Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 7

Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 7
F^'kir Bœiarslióm i önnum í descmbermánuði sl. lauk samningsgerð milli ríkisins annarsvegar og Bandalags starfmanna ríkis og bæja hins vegar um kaup og kjör ríkis- starfsmanna. Samningurinn gildir frá 1. júlí 1970 til 31. des. 1973, og er að því leyti til athyglisverður, að hann verkar aftur fyrir sig um hálfi ár. Samningur þessi er gerður vegna ríkisstarfsmanna einna, en mun þó verða tekinn til fyrirmyndar við ákvörðun á kjörum starfsmanna sveitar- félaga að öðru leyti en því, að launauppbætur vegna lið- ins tíma greiðast ekki til þeirra. Þessi tilhögun mun vera óumdeild af aðilum að þeim starfsm. undanskildum, sem sérstaka samninga hafa um annað ,og a. m. k. sumir helztu ráðamenn Vestmanna- eyjakaupstaðar hafa fyrir nokkru lýst sig vera ófúsa til að mæla með afbrigðum fpr til sclu Einbýlishús við Hrauntún: Verð kr. 2.000.000.00. Út- borgun kr. 600.000.00 . Húsið er næstum fullgert, ca. 115 fermetrar með 40 fermetra geymsluplássi í kjallara. Lítið cinbýlishús ri'ð Vestmannabraut: Verð kr. 450-000.00. Út- borgun kr. 100.000.00. _ Hent ugt fyrir einhleypan mann eða ung hjón. 7 hcrb. íbúð við Bakkastíg: Hæð og ris í forsköluðu timburhúsi, verð kr. 900.000.00 6 herb. íbúð við Hci'ðarveg: Hæð og ris í tvílyftu stein- húsi. Verð kr. 1.400.000-00 Útborgun kr. 100-000.00. Einbýlishús við Kirkjuveg: 9 herb. íbúð á þremur hæð- Verð kr. 1.650.000.00. Útborg un kr. 600.000.00 JÓN ÖSKARSSÖN, HDL. jögfræðistofa Vestm.braut 31 Viðtalstimi milli kl. 5 og 7 siðdegis. — Sími 1878. 1 i þessu efni, eða að bæjar- stjórn aðhefðist neitt það, sem gefið gæti fordæmi til slíks. Úr sauðarleggnum- En nú gerist það á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja hinn 5. þ. m. að fyrir liggur til umræðu og afgreiðslu til- laga frá bæjarráði þess efnis að hækkuð verið laun bæjar fulltrúa úr kr. 600,- í kr. 1500,- og bæjarráðsmanna úr | kr. 500,- í kr. 1000,- fyrir hvern fund. í fyrrnefnda til- fellinu er um að ræða 150% launahækkun og 100% í hinu síðara. Tillaga þessi vakti þegar í stað verulega athygli í fund- arsalnum. Ekki vegna þess að þeim, sem á hlýddu þætti það skipta öllu máli, hvort bæjarfulltrúum væru greidd- ar 600 kr eða 1500 kr. fyrir [ fundarsetu. Hitt þótti meira um vert að fá svarað þeirri | spurningu hvort bæjarstjórn- armeirihlutinn væri loks, eft- ir meira en fjögurra ára valda | setu, að sanna afdráttarlaust án undanbragða virðingu sína og vináttu við lágt laun- aða bæjarstarfsmenn og launa menn yfirleitt, með því að veita nú slíkt fordæmi til verulegra kjarabóta þeim til handa. Kannski máttu sendi- herrar og saksóknarar fara að snúa sér til veggjar. Ekki endasleppt. En tillagan var svo sem ekki búin ,og jókst nú spenn- an í salnum um allan helm- ing, þegar forseti las fram- haldið þess efnis, að launa- hækkanir ráðamanna bæjar- ins skyldu verka aftur fyrir sig til 1. júlí s. 1. Þótti nú ein sýnt, að bæjarstjórn ætlaði ekki að gera það endasleppt. Voru menn nú í góðu skapi og gcrðu að gamni sínu. Fór svo fram um hríð. Stendur þá upp höfuðóvin- urinn, friðarspillirinn Guð- laugur Gíslason, og beinir peirri spurningu til meiri- hluta bæjarstjórnar, hvort ekki beri að líta á seinnipart tillögunnar sem fyrirheit um það, að fyrirhugaðar launa- bætur annarra starfsmanna yrðu einnig látnar verka aft- ur fyrir sig til 1. júlí Ráð undir rifi hverju. Bomba var fallin. Gleðin yfir góðu verki að engu orð- in. Vitrir menn virtu hvern annan fyrir sér. Bæjarstjóri varð fyrstur til að átta sig og lýsti því yfir stuttorður ,að alls ekki væri gert ráð fyrir því. Laun annarra starfs- manna bæjarins munu aðeins hækka frá áramótum, sagði