Fylkir


Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 3

Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 3
FYLKIR Framhald af 2. aðu. hrygningarstöðvum þorsks- ins á svæðinu milli Vest- mannaeyja og Reykjaness og eru netin af eðlilegum ástæð um fyrst og fremst lögð þar, sem hin hárnákvæmu leitar- tæki bátanna finna að fisk- urinn hnappar sig saman á, oftast til hrygningar, eða hann er veiddur í nót uppi í sjó fyrir ofan hrygningar- svæðin. Eg tel síður en svo ástæðu lausan þann ugg, sem mað- ur heyrir að er bæði hjá sjó- mönnum og útgerðarmönn- um, að fyrr en varir geti far ið illa í þessum efnum, ef ekkert verður að gert. Ákvæðið um friðunarað- gerðir í tillögu ríkisstjórnar- innar verður því að teljast fyliilega tímabært, þó að stjórnarandstaðan leggi ekki mikið upp úr því og hafi al- veg leitt það hjá sér í sinni tillögu. Fyrir þessu eru tvær á- stæður. í fyrsta lagi sú, að þjóðar- nauðsyn er, að full aðgát sé höfð á, að rányrkja eða of- veiði eigi sér ekki stað, hvorki á uppeldisstöðvum ungfisksins eða á hrygning- arsvæðunum. í öðru lagi væri með þ'essu stigið verulegt spor í áttina að útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, þar sem veruleg ar líkur eru fyrir, að slíkar ráðstafanir hlytu alþjóðavið- urkenningu, ef þær næðu jafnt til innlendra sem er- lendra skipa og myntíi það án cfa styrkja aðstöðu okkar þegar landgrunnið allt verð- ur fært undir íslenzka lög- sögu. Þegar athugaðar eru þær tvær tillögur í landhelgismál inu, sem teknar voru til af- greiðslu á Alþingi í þinglok, eða 7. þ. m., verður að telja að tillaga stjórnarandstöðunn ar um að tilkynna útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur, með eins og hálfs árs fyrir- vara, sé óraunhæf að því leyti, að slik ákvörðun hlýt- ur að verða tekin og tilkynnt umheiminum með sem allra stytztum fyrirvara, eins og gert hefur verið í þau þrjú skipti, sem fiskveiðimörkin hafa áður verið færð út. Al- þingi hefur áður gert um það samþykkt og tilkynnt það á alþjóða vettvangi, að ótviræð stefna íslendinga í þessum efnum sé sú, að land- grunnið allt falli undir ís- lenzka lögsögu og getur vel farið svo, að stjórnvöld telji nauðsynlegt að stíga það skref fyrr en varir og gæti þaö þá orðið til mikillar ó- þurftar, ef Alþingi væri áð- ur búið að binda hendur stjórnvalda um aðgerðir í þessum efnum, eitt og hálft ár fram í tímann, eins og til laga stjórnarandstöðunnar ger ir ráð fyrir. Það, sem gera verður nú þegar er að undirbúa friðun uppeldisstöðva ungfisksins fyrir norður og norð-austur- landi og helztu hrygningar- svæðin fyrir suðurlandi, og taka landgrunnið allt undir íslenzka lögsögu, strax og tímabært þykir, hvort heldur það verður fyrir eða eftir 1. september 1972. Guðl. Gíslason. Afli hefur verið tregur undanfarið í öll veiðarfæri og hafa spár manna og von- ir um skarpa páskahrotu brugðizt með öllu. Þó hefur fiskirí verið heldur skárra og jafnara síðustu daga. Fiskurinn er lítið gotinn ennþá og mjög lítið er af svilfiski í aflanum, svo menn hafa enn ekki gefið upp alla von um að sæmilega fiskist, en héðan af getur tæpast orð ið um góða vertíð að ræða. Aflaskýrslan: Eftirtaldir bátar höfðu fengið yfir 300 tonn mið- vikudaginn 14. apríl s. 1. Andvari 618 tonn. Sæbjörg 559 tonn. Engey 459 tonn. Hamraberg 449 tonn. Huginn 423 tonn. Kristbjörg 412 tonn. Þórunn Sveinsd. 