Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Page 27

Skátablaðið - 01.05.1948, Page 27
HREFNA TYNES, skólastjóri: Dagbókarbrot frá Úlfljótsvatni fSKÖP byrjaði nú dagurinn vel. Sólin skein í heiði, svo að ég áttaði mig varla til að byrja með. En það var áreiðanlega blessuð sólin. Það gekk ekki illa að korna skáta-krökkunum út úr rúm- inu þennan rnorgun. Það glumdi í skálan- um: „Sól, sól. Stelpur, það er sól úti.“ Gleð- in er mikil. Það er ekki svo oft, sem við fáum að sjá blessaða sólina. Þær eru komn- ar út í læk áður en ég veit af, og þar ei rætt af kappi urn varðeldinn, sem á að vera um kvöldið. Það er dásamlegt að vera ung- ur og vera á Úlfljótsvatni i skátaskóla og fá að hafa varðeld í kvöld. En — sú dásemd stendur ekki lengi. Það fer að dimma í lofti, og brátt fara að koma dropar. Og alltaf verða þeir fleiri og fleiri. Það er komin demba. Við reynum samt að vera úti fram eftir deginum. Þær eru farn- ar að spyrja: „Verður þá enginn varðeldur í kvöld?“ Ég lofa því, að geturn við ekki haft varðeld, þá skulum við hafa kvöld- vöku, og þá geti líka orðið gaman. Við erum að vinna við litla garðinn okk- ar. Gerða og Erla stinga upp garðinn, en nokkrar af yngri telpunum fara niður í fjós að sækja niykj:^ Það er margt, sem skátar verða að gera um dagana. En góður skáti þarf aldrei að skammast sín fyrir heiðar- lega vinnu, hvort heldur það er að sækja mykju eða það er vinna, sem fínni þykir. Nú er garðurinn búinn og moldin og mykj- an komin á sinn stað. Blómin gróðursett, og telpurnar standa hringinn í kring í slettóttum vinnubuxum, allar kámugar í framan, en ánægðar og brosandi að afloknu verki. Seinni hluta dags var sokkaþvottur. Það er gert úti, þegar veður leyfir, en á svona dögum eru þær látnar vera í eklliús- inu. Þær stóðu þarna í röð í kringum bal- ana og unnu af kappi. „Hrefna! Sjáðu hjá mér, er þetta vel gert? A að snúa þeim við? Er ég nú ekki búin? Mikið er annars gaman að þvo, miklu meira gaman heldur en að þvo upp.“ Eftir kaffi (kakó) var söngæfing. Einnig voru æfð 3 ný hróp. , Á rigningardögum var oftast saumatími eftir kaffi. Þá var setið með handavinnu, lesið upphátt og sungið til skiptis. Nú þurfti að æfa sönginn sérstaklega vel fyrir varðeldinn um kvöldið, svo að handavinn- an fékk að hvíla sig. En viti rnenn, það fór að stytta upp, svo að allur hópurinn fór út í handbolta eftir æfinguna. Veðrið var sæmílegt seinni hluta dagsins, svo að við SKATABLAÐIÐ 97

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.