Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 13
FYLKIR jólin 2002
13
Amar Sigurmundsson
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja 70 ára
- samtvinnað sögu og þróun byggðarlagsins
Nýja bíó við Vestmannabraut. I kjallara var kaffihús og kvikmyndahús á efri hœð. Myndin er tekin um 1930
og til hœgri er apótekið og gamla símstöðin. Hótel Þórshamar, sem tekið var í notkun 1987, var byggt á
grunni Nýja bíós sem skemmdist mikið í eldgosinu 1973.
Þann 6. desember sl. var þess
minnst með afmælisfundi í As-
garði að þann dag fyrir 70 árum
var haldinn stofnfundur Sjálf-
stæðisfélags Vestmannaeyja. A
afmælisfundinum var farið yfir
sögu félagsins og var Geir H.
Haarde fjármálaráðherra og vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins
meðal fundargesta. Sögu félagsins
hefur áður verið gerð góð skil í
Fylki 1982 og 1992 svo hér verður
eingöngu stiklað á stóru í 70 ára
sögu félagsins.
Stofnfundurinn í Nýja-
Bíói
Stofnun félagsins átti nokkum
aðdraganda. Sjálfstæðisflokkurinn
var stofnaður 25. maí 1929 með
sameiningu þingflokka Ihalds-
flokks og Frjálslyndra. Fljótlega
eftir það var gengið til stofnunar
félaga sjálfstæðisfólks víðsvegar
um land. í Vestmannaeyjum og
víðar voru fyrst stofnuð félög
ungra sjálfstæðismanna. Félag
ungra sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum var stofnað 20. des.
1929, en félagið var um miðjan
sjöunda áratug síðustu aldar skýrt
Eyverjar. Vestmannaeyjar voru á
þessum tíma og allt til 1959
einmenningskjördæmi. Jóhann Þ.
Jósefsson sem hafði verið þing-
maður Vestmannaeyja frá 1923 og
fylgt íhaldsflokknun: tók virkan
þátt í stofnun Sjálfstæðisflokksins
vorið 1929. Jóhann átti nrjög
öflugan hóp stuðningsmanna og
voru þeir kjölfestan í stofnun
sjálfstæðisfélaganna í Eyjum.
Jóhann Þ. Jósefsson alþm. Vest-
mannaeyja 1923 -1959 átti frum-
kvœði að stofnun félagsins.
Stofnfundur Sjálfstæðisfélags
Vestmannaeyja var haldinn í Nýja-
Bíói við Vestmannabraut þar sem
nú er Hótel Þórshamar. Bíóið var
á fyrstu hæð þar sem nú er
veitingasalur hótelsins. Nýja-Bíó
var á þessum árum kvikmyndahús
Eyjamanna og í kjallara hússins
var rekið kaffíhús. í stofnfundar-
gerð segir að til fundarins hafi
verið boðað með uppfestum
auglýsingum af Jóhanni Þ.
Jósefssyni alþingismanni. Fundar-
stjóri var Kristján Linnet,
bæjarfógeti, en fundarritari Oskar
Bjarnasen. I upphafi l'undar lagði
Jóhann Þ. Jósefsson fram
eftirfarandi tillögu: „Fundurinn
samþykkir að stofnað sé
Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
hér.“ Tillagan var borin undir
atkvæði og samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum. Síðan var
gerð grein fyrir tillögum að
samþykktum fyrir félagið. Af
fundargerð má marka að miklar
umræður spunnust í kjölfarið og
komu fram nokkrar tillögur til
breytinga, en að lokum náðist þó
nokkuð góð sátt um niðurstöðuna.
A fundinum var Símon Guð-
mundsson, verkamaður síðar
útvegsbóndi á Eyri við Vesturveg
kjörinn formaður.
Erfitt atvinnuástand
en öflugt félagslíf
Á þessum tíma var erfitt árferði
og heimskreppan hafði leikið
marga illa. Áhrifa kreppunnar
gætti um allt og útflutningsafurðir
íslendinga höfðu lækkað verulega.
Á þessum tínra reyndi mikið á
samstöðu meðal fólks ekki síst í
sjávarplássum. Rétt er að nefnda
að daginn eftir stofnun Sjálf-
stæðisfélagsins var Lifrarsamlag
Vestmannaeyja stofnað í Góð-
templarahúsinu. Að samlaginu
stóðu langflestir útvegsbændur í
Eyjum og þar valdist til forystu
Jóhann Þ. Jósefsson alþingis-
maður. Fyrr á árinu 1932 var
Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðemda -SIF- stofnað og má
segja að stofnun SIF, Lifrar-
samlags Vestmannaeyja og síðar
Síldarútvegnefndar hafi átt svip-
aðann bakgrunn. Félagslíf var
mjög öflugt á þessum tíma. Segja
má að kreppan og erfitt atvinnu-
ástand hafi í senn skapað tíma íyrir
líflegt félagsstarf og sýnt nauðsyn
þess að hafa öfluga samstöðu. Eftir
að sjálfstæðisfélögin hér voru
orðin tvö þótti nauðsynlegt að
finna þeim sameiginlegan vett-
vang. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Eyjum var stofnað 18.
janúar 1934 og var fyrsti formaður
þess Haraldur Viggó Bjömsson
bankastjóri Utvegsbankans í
Eyjum. Næstu skref í auknu
félagsstarfi vom stigin haustið
1937 með stofnun Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Eyglóar.
