Fylkir


Fylkir - 23.12.2002, Síða 19

Fylkir - 23.12.2002, Síða 19
FYLKIR jólin 2002 19 Sigga gat engan veginn sætt sig við þessa niðurstöðu pabba síns, enda fannst henni upplagt að kveikja á trénu þennan fallega laugardagseftirmiðdag. Spur og Síríuslengja Bæjarferðinni var fram haldið og lá nú leiðin í Búrið. Þar bauð pabbi upp á hressingu sem var föst venja í jólainnkaupunum. I Búrinu var glimskratti sem Siggu fannst stórmerkilegt fyrirbæri og rann músíkin úr honum vel niður með Spurinu og Síríuslengjunni. Bæjar- ferðinni lauk niður í Drífanda. Þar var ys og þys og hraðaði pabbi sér að afgreiðsluborðinu til að fá skjóta þjónustu. Það gekk eftir og var nú allri jólagjafaverslun lokið að sinni. Um kvöldið var skórinn settur í gluggann og sofnaði Sigga vært. Lati Gvendur Jólaundirbúningurinn í skól- anum stóð sem hæst. Músastigar og jólakort voru vinsælust. Þá komu renningamir sér vel sem Sigga hafði sótt í prentsmiðjuna. Stimplar með jólamyndum voru notaðir til að skreyta jólakortin. Síðan voru myndimar litaðar og ef til vill skreyttar giimmeri. Jóla- kveðja var skrifuð að endingu og kepptist hver nemandi við að senda öllum bekkjarfélögum kort. Litlu jólin vom tilhlökkunarefni hjá Siggu sem fleirum nemendum. Hún átti að leika í söngleik sem hét Lati Gvendur og hlutverkið var móðir þessa Gvendar sem var hálfgerður aulabárður eftir því sem vísan sagði. Helgileikur var einnig fastur liður í skemmtuninni og í lok skemmtunar var gengið í kringum jólatré í íþróttasal skólans. Löberar og klukku- strengir Svo hófst jólafríið. Mamma Siggu var hálfnuð við að sauma föt á þau systkinin og mátti í engu sjá hvort þau voru keypt eða saumuð. Alltaf hafði Siggafengið kjóla af stóru systur sinni fyrir jólin, en nú ætlaði mamma að nota efni sem henni áskotnaðist á góðu verði í síðustu Reykjavíkurferð. Siggu fannst gaman að fá að máta skreytingamar í gluggunum voru augnayndi. O hve hún hlakkaði til jólanna. Á eftir hafði faðir hennar lofað að taka hana með sér í bæinn að finna jólagjöf handa mömmu og ekki fannst henni ólíklegt að gjöfina væri að finna þama einhvers staðar innan um fallega skrautið. En líklegra þótti henni að eitthvað nytsamlegra yrði fyrir valinu eins og náttkjóll eða peysa. Ilminn frá Magnúsarbakaríi lagði yfir götuna. Það minnti stúlkuna á kræsingamar sem hún hafði verslað í Blaðó. Hraðaði hún sér því heim á leið í ömmuhús, en þar fékk hún að gista af og til. Ömmu Siggu fannst gott að hafa einhvem hjá sér eftir að afi hennar dó. Og ekki fannst Siggu síður gott að fá að njóta nærvem ömmu sem alltaf var svo góð og myndarleg í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Tuskumar sem amma hafði tínt til handa stúlkunni til að fara með í prentsmiðjuna lágu eins og hrúgald í einu homi eldhússins. Sigga átti að koma með pappírs- renninga í skólann næsta fimmtu- dag og þá fékk í skiptum fyrir tuskur. Hún lítur á kiukkuna og sér að nú gæti pabbi hennar farið að koma. Sigga tínir tuskumar í poka og leggur vi hliðina á skólatösk- unni. Uti er farið að snjóa svo að hún klæðir sig í ullarleista og fer í rauðu vaðstígvélin og þykku ullarfóðmðu úlpuna