Skátablaðið - 01.11.1994, Page 19
Endurskinsmerki
fyrir öll böm -
Skátahreyfingin dreifir um þessar mundir endurskinsborðum til allra 6 ára barna. Endur-
skinsborðarnir eru bornir utan yfir skjólfatnað og eru mjög áberandi og má með sanni
segja að með þeim geti börnin látið Ijós sín skína.
Endurskinsmerki hafa fyrir löngu sannað gildi sitt
- ef þau eru notuð.
Okkur þykir öllum sjálfsagt að hafa
Ijósabúnað á bflum. Á öllum bflum em
etnnig endurskinsmerki að aftan sem tryggj a
að þeir sjáist þótt þeir séu ljóslausir eða
þeim hafi verið lagt í vegarbrún. Þetta er
gert til þess að koma í veg fyrir slys.
Fólk í umferðinni er litlar þústir sem getur
verið erfitt að koma auga á ef ekkert sérstakt
er að gert. Endurskinsmerki á réttum stöðum
geraótrúlegt gagn. Langtum fyrren ella sjá
bflstj órar fólkið sem er á gangi þegar myrkrið
hefur skollið á. Erþví ekki alveg sjálfsagt að
við öll bemm endurskinsmerki — alltaf?
Varist falskt öryggi!
En endurskinsmerki geta valdið fölsku
öryggi. Aldrei skyldi treysta blint á gagn
endurskinsmerkjanna og ganga áhyggju-
laust um götur og stræti þegar dimmt er
örðið. Göngum ávallt á móti umferðinni, ef
engin er gangstéttin, eins langt úti í kanti og
mögulegt er. Lítum vel til beggja hliða áður
en gengið er yfir götu og göngum beint yfir
hana. Gangstígar og gangstéttar eru
.S***, sérstaklega gerð fyrir okkur sem erum á
ferðinni gangandi og því sjálfsagt að nota í
stað þess að setja okkur í hættu á götunum.
Slys em ekki einkamál þeirra sem verða
fyrirþeim, þau snertaokkuröll. Sameinumst
því um að koma í veg fyrir þau.
Skátahreyfingin og Umferðarráð
skora á alla landsmenn að nota
endurskinsmerki - alltaf — því
merkin geta bjargað mannslífum.
- og foreldra
Svona vel virka endurskinsmerkin
ð er klæddur dökkum fötum.
h er klæddur Ijósum fötum og
C ermeð endurskinsmerki.
Fjarlægðin gefur okkur til kynna hvenær
fttennimir sem em fótgangandi sjást. Á 50
krn/klst. hefur bflstjórinn enga möguleika á
að stöðva bflinn í tæka tíð ef gangandi
yegfarandinn erekki meðendurskinsmerki.
T akið eftir að sá sem er með endurskins-
tterki sést 98-110 metrum fyrr!
Skdtablaðið
19