Fylkir


Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.04.1971, Blaðsíða 4
4. FYLKIR GULLNA TÆKIFÆRIÐ l Það hlýtur að vera hverju byggðarlagi brýn nauðsyn að eiga einhvers staðar afdrep til mannfunda. Til slíkra sam komustaða hefur mikið verið kostað á undanförnum árum. Abs staðar hefur átt að vanda til slíkra staða, þótt oft hafi meira verið lagt upp úr stærð heldur en vandvirkni, með það fyrst og fremst í huga, að þarna risu upp almennir dansstaðir. Þegar svo var í pottinn búið, kom brátt í Ijós, að þessi samkomuhús þjónuðu ekki fyllilega upp- haflegum tilgangi sínum. Hlutverk þeirra hefur reynzt of einhæft. i marga og verkar sem kvíði, j minnimáttarkennd og öfund. I Nú skyldi fólk geta komið j Siman til mannfagnaðar. J Þarna gæti hugsandi fólk átt I dnar hugðarstundir, blandað j geði saman, talað um bók- menntir og listir, auk við- ræðna ; rn lai\dsins gagn og nauSsynjar. Þarna færu fram leiksýningar, sem heimamenn héldu uppi og enn fremur yrði komið upp kvöldvökum og ýmsar kvöldsamkomur haldnar. Þar sem félagsheimilin hafa orðið annað og meira , on danshús, hafa þau valdið J iímamótum, enda hefur hlut I vcrk þeirra oroið stór þátt- j ui' í menningarmálum byggð ar.aga sinna. Gæti ég nefnt þcss rnörg dæmi eftir aldar- ijórö ngs félagslegt starf úti í hinum dreifðu byggðum | iandsins. En nú má spyrja sem svo; Hvernig fór fólkið að meðan engin voru samkomuhúsin? Vissulega hafði fólk þá löng un til félagslegra starfa, jafn vel frekar en nú. Lagði marg ur á sig mikið erfiði fyrir félög sín og sýndi mikla fórn fýsi. Starfsskilyrðin voru vissulega frumstæð, og menn urðu að sníða sér stakk eftir vexti. Þarna voru hugsjóna- menn að verki, sem ruddu brautina. Og það var einung is fyrir áhuga og elju þessa fólks, að alls staðar vaknaði skilningur fyrir nauðsyn betri húsakynna. Vestmannaeyingar hafa fram að þessu búið við mjög óviðunandi skilyrði í þessum efnum, eins og kúnnugt er, sem mörgum mætti finnast næsta ótrúleg í svo stóru bæj I arfélagi sem þessu. Eigi að I síður hefur merkilegt starf verið unnið hér í menningar málum. Það er vert að minn- ast þess starfs og halda því hátt á lofti, því að þar sjá- j um við uppbygginguna að j því, hvernig nú er fgrið að j búa að hinum ýmsu greinum I félagslífsins. í þeim efnum er margs að minnast, manna og kvenna, sem únnið hafa af elju, hug- sjón og fórnfýsi. Eg ætla ekki að nefna nein nöfn, því að það er af svo mörgú að taka. Samt get ég ekki neit- að mér um að nefna nöfn eins og Brynjólfs Sigfússon- ar, Oddgeirs Kristjánssonar og Martins Hunger, svo að- eins sé bent á hljómlistina. Þeirra starf hefur orðið rneira og örlagaríkara en við getum gert okkur í hugar- lund. Þessir menn lögðu grundvöllinn að því sönglífi, Framhald á 6. síðu. Félagsheimili hafa þessi samkomuhús verið kölluð. Að byggingu þeirra hafa staðið félagasamtök sveita og bæjar- félaga með aðstoð ríkissjóðs. Þessi félagssamtök, hver á sínum stað, hafa átt það sam- eiginlegt að vera einingartákn íbúanna um hugsjóníimál þcirra, scm þr.u tjá með við- leitni sinni til félagslegrar starfsemi. Með tilkomu félags heimilanna var fundinn sama staður til mannfunda, miðstöð menningarlegrar þróunar. Við þessu nýju og bættu skil yrði átti skilningur manna að geta aukizt á gildi nánari kynna í félagslegu samstarfi að framgangi sameiginlegra hugðar og hugsjónamála. Hér skyldu ungir og gamlir halda heilbrigðri vöku sinni