sína. Góða lambhúshettan sem mamma Siggu hafði prjónað kom sér nú vel. Þegar pabbi birtist fær hann ömmu til að gefa sér tíu, en á meðan fer Sigga út að njóta þessara hvítu koma sem flögmðu niður úr dökkum himninum í logninu. Hún hnoðar nokkra snjóbolta og safnar þeim á garðvegginn. athafnaði sig í bankanum, beið Sigga úti og virti fyrir sér þetta risavaxna tré. Hvernig ætli ljós- unum verði komið á það? hugsaði hún. Þegar pabbi kom út úr bankanum hrópar Sigga til hans að hann verði að koma með henni hingað niður eftir í kvöld því að þá eigi að kveikja á trénu. Pabbi Siggu var nú ekki á því að það gæti verið rétt og reyndi að malda í móinn. Þá bendir Sigga á auglýsingu í einum glugga Samkomuhússins þar sem á stóð „Logar í kvöld.“ Pabbi hlær og reynir að útskýra fyrir henni með einhverjum vangaveltum um dansleik í Höllinni - að ekki yrði kveikt á trénu í kvöld, heldur væri dansleikur fyrir fullorðið fólk í gráa stóra húsinu sem þau stóðu við. Hljómsveitin sem spila átti þetta kvöld héti Logar og auglýsingin segði til um það. B arnaj ól eftir Bergþóru Þórhallsdóttur Það er létt yfir stúlkunni ungu sem skálmar niður Vestmanna- brautina einn laugardag í desem- ber. Uti er snjór og kuldi. Stefnan er tekin í Kaupfélagið við Bárugötuna. Nú ætlaði Sigga að versla gjöf handa litla bróður og græna bamaskálin með mynd- unum hafði fyrir löngu orðið fyrir valinu. Loksins hafði henni tekist að safna nógu miklu fyrir gjöfinni og meira að segja leit út fyrir að afgangur yrði. Skálinni var pakkað vandlega inn í bréf og brosið sem Sigga hafði sett upp við upphaf bæjarferðarinnar var nú orðið eins og frosið og augu hennar ljómuðu. Á heimleiðinni ákvað hún að koma við í Blaðaturninum og kaupa sér Sinalco og Kóngasúkku- laði fyrir afganginn af pening- unum. Ljúf jólatónlist ómaði frá jólabjöllunni sem strengt hafði verið á milli kaupfélagshúsanna. Þessum degi hafði hún lengi beðið eftir. Jólastemningin í algleymingi. Við Gullbúðina var mikill erill, en Bergþóra Þórhalsdóttir Pappírsrenningar í skiptum fyrir tuskur Heima beið amma með smákökur og kakó svo að sælgætið í pokanum fór á góðan stað. Vinkona ömmu sat hjá henni og tók með henni í spil. Mikið var nú spjallið sem fylgdi spila- mennskunni og ekki síst um það sem betur hefði mátt fara í síðasta spili. Jarm frá kindunum í fjárhúsinu berst út um opinn gluggann. Sigga tekur viðbragð og stekkur að opinu. Hún lítur inn. Hlýr ilmurinn af fénu leggur á móti henni. Hún hugsar til litla Jesúbamsins sem fæðst hafði í fjárhúsi. Það fannst henni dálítið skrítin tilhugsun. „Logar í kvöldu Hurðinni á húsi ömmu var skellt aftur og á tröppunum stóð pabbi Siggu, reiðubúinn í bæjarferð. Leiðin lá upp í Utvegsbanka. Þegar kom að Skóbúð Axel Ó. var staldrað við, því trúðurinn í glugganum þar var hluti af jólastemningunni í mið- bænum. Eftir nokkra kollhnýsa á stönginni fór pabbi að ókyrrast. Loka átti bankanum eftir skamma stund. Á móti þeim blasti nú við stórt og mikið jólatré á umferðar- eyju á móts við bankann. Aldrei fyrr hafði Sigga séð svo stórt og fallegt jólatré. Á meðan pabbi

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.