Fylkir


Fylkir - 23.12.2002, Qupperneq 21

Fylkir - 23.12.2002, Qupperneq 21
FYLKIR jólin 2002 21 og íylgjast með hverri flíkinni af annarri verða að veruleika. Fjölskyldan átti margar góðar stundir saman og það sem Siggu fannst mest spennandi var þegar pabbi fékk merki frá mömmu um að nú mætti fara að skreyta þar sem bakstur og hreingeming væri afstaðin. Þá dróg pabbi upp jólasveinamyndir, styttur, löbera og klukkustrengi ásamt dagatölum og óróum sem fjölskyldunni hafði áskotnast í gegnum tíðina. Miklar vangaveltur fóru í að muna hver ætti hvað og hvaðan þau hefðu fengið það. Jólatréð beið þar til á Þorláksmessu samkvæmt venju. Þá gátu jólin hafist fyrir alvöru Aðfangadagur jóla var mikill sjónvarpsdagur hjá Siggu og systkinunum. Dagurinn hófst þó á því að Sigga fór með skátunum að bera út jólapóst. Síðan hraðaði hún sér heim í hlýjuna og bjó sig undir sjónvarpstsendinguna sem var eingöngu varpað svona lengi út á aðfangadag. Það var því mikil eftirvænting sem ríkti. Þegar útsendingum lauk fóm Sigga og fjölskyldan öll í kirkju klukkan sex. Áður hafði mamma hennar undirbúið kvöldmatinn þannig að ekki væri nema að baka upp sósu og sykra kartöflur. Guðsþjónustan var afar hátíðleg og endaði með samsöng allra Heims um ból. Þá gátu jólin hafist fyrir alvöru. Heima voru kertaljós tendmð í hverju homi. Jólasteikin og frómasinn voru ekki af verri endanum og jólaölið ómissandi. Eftir uppvask þar sem allir fjölskyldumeðlimir hjálpuðust að var haldið inn í stofu og gjafir opnaðar sem höfðu borist víðsvegar að. Jólasveinar með foreldrum sínum Jólafríið innan um fjölskylduna og aðra nákomna ættingja var venjubundið eins og annað með jólaheimboðum og jólatréskemml- unum. Allt setti þetta svip sinn á hátíðamar. Jólasveinar með poka á baki færðu systkinunum sælgætis- poka að gjöf eftir jólatrésskemmt- unina og fannst þeim það ekki slæm ábót eftir heitt kakó og smákökur sem veitt hafði verið af virðulegum karlmönnum í sparifötum. Jólin fannst Siggu yndislegur tími. Ein umfangsmesta jóla- skemmtun var sjálf lokahátíðin - Þrettándagleðin. Siggu fannst mest gaman að sjá jólasveinana samankomna alla þrettán og í fylgd með foreldrum sínum. Þegar fyrsti flugeldurinn fer á loft upp af Hánni veit Sigga að nú fari jólasveinamir að birtast. Innan skamms sér hún hvað jólasveinamir koma fylktu liði með logandi kyndla. Eftir þeim bíður bamaskarinn með eftir- væntingu og tilhlökkun. Gangan heldur sem leið liggur upp á malarvöll þar sem syngjandi álfar, þrammandi tröll og stríðnir púkar taka á móti þeim. Fólkið raðar sér í meðfram svæðinu sem afmarkað hefur verið með snærisspotta og er yngsta fólkið þar fremst í flokki. Sigga sér að Grýla og Leppalúði ásamt hinum margvíslegu tröllum, heilsa upp á bömin sem eiga misjafnlega gott með að taka kveðjunum, enda margar þeirra heldur hranalegar. Að lokinn skemmtun og flugeldasýningu í Löngulág er farið heim til ömmu í heitt kakó og meðlæti sem ekki er af verri endanum. Þar eru þau best geymd til nœstu jóla Eftir umfangsmikla skemmtun og útivist er kærkomið að kveðja jólin innan um fjölskylduna en það eru ekki öll böm sem sofa vært þessa síðustu jólanótt. Siggu dreymir að nú séu jólasveinamir að klifra upp fjallið í hellinn sinn með pabba sínum og mömmu. Öll ófríðu tröllin og púkarnir fylgja í humátt á eftir. Þar em þau best geymd til næstu jóla. Gleðileg jól, gott og farsaelt komandi ár, þökkum viðskiptin á liðnum árum. ðtarfsfólk og eigendur Sölusamband íslenskra fiskframleiðanda

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.