með j því að gera að takmarki sínu eðlilegan andlegan þroska lands og lýðs. Á þann hátt kynnu menn betur að færa sér í nyt hinar margvíslegu tæknilegu framfarir, sem hinn nýi tími hefði á boðstólnum því að ekki er einhlítt, að maðurinn mettist á einu saman brauði. Ef svo er al- mennt hugsað, er óhjákvæmi legt annað en að andlegt menningarlíf þjóðarinnar verði sviplaust og dautt með asklokið eitt að himni. Þannig skyldu félagsheim- ilin mæta andlegum þörfum þjóðarinnar jafnframt því, sem þau mundu koma til með að skapa jafnvægi í byggð- um landsins með því að gera hversdagslífið ifjölbreyttara og frjórra. Fólk yrði ekki lengur eins einangrað, fengi meiri og betri skilning á kjör um og manngildi náungans. Þannig gæti og lífsbaráttan fengið á sig mildari svip, losn að við margvíslega lífsbeizkju Ui Kiwaiis Kiwanisfélagar stofnuðu hlutafélag og keyptu húseign Um síðustu mánaðamót bauð Kiwanisklúbburinn Helgafell nokkrum gestum að vera viðstaddir afhendingu á súi cfnis- kassa að gjöf til Sjukrahúss Vestmannaeyja. Að þeirri at- höfn lokinni var boðið til veitinga í húsakynnum klúbbsins að Njarðarstíg 4. Þar sem atburðir þessir hafa rækilega verið raktir í blöðum bæjarins, þykir ó- þarfi að gera það hér að þessu sinni. Þess í stað mun verða sagt stuttlega frá Kiwanishreyfingunni og starf semi hennar hér í bæ, sem hefur verið mikil að undan förnu og verðug til eftir- breytni öðrum félgasamtök- um í byggðarlaginu. Nafnið Kiwanis er úr indí- ánamáli og þýðir eiginlega „að tjá sig“. Kiwanis á upp- tök sín í Bandaríkjum Norð- ur Ameríku og voru fyrstu klúbbarnir stofnaðir þar laust eftir aldamótin síðustu. Nú eru klúbbar starfandi víða í Ameríku og Evrópu, og í Asíu er þessi hreyfing að festa rætur um þessar mund ir. Fyrsti klúbburinn á íslandi var stofnaður í Reykjavík árið 1964, og eru nú starf- andi 10 klúbbar á landinu. \ estmannaeyjaklúbburinn var sá fyrsti utan Reykjavíkur. Kiwanis er ekki leynifélags skapur á nokkurn hátt. Mark mið hans er einkum að sinna þeim málefnum ýmis konar, sem félagsmönnum þykir bet ur mega fara í sínu byggðar- lagi. Smawik-konurnar létu sitt ekki eftir liggja ,að gera fé- JagsheimiliS að Njarðarstiíg 4 sem bezt úr garði og vist- iegt. Hér sauma þær borðdúk \ og gluggatjöld. Ki wanisklúbburi nn Helga- fell í Vesímannaeyjum var stofnaður í septembermánuði 1967, og var fyrsti forseti hans Garðar Sveinsson, full- trúi. Heiziu vcrkefni ldúbbsins hingað til hafa verið þessi: 1. Stofnuð hefu.r verið blóð gjafarsveit. 2 Safnað var fé til kaupa á ijósum fyrir íþróttavöllinn. 3. Gefin hafa verið kennslu tæki í umferðarreglum, bæði til bnrnaskóla og lögreglu. 4. Sett hafa verið glit- merki á 6 ára börn (stubba- deildir barnaskólanna). 5. Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja voru gefnar 200 bækur ásamt bókaskáp. Þá eru á hverju vori gafnar bækur í verðlaun fyrir beztu frammi stöðu í smíði og handavinnu í Gagnfræðaskólanum. 6. Og svo loks er hita- og súrefniskassinn handa sjúkra húsinu, til hjálpar litlum börnum. Nú er unnið að því að koma á fót vinnustofu fyrir aldraða, og er húsnæði fyrir starfsemina næstum tilbúið. Til að standa straum af kostnaði vegna starfsemi sinn ar, hefur klúbburinn ýmsar fjáröflunarleiðir. Ber þar hæst sælgætissala fyrir jól á hverju ári. Þar var engin vinna aðkeypt, nema bólstrun húsgagna. Framhald á 5 .síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.