Skátablaðið - 01.11.1994, Page 27
Þá er hættast
við slvsum!
Flest slys á börnum í umferðinni í Reykjavík á árunum
1988 til 1990 urðu í september og desember eða 13% í
hvorum mánuði. Par á eftir kemur nóvember með 10%.
Af því má draga þá ályktun að haust- og vetrarmánuðir
séu hættulegasti tími ársins fyrir börn í umferðinni. Þetta
kemur fram í skýrslu sem Talnakönnun hf. vann fyrir
umferðarnefnd Reykjavíkur.
Flest börn slasast á föstudögum.
í henni kemur einnig fram að flest börn
slasast á föstudögum, en næst flest á
þriðjudögum. Miðvikudagar virðast vera
börnum hagstæðastir í þessu tilliti.
Flest slys milli kl. 14 og 16.
Og svo að haldið sé áfram að velta fyrir
sér hvenær slysin verða, þá er ekki úr vegi
að huga að því hvenær dags börn lendi
helst í slysum. Verstur í því tilliti er tíminn
frá klukkan 14 til 16. Þar næst kemur
tíminn frá klukkan 17 til klukkan 19.
Athyglisvert er að hlutfallslega fá slys
verða fyrir hádegi, þar á meðal á þeim
tíma þegar börn eru á leið í skóla.
Þreyta barnanna orsökin?
Segja má að hugsanleg skýring sé sú, að
eftir því sem á daginn líði taki þreytu að
gæta hjá börnum, einbeiting minnki og
fyrir bragðið aukist hætta á slysum. Einnig
styður þetta þá kenningu, að stór hluti
slysa verði á þeim tíma þegar börn eru að
leik og þar sem leikurinn færist óafvitandi
út í umferðina. Þegar þau eru hins vegar
úthvíld fyrri hluta dags er hættan miklu
minni.
Fleiri börn slasast í bílum
Á undanfömum árum hefur slysum á
gangandi bömum og börnum á reiðhj ólum
farið fækkandi í Reykjavík. Þeim hefur á
hinn bóginn fjölgað sem hafa slasast sem
farþegar í bílum. Það undirstrikar
mikilvægi þess að börn séu alltaf í
barnabílstól eða með bílbelti í bílnum og
þá gildir einu hvort þau sitja í aftursæti
eða framsæti.
Flest börn slasast þegar bjart er!
Stundum velta menn fyrir sér hvort
vera kunni að veður hafi einhver áhrif á
slysahættu. Á því leikur enginn vafi.
Þannig slasast 46% barna þegar veður er
bjart, 32% í skýjuðu veðri, 18% í rigningu
og 4% í snjókomu. Ekki er óvarlegt að
áætla að bjartviðrisdagar séu mun færri
en þeir dagar þar sem ský hylja himinn.
Og þá vekur einnig athygli að þegar þurrt
er verða 49% slysa.
Við notum öll endurskinsmerki
m
- okkar vegna
M Pkfcf
Skátablaðið
27