Samkomuhúsið, Fylkir
og Asgarður
Þegar horft er yfir fyrstu árin í
sögu Sjálfstæðisfélags Vestmanna-
eyja kemur í ljós að félagsmenn
höfðu strax í upphafi mikinn áhuga
að bæta úr allri aðstöðu í Eyjum til
skemmtana- og samkomuhalds.
Félagið var í fararbrotti fyrir
byggingu Samkomuhúss Vest-
mannaeyja sem tekið var í notkun í
janúar 1938. Þar lögðu margir
bæjarbúar og félagsmenn sitt af
mörkum með vinnu og fjár-
framlögum. Samkomuhúsið eða
Höllin var byggð á ótrúlega
skömmum tíma. Húsið var í senn
stórt kvikmyndahús með sæti fyrir
450 manns og hinsvegar sam-
komuhús með dans- og veitinga-
sölum. Rekstur hússins gekk
nokkuð vel lengst af, en síðari árin
eftir tilkomu sjónvarps og erfið-
leika í biórekstri, auk stóraukinnar
samkeppni í skemmtanalífinu og
fór að halla undan. Var því ákveðið
að selja Samkomuhúsið og var
gengið frá sölu þess árið 1986.
Tæplega þremur árum síðar keyptu
sjálfstæðisfélögin hæð og hluta í
kjallara að Heimagötu 35-37.
Félagsheimilið Ásgarður sem er
einkar heppilegt húsnæði hefur nú
í liðlega 13 ár hýst starfsemi
sjálfstæðisfélaganna og fulltrúa-
ráðsins.
Ekki verður skilið við þessa
grein án þess að minnast á blaða-
útgáfu sjálfstæðisfélaganna í
Eyjum. Blað sjálfstæðisfélaganna
Fylkir hóf göngu sína í mars 1949.
Lengt af var útkoma blaðsins
nokkuð regluleg, enda var þá
hlutverk pólitísku blaðanna meira
gildandi. Þrátt fyrir að útgáfa
blaðsins hafi ekki verið jafn
regluleg hin síðari ár hefur blaðið
haldið nokkuð sínu striki.
Myndarlegt jólablað ásamt öðrum
3-5 tölublöðum á hverju ári segir
þar sína sögu.
Öflugt félag á merkum
tímamótum
Saga Sjálfstæðisfélags Vest-
mannaeyja hefur frá upphafi verið
samtvinnuð sögu byggðarlagsins.
Félagið og forystumenn þess hafa
verið í forystu í við stjórnun
bæjarfélagsins og jafnan tekið
virkan þátt í atvinnulífinu. Eins og
gefur að skilja hefur starfsemi
félagsins sveiflast nokkuð á milli
ára. I stjóm félagsins eiga nú sæti,
Amar Sigurmundsson, formaður,
Guðjón Hjörleifsson, varaform. og
aðrir í stjóm Borgþór Pálsson,
Ásmundur Friðriksson, Bjami
Sighvatsson, Páll Marvin Jónsson
og Stefán Geir Gunnarsson.
Yfir tuttugu formenn á
sjö áratugum
Á þeim 70 árum sem liðin em
frá stofnun Sjálfstæðisfélags Vest-
mannaeyja hafa alls 21 einstakling-
ur gegnt þar formennsku þar af
tveir tvisvar sinnum. Af þessum
einstaklingum eru 14 látnir. í
upptalningu hér til hliðar miðast
starfsheiti við þann tíma er þeir
vom formenn.
Formenn Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja 1932 - 2002
Símon Guðmundsson, verkamaður 1932-1933
Karl Jónasson, læknir 1933 -1934
Tómas M. Guðjónsson, skipaafgr.m. 1934-1936
Stefán Ámason, yftrlögregluþjónn 1936-1940
Jóhannes Sigftísson, lyfsali 1940-1941
Guðlaugur Gíslason, kaupm. 1941-1942
Einar Sigurðsson, útvegsbóndi og kaupm. 1942-1944
Tómas M. Guðjónsson, formaður á ný 1944-1947
Guðlaugur Gíslason, formaður á ný 1947-1951
Páll Scheving, vélstjóri 1951-1964
Jóhann Friðftnnsson, kaupmaður 1964-1968
Hörður Bjamason, símstöðvarstjórí 1968-1972
Markús Jónsson, umboðsmaður 1972-1975
Guðni Grímsson, vélstjóri 1975-1977
Steingrímur Amar, flugvallarstjóri 1977-1978
Gísli Gíslason, stórkaupmaður 1978-1980
Helgi Magnússon, trésmíðameistari, okt/desl980
Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri 1980-1988
Georg Þór Kristjánsson, verkstjóri 1988-1991
Magnús Kristinsson, útvegsbóndi 1991-1993
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri 1993-1995
Magnús Jónasson, framkv.stjóri 1995-2001
Amar Sigurmundsson, framkv.stjóri 2001-