Fylkir


Fylkir - 23.12.2002, Síða 14

Fylkir - 23.12.2002, Síða 14
14 FYLKIR jólin 2002 • • / Skapti Om Olafsson Þegar hjörtun slá í takt næst árangur - Stefán Runólfsson ræðir um minnistæð ár sem formaður ÍBV Andstœðingar en um leið samherjar Á þessum árum var skipulag ÍBV þannig að knattspyman heyrði beint undir aðalstjóm ÍBV og því vom málefni knattspymunnar mikið á herðum Stefáns í for- mannstíð hans, en hann var for- maður félagsins frá 1964-1966 og síðan aftur frá 1967 og fram á mitt ár 1976. „Þetta var heljarinnar mikið starf en alveg óskaplega gaman,“ segir Stefán og heldur áfram að rifja upp gamla tíma. „Á þessunt síðustu ámm mínum sem formaður IB V var ég einnig orðinn framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar og því fór allur minn tími í vinnuna annars vegar og íþróttimar hins vegar. Þannig að ég átti, má segja, engan tíma fyrir sjálfan mig og fjölskylduna. Því ákvað ég að hætta sem formaður ÍBV og leyfa öðmm mönnum að taka við,“ segir Stefán. Stefán segir að alla tíð hafi hann átt því láni að fanga að hafa mikið af góðu samstarfsfólki innan ÍBV. „Það er nú þannig að ég hef ekki gert neitt einsamall í þessum efnum. Ég var afskaplega heppinn og farsæll með mína samstarfs- menn í stjórninni. Þetta voru almennt virkilega ötulir og góðir menn sem aldrei lágu á liði sínu þegar kom að starfi fyrir ÍBV. Fyrir það er ég þakklátur,“ segir Stefán sem bætti því við að erfitt væri að fara telja upp einhver nöfn sem komið hafi að starfmu. „En til að koma með dæmi um þá samstöðu sem var innan ÍBV má nefna til sögunnar mikla andstæð- inga en um leið góða samherja, þegar þeir komu saman í stjóm IBV. Þetta voru þeir Valtýr Snæ- bjömsson úr Þór og Kristinn Sigurðsson úr Tý sem báðir voru eldheitir félagsmenn sinna félaga en stóðu saman alveg hreint eins og klettur í öllu staifi fyrir ÍBV. Eins og ég sagði er erfitt að fara að telja allt það góða fólk sem ég starfaði með innan ÍBV,“ segir Stefán. KR-ingar í raðir ÍBV Á þeim ámm sem Stefán starfaði fyrir ÍBV kornu nokkrir gallharðir KR-ingar til Eyja til að þjálfa meistaraflokk félagsins sem og yngri flokka. Má þar nefna tvo kappa til sögunnar, þá Þórólf Beck sem var mikil knattspymuhetja á Islandi á ámm áður og síðan Óla B. Jónsson sem er einskonar goð- sögn hvað þjálfun í knattspymu á íslandi varðar. En hvemig kom það til að þessar kempur komu til Eyja? „Ásamt þessum köppum má nefna tékkann Rúdólf Kreisl sem var afskaplega duglegur að byggja upp yngri flokkastarf ÍBV. Þá kom einnig Valsarinn Lolli eða Ellert Sölvason til Eyja á þessurn ámm. Það var gríðarlegur fengur í Lolla sem var einn af fyrstu landsliðsmönnum Islands í knattspymu. Ég veit nú ekkert sérstaklega hvemig það kom til að þessir kappar komu til IBV en þeir létu til leiðast og vom við þjálfun um hríð úti í Eyjum,“ segir Stefán og bætti því við að athyglivert væri hvað margir KR- ingar hafi komið til Eyja til þjálfunar. En ásamt Þórólfi og Óla B. má nefna Hreiðar Ársælsson og síðar Atla Eðvaldsson og núver- andi þjálfara, Magnús Gylfason. Stjórn ÍBV 1968. Talið f v. Jóhann Vilmundarson, Kristinn Sigurðsson, Stefán Runólfsson, Guðjón Olafsson, Valtýr Snœbjömsson og Guðmundur Guðmundsson. þessum tíma er Stefán aðeins 12 ára og knattspyma í Eyjum leikin á grasvelli inn í Botni við Friðar- höfn. „Síðan