Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 7
7
FYLKIR jólin 2002
Aki ásamt nokkrum af barnabörnunum 18 í sumarbústaðalandi sínu
í Grímsnesi.
og þyrfti að koma í ló.
Nú skyldi þeim sökkt í sjó,
þótti þeim það alveg nóg
og fá þar frið og ró.
Til Eyja komu nýjir skór
sungu menn í einum kór.
Benti á Jesús og sagði
hann heita Stalin
„Ég var tólf ára þegar ég
blandaðist í fyrsta skipti í pólitík,“
hélt Áki áfram. „Það var á nám-
skeiði Ungherjans, sem Isleifur
Högnason og Helga Rafnsdóttir
stóðu fyrir en þau hafa líklega
flokkast undir það sem kallað var
þjóðemiskommar. Helga stóð fyrir
námskeiði í húsi sem var skammt
frá Betel, en við Guðni
Gunnarsson á Hominu fómm á
námskeiðið. Ég stalst með þótt
bakgrunnurinn væri þessi, stóðst
ekki mátið því þama átti að kenna
föndur og myndlist. Þama kynntist
ég fyrst útsögun og modelleir og
fyrsta myndin sem ég mótaði var
höggmynd af Stalín sem ég mótaði
heima hjá Súlla Johnsen og Bíu, en
hann var í föndri sjálfur og sýndi
þessu áhuga. Á námskeiðinu var
mér sýnd mynd af Jesús 12 ára, en
Helga kom til mín og útskýrði að
allt þama inni væru gjafir frá þeim
sem væri á myndinni, en hann héti
Stalín. Svona var nú innrætingin
og oft hefur það sannast að
hveijum þykir sinn fugl fagur.
Helga æfði líka söng sem var
spennandi, en ég þorði ekki í það
því kórfélagar urðu að hafa rauðan
klút um hálsinn.
Þannig gekk á ýmsu skemmti-
legu og smám saman tók alvaran
við. 14 ára fékk ég vinnu hjá
heildverslun Karls Kristmanns og
var stundum í búðinni þar. Þetta
var 1940. Enskir dátar sem vom þá
í Eyjum komu mikið inn í búðina
og þá byrjaði ég að læra ensku.
Þeim fannst gott að koma inn í
hlýjuna.
Eitt af mínum störfum var að
bera út nasistablaðið Frón og ég
blaðberinn varð að ganga um með
bláan borða á handleggnum, en á
borðanum var hvítur hringur og
svartur hakakross inni í hringnum.
Það hafa alltaf verið skoðanatilþrif
í Eyjum, en í upphafi nasismans
litu margir á hann sem kærkomna
ungmennafélagshreyfingu og það
var starfandi nasistafélag í Eyjum.
í garðinum í Garðhúsum vom
skreytingar með hakakrossinum,
en því bar breytt eftir að enski
herinn kom til Eyja.
Rétt fyrir stríð fóru nokkrir
Eyjastrákar til Þýskalands á vegum
nasistafélagsins að læra niðursuðu
m.a. á reyktum ufsa. En allt
breyttist þetta með ógnarhraða.
Það sló oft í brýnu milli nasista og
komma í Eyjum, en þegar Hitler
og Stalín gerðu vináttusamning sín
á milli eftir að stríðið var byijað, þá
urðu allir allt í einu vinir í félögum
beggja í Eyjum og það var slegið
upp veislu hjá Sigga Scheving á
Landagötunni.
Ég man að samkeppnin vai' hörð
og eitt sýningar atriði sem Nasista-
félagið bauð upp á til þess að laða
að félaga var Þjóðverji sem át
rakvélablöð. Sýningaratriðið fór
frant uppi á húsþaki rétt við gömlu
Rafstöðina.
Málaði merki Fram-
sóknarflokksins á
Tunglið
Annars var ég ekkert í pólitík
á unglingsámnum. 1942 fluttu
foreldrar mínir úr Eyjum og á
Selfoss, en ég var þá 16 ára gamall
og vildi ekki fara frá þessum
draumastað. Ég fékk herbergi í
Garðhúsum hjá Vogsa, þetta var
yndælisfólk og mat fékk ég hjá
konu á Fífilgötunni, en ég var þá
kominn á málarasamning hjá
Engilbert Gíslasyni þar sem ég var
næstu ijögur árin.
Ég keppti mikið í íþróttum á
þessum ámm og átti íslenskt
drengjameistaramet í sleggjukasti.