400 tonn. Blátindur 385 tonn. Kópur 362 tonn. Elliðaey 355 tonn. Lundi 353 tonn. Ver 349 tonn. Hellisey 319 tonn. Mars 303 tonn. Frysta loðnan. Markaður opnaðist fyrir ís- lenzka loðnu í Japan, þeg- ar mjög dró úr veiðum þeirra sjálfra vegna ofveiði. Japan- ir hafa veitt tvo loðnustofna, annar hrygnir í fersku vatni en loðnan er laxfiskategund, og er sá miklu eftirsóttastur og verðmætastur, en veiði hans hefur minnkað um helm ing og er nú háð ströngum takmörkunum. Hinn stofninn er líkur þeim íslenzka og veiðist í Okotskahafi suður af Kamchatkaskaga í Sovétríkj- unum, veiðin fer fram í júní og veiðist um 1500 tonn á ári. Þá veiða Sovétmenn loðnu fyrir Japani í Norður-Kyrra hafi, en gæði hennar þykja hvergi nærri fullnægjandi. Japanir léttsalta loðnuna og þ; rrka í þar til gerðum húsum. Síðan er hún seld ým ist í veitingahús, hótel eða verzlanir, sem sjá um dreif- ingu til neytenda. Mest er hún etin grillsteikt og þykir þannig tilreidd hið mesta lostæti. Salan héðan frá íslandi hef ur aukizt miklu örar en bú- izt var við. Fyrsta árið eða 1968 voru seld héðan 500 tonn, 1969 _ 760 tonn, 1970 _ 1000 tonn og þetta ár voru gerðir samningar um sölu á 5.600tonnum. Norðmenn selja Japönum 1600 tonn og Sovétmenn 1800 tonn. ! Þessi þróun sýnist gefa til- efni til bjartsýni, ef vel verð ur að unnið frá báðum aðil- um. Rafmagnstroll. Rússar, Bandaríkjamenn, Hollendingar, Þjóðverjar og Pólverjar hafa allir unnið að gerð rafmagnstrolla. Banda- ríkjamenn nota nú þegar raf magnstroll til rækjuveiða með góðum árangri og vís- indamenn frá Austur-Evrópu starfa saman að veiðitilraun- um með rafmagnsfisktrollið við strendur Vestur-Afríku. Skotar bætast í hópinn í vor, í maí byrja skozkir vís- indamenn, frá Marine Labora tory í Aberdeen, tilraunir með rafmagnshumartroll. Humarinn grefur sig í leir og sandbotn og forðar sér þannig frá yfirvofandi hættu. Skozkir vilja ekki una því lengur að ná aðeins þeim humri, sem svamlar um í sjón um. Rafmagnstrollið á að senda frá sér rafbylgjur, sem taka humarinn úr felum sín- um og beina honum í troll- ið, þegar hann kemur upp í sjóinn. Skotar gera sér vonir um mjög aukna veiði með þessu nýja tóli sínu. Guðmundur Karlsson Hrossakaup Framh. af bls. 1. við að Gísli Eyjólfsson sé lög lega ráðinn æskulýðsfulltrúi í Vestmannaeyjum næstu 6 mánuði, eða frá 1. marz 1971. Fleira ekki gert. Fundi slitið. Undir fundargerðina rita: Örn Ólnfsson, Jóhann Frið- finrsson, Jó:\ K. Óskarsson, Ársæll Lárusson, Jón Ög- mundsson, Þorkell Sigurjóns son, Ingibjörg Á. Johnsen, Eggert Sigurlásson með fyr- irvara ; m 3. lið. Á bæjarstjórnarfundinum 7. apríl s. 1. gerðust þau furðu legu tíðindi að eftir tillögu bæjarstjóra var Trausti Eyj- ólfsson ráðinn með 5 atkvæð um meirihlutans, þar á með al Garðars og Hafsteins, sem ckki gátu fengið sig til að kjósa Gísla Eyjólfsson, sem lengst af hefur stundað sjó- mennsku við góðan orðstír, en orðið að láta af þeim störf- um vegna áfalls, er hann varð fyrir á sjónum. Ekki hefði nema annan þessara ágætu manna sem líta á sig scm sérstaka fulltrúa sjó- manna í bæjarstjórn, þurft til að tryggja Gísla starfið, som Æskulýðsráð hafði kjör- iö hann til. Eftir þessi fáheyrðu vinnu brögð meirihlutans í bæjar- stjórn hefur Örn Ólafsson haft við orð að segja af sér formennsku í Æskulýðsráð- inu, svo allt er nú óráðið um framvindu mála. Kjörskrá til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara hinn 13. júní 1971 liggur frammi á bæjarskrifstof- unni á venjulegum afgreiðslutíma frá oq með 13. apríl til 11. maí n. k. Kærur út af kjörskránni þurfa að hafa borizt skrifstofu bæjar- stjóra eigi síðar en laugardaginn 22. maí 1971. Bæjarst’jórinn í Vestmannaeyjum. v * ’ S.. f'*' • _________ ~r--- «»unVi;—. -: Tregur er liann enn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.