gerist það árið 1948 að ég er kosinn meðstjórnandi í stjóm Þórs, þá aðeins fimmtán ára gamall. Þá var ég orðinn gjaldkeri félagins 1956 og er það til ársins 1962, en þá fluttist ég úr Eyjum til Keflavíkur í tvö ár vegna vinnunnar," segir Stefán. Á svo má segja. Það var því mér og fleirum mikið kappsmál að fá að senda yngri flokkana sameinaða undir merkjum ÍB V til keppni uppi á fastalandinu," segir Stefán. Uppfrá þessu fóm yngri flokkamir í Eyjum að koma með verðlaun úr Islandsmótinu heim til Eyja og lét árangurinn ekki á sér standa. Strax árið 1964 varð m.a. fjórði flokkur IBV Islandsmeistari. „Jafnframt Týssi heitinn, Vitti Helga. og fleiri og fleiri en herslumuninn vantaði," segir Stefán og bendir á að með samstilltu átaki hafi menn komið IBV á kortið í íþróttasögunni hvað knattspymu varðar á þessum ámm. Fram að þessu hafði félagið einna helst haslað sér völl á sviði frjálsíþrótta og á IBV marga af fræknustu frjálsíþróttamönnun Islands - fyrr og síðar. Stefán Runólfsson frá Búðar- felli er einn þeirra manna sem markað hefur djúp spor í sögu íþróttamála í Eyjum, fyrst hjá íþróttafélaginu Þór og síðar hjá íþróttabandalagi Vestmanna- eyja. Einnig átti Stefán stóran hlut að máli þegar íþrótta- miðstöðin í Brimhólalaut var byggð hér á árinum eftir gos. Skapti Örn Ólafsson hitti Stefán að máli nú í desember og fékk hann til að segja frá ýmsum atburðum frá fyrri tíð. Stebbi stóri í skólanum „Það er nú orðið svo langt síðan að það er varla þorandi að segja frá því,“ segir Stefán og hlær við þegar hann er beðinn um að segja aðeins frá uppvaxtarárum sínum í Eyjum. „Ég byrjaði afar snemma í fótbolta sem strákur, enda kannski ekki mikið annað um að vera í Eyjum þá. Ég byrja að spila með þriðja flokki Þórs 1945 og jafnhliða því spilaði ég með öðmm flokki. Þar sem ég tók snemma út mikinn vöxt spilaði ég um tíma „upp fyrir“ mig með Þór og var ég kallaður Stebbi stóri í skólanum,“ segir Stefán og skellir upp úr. En á þessum árum vann Stefán sem verkstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. „Ég spilaði með öllum flokkum Þórs og síðar ÍBV en síðan dró úr knattspyrnuiðkun minni og 1958 er ég alveg hættur. Vinnan kallaði á og mikið um að vera á þeim vettvangi.“ ÍBV komið á kortið Þegar Stefán kemur síðan aftur til Eyja 1964 eftir dvölina í Keflavík var barið að dymm heima hjá honum og hann beðinn um að koma til starfa hjá ÍBV. „Fyrir dymm stóðu tveir vaskir menn sem vildu endilega fá fund með mér og var erindið að biðja mig um að taka við formennsku í ÍBV. Ég tók mér smá umhugsunarfrest, kannski vikutíma eða svo, og tók síðan ákvörðun um að taka þetta að mér,“ segir Stefán eins og þetta hafi gerst í gær. Hann segir að formennskuna hafi hann tekið að sér með skilyrðum - að koma skikk á yngri flokkastarf Þórs og Týs. „En málefni þeirra höfðu verið í ólestri og mikið þrætuepli í Eyjum. Félögin höfðu verið að senda flokka upp á land til keppni en ætíð komið með öngulinn í rassinum ef Stefán á heimili síni í Kópavogi. þessu snérum við okkur að málefnum meistaraflokks félagins, en árangurinn hafði ekki verið upp á marga fiska,“ segir Stefán. „Liðið hafði þá verið um árabil að harka í 2. deild en við vildum fá meiri festu í liðið. Þó voru afskaplega góðir leikmenn inn á milli eins og

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.