hann. Fyrirspurn Guðlaugs virtist ennþá valda meirihlutamönn- um þó nokkrum heilabrotum, þótt bæjarstjóri væri búinn að svara skýrt og skorinort. Og eftir að hafa stungið sam- an nefjum um stund, fundu þeir réttan mótleik. Þeir létu breyta bókun bæjarráðs þann ig að í stað 1. júlí komi: frá byrjun kjörtímabilsins, þ. e. frá 1. júní s. 1. Síðan var allt samþykkt með pomp og prakt. Þannig verka nú kjarabæt- ur ráðamanna Vestmannaeyja kaupstaðar einum mánuði lengra aftur í tímann, en rík- isstarfsmenn geta státað sig af. Aðrir starfsmenn bæjar- ins koma þar ekki við sögu. Er nú þyngri þrautin að geta sér til um, hvar hús- bóntíavaldinu verður næst brugðið á leik, öllum almenn- ingi til gagns og gleði. Iþróttir Framhald af baksíðu. launin. Voru það verðlauna peningar úr gulli, sem á var grafið nafn handhafa penings l ins, síðan kom íslm. 2. fl. 1970, íslm. 3. fl. 1970 og íslm- 4. fl. 1970, en undir þessu stóð svo Þór. Eins og fyrr seg ' ir, voru það alls 17 drengir sem fengu þessa peninga. Þá fengu þær fjórar stúlkur, sem skipuðu sveit þá, er setti ís- landsmet í 4x100 m boðhlaupi á íþróttahátíðinni í júlí s. 1. Fengu þær sömuleiðis gull- peninga, sexstrenda hangandi í borða í íslenzku fánalitun- um. Á þeim stóð nafn, en síðan íslm. í 4x100 m hlaupi — Þór. Loks fengu svo, eins og fyrr segir 2 lyftingamenn viðurkenningu og voru það samskonar peningar og frjálsíþróttastúlkurnar fengu | með textanum: íslm. í lyft- ingum — Þór. Nú tók til máls Gísli Magn- ússon, formaður HRV og af- henti verðlaun í Jólamóti ÍBV Þar sigraði Þór í öllum flokk um og hlaut félagið að laun- um þrjár veglegar styttur, sem félögin Týr og Þór og ÍBV gáfu. Auk þess fékk hver stúlka verðlaunapening. Úr- slit mótsins urðu þessi: I. fl Týr - Þór - 11 - 13 II fl Þór - Týr - 14 - C III. fl Týr - Þór - 9-10 Að verðlaunafhendingu lok inni var félögum boðið upp á gos, pönnukökur og súkkulaði kex, en síðast á dagskránni var svo sýning kvikmyndar, sem tekin var 9. sept 1968 á afmælisdegi Þórs. Myndin er frá leik OLD BOYS og YOUNG BOYS, sem þá fór fram í tilefni 55 ára afmælis félagsins. Ág. Karlsson Löndunarbóma og spil á Bæjarbryggjuna í sambandi við endurnýjun á dekki Bæjarbryggju og aðr ar nauðsynlegar framkvæmd- ir við bryggjuna gerði ég, undirritaður, tillögu á bæjar- stjórnarfundi, 27. nóv. s. 1. um, að athugun verði gerð á uppsetningu á föstu raf- drifnu löndunarspili á Bæj- arbryggju af þeirri gerð, sem myndin sýnir. Með fáum orðum vildi ég nokkru frekar skýra þessa hugmynd, sem ekki er ný af nálinni og hefur iðulega bor- ið á góma meðal sjómanna hér i Vestmannaeyjum, t. d. á fundum Skipstjóra- og stýri mannafélagsins Verðanda fyr ir fjölmörgum árum og ef til vill víðar þó ekki sé mér það kunnugt. Löndunarbóman er norsk að gerð frá fyrirtækinu Munck og getur rafmagns- spilið híft 1000 kg. með 10 metra hraða á mínútu eða 500 kg. með 20 m hraða á mín. Ef bómam er staðsett á hentugum stað getur spilið og allur útbúnaður orðið smá bátaeigendum til mikils hag- ræðis við löndun. Bómunni er unnt að hífa löndunarmál beint upp úr bát og á bíl eða kerru ,en smábátarnir hafa . sem kunnugt er, hvorki svo j kraftmikil spil né bómu, að hægt sé að landa þannig fiski frá þeim. Vonandi myndi hér, sem annarsstaðar, fást góð reynsla af svona krana, og teldi ég, að þá væri vel til athugunar að setja þannig löndunarspil og krana á fleiri bryggjur og ef til vill stóran krana við að- al útskipunar og löndunar- bryggjuna í Friðarhöfn. Þann ig kranar eru mjög víða í miklum útskipunar- og lönd- unarhöfnum. Þess má t. d. geta, að hjá frændum vorum Færeyingum er ágætur og stór lóndunarkrani við eina bryggjuna í Þórshöfn. Guðjón Ármann Eyjólfsson

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.