Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1966, Page 16

Skátablaðið - 01.04.1966, Page 16
*er Tinn í hrínfíínn 2. nóvember í haust liefst nýtt skátaár, sem heitir INN í HRINGINN. Þetta skátaár tekur við af Þjónustuárinu, sem alk ir þekkja vafalaust. Ef flokkurinn þinn hef- ur ekki getað tekið þátt í atburðum og verk- efnum Þjónustuársins, skuluð þið strax fara að huga að, hvort árið INN í HRING- INN verði ekki vel við ykkar hæfi. Það sama gildir náttúrlega ef þú ert ljósálfur, ylfingur eða dróttskáti. Fyrir alla verður ýmislegt að fást við. Flestir spyrja vafalaust, hvað er átt við með nafninu og svarið við því er, að á næsta ári viljum við fá fleiri inn í skáta- starfið. Núna eru skátar í heiminum orðn- ir nálægt 18 milljónum og þess vegna höf- um við ákveðið, að láta ekki okkar eftir liggja við að fá fleiri. inn. En munið, að við ætlurn ekki fyrst og fremst að fá inn fleiri ljósálfa, ylfinga og skáta, þó þeir séu velkomnir, heldur ætlum við að leggja áherzlu á að fá inn fleiri for- ingja, stuðningsmenn, rekka, svanna og dróttskáta. Við þetta geta alfir lagt hönd á plóginn og það hafa þegar verið útbúnar ýmsar aðferðir, sem unnt er að nota. Inn í hringinn verður skipt í þrjú tímabil. Þau heita Réttur maður á réttum stað og virkur þar. Víxillinn er fallinn og Skoðið landið með skátunum. Með þessum tímaskiptingum verður auð- veldara að ná fyrst í fleiri foringja og síðan í fleiri 1 jósálfa, yffinga og skáta. Allir kann- ast sennilega við það, að margir skátafor- ingjar hafa allt of mikið að gera í skáta- starfi og komast þess vegna ekki yfir afft. Á 1. timabilinu er þess vegna reiknað með því, að þessir foringjar og aðrir sem eru á sömu leið reyni að dreifa svolítið verkefn- um sínum yfir á fleiri t. d. gamla skáta- foringja, sem gjarnan vifja gera eitthvað, leyfa aðstoðarforingjunum að komast betur að o. s. frv., og auðvitað nær þetta líka út í skátaflokkana. Þeir flokksforingjar, sem láta sér detta í lnig að geyma flokkssjóðinn eða skrifa flokksbókina, eða geyma öll áhöld- in, eða malla matinn í öllum útilegum eða stjórna öllum varðeldum floksins o. s. frv., 40 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.