Við tókum þátt í mörgum bæjar-
keppnum, við Hafnaríjörð, Selfoss
og fleiri.
Á þessum ámm var ég oft
fenginn til þess að skreyta
Samkomuhúsið, Höllina. Fyrst
skreytti ég fyrir kommúnista-
flokkinn, síðan Framsókn og ég
man að ég setti merki Framsóknar-
flokksins á Tunglið. Það þótti þeim
vel til fundið. Hermann Jónasson
og Guðbrandur Magnússon komu
á þessa skemmtun og þeir töluðu
mikið um okkur Oddgeir
Kristjánsson sem ungu lista-
mennina. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég var kallaður listamaður. Ég
man að Ásmundur greifi borgaði
mér 500 krónur fyrir verkið. Það
var há greiðsla vegna þess að
tímakaupið þá var 1 króna og 25
aurar. Hermann hafði gefið ordrur
um að mér yrði borgað vel.
Upp úr þessu þurftu sjálfstæðis-
menn á skreytingu að halda og
Kristján Georgsson kom með
feikna mikinn efnisstranga til þess
að vinna skreytingamar á. Þegar
þarna var komið sögu var ég
orðinn sjálfstæðismaður.
Að loknu málaranámi 1946 tók
ég að mér það verkefni að mála
Ölfusárbrú og réð 12 stráka úr
Eyjum með mér í sumarvinnu til
þess að ljúka verkefninu. Þetta
frábært sumar og stórskemmtilegt.
Sem aukahnykk á þessu sumri
tókum við Eyjagengið á Selfossi
að okkur að skreyta Dalinn á Þjóð-
hátíðinni 1946. Við unnum allar
skreytingamar á Selfossi og
fluttum þær heim til Eyja. Þetta var
hörkulið í þessu gengi, Óli
Oddgeirs, Gústi í Gíslholti, Símon,
Bjami, Sveinn í Skálholti, Dolli
Óskars, Eggó á Reynisstað, Siggi
Mar, Leifi, Símon á Stað og Guðni
Hermansen svo nokkrir séu
nefndir. Áhuginn var svo mikill á
þessu spennandi Selfossverkefni
með brúnna að í fyrstu útborgun
gleymdi ég að láta greiða mér
sjálfum laun.
Á Selfossi kynntist ég konunni
niinni og þama tók ég m.a. að mér
að mála Fomahvamm, þannig að
það vantaði ekki tilþrifin. Fomi-
hvammur var þá áningarstaður
niilli Norður og Suðurlands vegna
þess að þá var tveggja daga
ferðalag norður. I Fomahvammi
gáfum við út blað, Grammatíkina,
sem var dreift í rútur. Ég teiknaði
og málaði í blaðið sem var prentað
á staðnum, en síðar á þessu ári,
1948, lá leiðin til Reykjavíkur. Þar
sótti ég um byggingarleyfi, en fékk
neitun. Þá spurði tengdafaðir minn,
Karvel Ögmundsson útgerðar-
maður og athafnamaður, mig að
því hvort ég vildi ekki koma til
Njarðvíkur og byggja þar, en
Karvel var í öllu þar. Á þessum
tíma vom margir Eyjamenn í
Njarðvíkunt að vinna við byggingu
Landshafnarinnar. Það má því
segja að í Njarðvíkum hafi ankeri
verið varpað og svo fór maður að
síast inn í pólitíkina og hin ýmsu
viðfangseftii og líklega er ég búinn
að gegna þar öllum embættum sem
nöfnum tjáir að nefna. Það var árið
1949 sem ég byggði húsið
Heimaklett í Njarðvíkum.“
Næstu 50 árin var Áki verktaki
og kom þá víða við. Aðal-
hvatamaður að stofhun Keflavíkur-
verktaka eins og fyrr getur,
stofnandi Sameinaðra verktaka þar
sem segja má að allt málaralið
landsins hafi verið ræst út og margt
fleira mætti nefna við tókum aftur
kóssinn á hversdagsþrasið.
Þið eigið að vera
dauðir.
„Jú, jú, allt frá bemsku hef ég
verið að fást við liti og leir og
sitthvað fleira,“ hélt Áki áfram.
„Njarðvfkurbær hélt mér einu sinni
sýningu, sem er reyndar til á
kvikmynd. Það var skemmtilegt,
en allt hefur þetta verið gert í
tómstundum. Vinnan lá í
húsamálun og almennri málningar-
vinnu. Ég málaði mikið á
Vellinum, úti og inni, m.a.
risatanka sem voru upp í 1500 nt2.
