla tækifæri, hjartna okkar að öðlast frelsi frá þúsund gæðum þessa heims, að öðl ast frelsi til þess að hljóta hið eina, sem okkur raunverulega er vant, og hjarta okkar í leyndum andvarpar eftir. Og hið mikla tæki- færi er að lúta þeim Drottni, sem gerðist maður á jólum — og gerð- ist fátækur okkar vegna — til þess að við skyldum auðgast af fátækt hans. Fátækum er boðaður gleðilegur boðskapur á jólum, sem gerir okk- ur fátæk óendanlega rík er við veitum honum, sem kominn er, Kristi Jesú viðtöku í trú. Megi það verða reynsla okkar allra á þessum jólum. Þá verða þau gleðileg jól. Og gleðilegra jóla óska ég yður öllum í Jesú nafni. Jóhann S. Hlíðar.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.