Þetta voru tugir tanka, kannski 30
stórir og við sprautuðum þá að
innan með epoxy sem kom síðar í
Ijós að var algjört eiturefni. í lok
þess verkefnis voru fengnir læknar
frá Bandaríkjunum til þess að
skoða okkur. Við mættum á
tilsettum tíma og þá sögðu þeir að
við ættum ekki að vera þarna. Við
bentum kurteislega á að við
hefðum verið boðaðir til þeirra. Jú,
jú, þeir sögðust vita allt um það, en
við ættum hins vegar að vera
dauðir. Auðvitað leynast víða
hættur hvort sem það er í
Eyjabjörgum eða inni í risatönkum
þar sem maður er kannski á
kolvitlausum forsendum.
Mér var einu sinni bjargað með
gaddavír utan í Stórhöfða, á Hánni
var ég að renna fram af þegar torfa
fór af stað, en gríp í nokkur grös
náði að stöðva mig. Það var
ótrúlegt.
En auðvitað er margs að
minnast. Ég vann einu sinni á
Stórhöfða. Það var sumarbústaður
í Höfðanum, skammt frá
Sigríðarstöðum. I þá tíð voru þar
þeir Stáki í Garðhúsum, Steini í
London og Svavar í Suðurgarði.
Þama var oft líf og fjör og mikil
samkvæmi. Ég peyjinn vann við
það að trekkja upp grammófóninn.
Ég man að einu sinni var Steini
í London að segja frá því að
Magnús pabbi sinn hefði komið
alveg eyðilagður heim úr vinnu við
hús Gísla J. Johnsen, Breiðablik,
en í það hús var sett fyrsta
postulínsklósett á íslandi. „Hann
Gísli er búinn að eyðileggja húsið
með því að setja kamar inn í
húsið.“ Þá þurftu kamrar að vera 7
metra frá íbúðarhúsum.“
Söng sig inn á eigin-
konuna
„Annars hefur hrekkjalóma-
stíllinn fylgt Eyjamönnum svo
lengi sem ég man eftir. Einu sinni
vorum við Raggi Engilberts að
vinna við málningu í tugthúsinu.
Þá var það siður í Vestmanna-
eyjum að ef einhver var nýfluttur í
bæinn voru honum sendar rjóma-
pönnukökur. Við pöntuðum og
pöntuðum og sendum út og suður,
en það merkilega var að þetta
misheppnaðist algjörlega hjá okkur
því að allir borgðu, þótti svo
vinalegt að vera sendar rjóma-
pönnukökur heim. Þannig fór nú
sumt öðruvísi en ætlast var til og til
dæmis um það var viðkoma þýsku
kvennanna í Vestmannaeyjum.
Skip á leið til Reykjavíkur kom við
í Eyjum, en um borð var mikill
kvenkostur þýskra kvenna í
atvinnuleit. Við plötuðum þá Einar
á Þorvaldseyri og Kalla bakara til
að fara um borð á þeim forsendum
að þeim væri sérstaklega boðið.
Grínið heppnaðist svo vel að þeir
náðu sér báðir í vinnukonur fyrir
heimili sín.
Einar var sérstakur. Hann átti lil
að syngja hástöfum í tíma og
ótíma. Við Kalli Granz og Vogsi
vorum þá að mála Landakirkju. f
grenndinni bjó Páll Bjamason
skólastjóri og Sigrún kona hans, en
til þeirra var nýkomin vinnukona
sem var nijög fögur og allir vom
hrifnir af henni. Við hvöttum
Einar á Þorvaldseyri til þess að
syngja fyrir utan gluggann hjá
henni af því að við vissum að hann
var hrifinn af henni. Þetta gerði
Einar með miklum tilþrifum, reíja-
laust, en prakkaraskapurinn klikk-
aði, því vinnukonan bauð Einari
inn og varð síðar konan hans.
Það er nú svo, maður verður
alltaf Eyjamaður, þetta andar allt í
gegn um Eyjamar, því það var svo
stórkostlegt að alast þar upp,
endalaus atvik, skemmtilegar
sögur, atburðir, líf og ljör og Eyja-
stemmningin fylgir eins og bensín
í gegn um lífið og er sá tankur sem
aldrei tærnist."
Gústi í Gíslholti og Eggó ( Eggert Sigurlásson) að mála Ölfusárbrúnna
1946 með Eyjagenginu.